Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 125

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 125
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 125 anna- l ind pétUrsdótt i r bakgrunnsáhrifavöldum (e. setting events) sem koma á undan aðdraganda og ýta undir að hegðun eigi sér stað (O‘Neill o.fl., 1997), t.d. svefnleysi, veikindi, svengd eða færniskortur. Skilningur á áhrifaþáttum hegðunar getur fyrirbyggt algeng mistök í samskiptum og kennslu einstaklinga með hegðunarerfiðleika. Til dæmis geta kennarar og nemendur með hegðunarerfiðleika fest í vítahring neikvæðrar styrkingar, þar sem truflandi hegðun nemandans er styrkt með hléi frá kröfum (t.d. í formi brottvísunar úr tíma), og brottvísanir eða minni kröfur kennara eru styrktar með hléi frá truflandi hegðun nemandans (Alberto og Troutman, 2003). Virknimat og þær aðferðir atferlisgreiningar sem það felur í sér eru víða orðin viður- kennd og sjálfsögð vinnubrögð til að fást við hegðunarerfiðleika. Til að mynda mæla samtök bandarískra skólasálfræðinga (e. National Association of School Psycholog- ists) og sérkennslustjóra (e. National Association of State Directors of Special Educa- tion), auk heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum (e. National Institutes of Health), með notkun virknimats (Kern, Hilt og Gresham, 2004). Einnig hefur verið kveðið á um notkun virknimats í lögum um menntun einstaklinga með fatlanir í Bandaríkjunum síðan 1997 (e. Individuals with Disabilities Education Act, 1997). Samkvæmt þessum lögum er starfsfólki skóla skylt að gera virknimat fyrir alla nemendur með greind hegðunarfrávik og einnig í þeim tilvikum þar sem stendur til að breyta kennslu- fyrirkomulagi nemenda (t.d. færa þá í sérdeild eða -skóla), hvort sem þeir eru með greiningu um fötlun eða ekki. Í lögunum frá 2004 (e. Individuals with Disabilities Education Improvement Act) er einnig mælt með notkun jákvæðrar stuðningsáætl- unar (e. positive behavioral interventions and supports) þar sem lögð er áhersla á að kenna viðeigandi hegðun sem kemur í stað hinnar erfiðu hegðunar. Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun Niðurstöður virknimats veita innsýn í þætti sem kveikja og viðhalda erfiðri hegðun og nýtast við gerð einstaklingsmiðaðrar stuðningsáætlunar til að draga úr hegðunar- erfiðleikum. Heildstæð áætlun felur í sér ferns konar aðferðir: a) úrræði sem beinast að bakgrunnsáhrifavöldum, b) fyrirbyggjandi breytingar á aðdraganda erfiðrar hegð- unar, c) kennslu í viðeigandi hegðun og d) jákvæða styrkingu viðeigandi hegðunar með leiðréttingu á erfiðri hegðun. Markmiðið er að draga úr kveikjum að erfiðri hegðun og kenna einstaklingi að nota viðeigandi hegðun í stað hinnar erfiðu (O´Neill o.fl., 1997). Lykilatriði í því sambandi er að styrkja viðeigandi hegðun markvisst, til að mynda með einstaklingsmiðuðu hvatningakerfi (Zuilma Gabriela Sigurðardóttir og Anna-Lind Pétursdóttir, 2000). Þegar hegðunarerfiðleikar hafa varað lengi, og ein- staklingi hefur margoft mistekist að uppfylla væntingar er mikilvægt að nota heild- stætt inngrip sem er líklegt til að skila árangri, þannig að einstaklingurinn upplifi að hann geti lært að haga sér betur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.