Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 137

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 137
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 137 anna- l ind pétUrsdótt i r þroska eða tilviljunar, á markhegðunina. Hins vegar verður að hafa í huga að nem- endurnir höfðu langa sögu um hegðunarerfiðleika, þar sem litlar jákvæðar breytingar höfðu átt sér stað, en sýndu svo umtalsverðar framfarir þegar einstaklingsmiðaðar stuðningsáætlanir byggðar á virknimati hófust. Líta má svo á að í hvert skipti sem breytingar urðu við íhlutun hjá hverjum af þátttakendunum 49, en ekki á öðrum tíma, renni hver endurtekning á áhrifunum stoðum undir tengsl íhlutunar við breyting- arnar á markhegðuninni (Horner, Carr, Halle, McGee, Odom og Wolery, 2005). Niður- stöðurnar hafa þó takmarkað alhæfingargildi þar sem um tiltölulega fáa þátttakendur er að ræða sem voru valdir eftir hentugleika hvers teymis fyrir sig. Næstu skref Í síðari rannsóknum mætti bæta úr ýmsum takmörkunum þessarar rannsóknar. Mögulega væri hægt að nota sterkara rannsóknarsnið, eins og margfalda grunnlínu (e. multiple baseline) sem gæfi ekki bara færi á að bera saman hegðun og námsástund- un nemenda fyrir og eftir íhlutun heldur líka milli nemenda. Einnig væri æskilegt að gera rannsókn með fleiri þátttakendum sem væri skipt af handahófi í tilrauna- og samanburðarhóp til að hægt sé að draga afdráttarlausari ályktanir af niðurstöðunum um áhrif aðferðanna í þýðinu almennt. Í þessari rannsókn var ekki kannað hvernig hver og einn teymismeðlimur stóð sig í framkvæmd aðferðanna. Hins vegar skiluðu teymin skriflegri skýrslu um hvert skref sem gaf upplýsingar um færni teymanna í framkvæmdinni, þó að þau gögn hafi ekki verið birt í þessari grein. Æskilegra væri að nota leiðir til að meta frammistöðu á einstaklingsgrundvelli. Einnig er mikilvægt að meta gæði framkvæmdar aðferðanna og kanna tengsl á milli þeirra og breytinga í hegðun og námsástundun nemendanna sem unnið er með. Fróðlegt væri að skoða betur nýtingarmöguleika virknimats og stuðningsáætlunar í vinnu með eldri nemendum og við úrlausn fjölbreyttari erfiðleika. Aðeins tvö teymi unnu með nemendur í framhaldsskóla, enda voru námsgögnin í námskeiðinu frekar miðuð við yngri nemendur. Þrátt fyrir það náðu teymin vel að nýta aðferðirnar til að draga úr erfiðri hegðun tvítugs nemanda með einhverfu og auka námsástundun sautján ára nemanda með lesblindu. Aðeins eitt teymi vann með tilfinningalega erfiðleika, tilhneigingu leikskólabarns til að draga sig í hlé og forðast samskipti við aðra („fara í fýlu“), og tókst að draga verulega úr þeirri hegðun og auka jákvæð samskipti við aðra. Frekari rannsókna er þörf til að skoða betur hvernig hægt er að nýta virknimat og stuðningsáætlanir innan framhaldsskóla og fyrir nemendur með tilfinningalega erfiðleika (Kern o.fl., 2004). Þar sem námskeiðið stendur aðeins yfir í eitt misseri reyndist ekki unnt að gera eftirfylgdarmælingar á hegðun til að kanna áhrif stuðningsáætlana til lengri tíma. Hins vegar gerðu teymin áætlun um viðhald á árangri og yfirfærslu færni á fleiri aðstæður og voru hvött til þess að stuðla að framkvæmd þeirrar áætlunar á vettvangi. Mikilvægt er að rannsaka hvernig teymum gengur að auka smám saman kröfur og ýta undir sjálfstæða færni hjá nemendum og með hvaða hætti er hægt að stuðla að langvarandi árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.