Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 128

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 128
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011128 dregið úr hegðUnarerfiðleikUm aðfErð Þátttakendur Þátttakendur voru 49 nemendur (45 piltar og fjórar stúlkur) í leik-, grunn- og fram- haldsskólum. Þeir voru valdir eftir hentugleika hvers teymis fyrir sig og flestir (38) búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Nemendurnir voru á aldrinum 3–20 ára (meðaltal 9,5 ára) og höfðu 1–18 ára sögu um hegðunarerfiðleika (meðaltal 3,8 ára). Leikskólabörnin voru ellefu (átta piltar og þrjár stúlkur), 3–6 ára, að meðaltali 4,1 árs. Grunnskólanem- endurnir voru 36 talsins (35 piltar og ein stúlka), 6–16 ára, að meðaltali 10,6 ára. Fram- haldsskólanemendurnir voru tveir piltar, 17 og 20 ára (að meðaltali 18,5 ára). Þrettán þátttakendur voru með greiningu um athyglisbrest með ofvirkni, níu með almenna eða sértæka námserfiðleika, tveir með athyglisbrest, tveir með kvíðaröskun, tveir með röskun á einhverfurófi, einn með einhverfu og einn með þunglyndi. Níu nemendur voru á lyfjum vegna þessara raskana, flestir á metylfenídat vegna athyglisbrests með ofvirkni. Aðstæður Mælingar og íhlutun fóru fram í þeim aðstæðum þar sem mest bar á erfiðri hegðun viðkomandi þátttakanda. Hjá leikskólabörnunum fóru mælingar og íhlutun fram á leikskóladeildinni (hjá átta þátttakendum), í fataklefa (hjá fjórum þátttakendum) og/ eða á útisvæði (hjá einum þátttakanda). Hjá grunnskólanemendum fóru mælingar og íhlutun fram í tímum hjá umsjónarkennara (hjá 33 þátttakendum) eða hjá sérgreina- kennara (hjá þremur þátttakendum). Hjá nemendum í framhaldsskóla fóru mælingar og íhlutun fram í sérstofu fyrir nemendur sem þurftu stuðning í námi eða á göngum skólans. Mælitæki Teymi höfðu aðgang að rafrænum útgáfum af skráningarblöðum fyrir tímalengd þátt- töku og fyrir tíðni truflandi hegðunar eða árásarhegðunar með skýrum, hlutlægum skilgreiningum, en var frjálst að útfæra blöðin eftir þörfum. Truflandi hegðun var skil- greind sem hreyfing, hljóðamyndun eða önnur áreiti sem gerðu nemanda eða sam- nemendum erfitt fyrir að læra eða kennara erfitt fyrir að kenna. Skráð var hvert tilvik þar sem nemandi áreitti aðra, talaði hátt án leyfis, henti hlutum, tók hluti frá öðrum eða framkallaði hávaða. Árásarhegðun var almennt skilgreind sem ógnandi eða ofbeldis- full hegðun þar sem nemandi beitti líkamlegum styrk, raddstyrk eða orðum til að særa aðra. Skráð var hvert tilvik þar sem nemandi hrinti, sló, kleip, hárreytti, beit, sparkaði, hrækti, henti hlutum í einhvern, ýtti við húsgögnum þannig að þau duttu um koll eða notaði ógnandi, særandi eða dónalegt orðbragð. Virk þátttaka var almennt skilgreind sem hegðun í samræmi við fyrirmæli kennara eða leiðbeiningar um verkefni og var mæld svo lengi sem nemandi vann verkefni, sýndi samvinnu við aðra, rétti upp hönd eða náði í hluti tengda verkefni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.