Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Side 177
Tækniannáll 175
en 30 milljónir króna. Farið er réttsælis umhverfis landið, verkefnum lýst stuttlega og helstu
magntölur tilgreindar.
Snæfellsbær: Eftir sameiningu sveitarfélaganna eru þrjár hafnir, sem heyra undir Snæfells-
bæ. Smábátahöfnin á Arnarstapa, höfnin á Rifi og í Ólafsvík. Aðalframkvæmdin var lenging
brimvarnargarðsins í Ólafsvík. Garðurinn var lengdur um 60 m. í hann fóru um 31.200 m3 af
grjóti og kostnaður varð 30 m.kr. Verktaki var Klæðning hf. Á Rifi var lokið framkvæmdum
við Suðurgarð, sem byrjað var á 1994, og á Arnarstapa lítils háttar dýpkun meðfram bryggj-
unni. Samtals var unnið fyrir tæpar 40 m.kr. í höfnunum þrem.
Stykkishólmur: Boðin var út endurbygging Stykkisbryggju. Bryggjan er urn 730 m2. Undir-
bygging er stálvirki, en dekk og þybbuklæðning úr asobe-harðviði. Verktaki var Byggingar-
félagið Stapar hf. Kostnaður varð 43 m.kr.
Isafjörður: Byrjað var á endurbyggingu stálþils í Bátahöfn. Rammað var niður 140 m stálþil
og steyptur kantbiti. Verktaki var Trévangur hf. Kostnaður á árinu var 50 m.kr.
Siglufjörður: Byrjað var á nýrri löndunarbryggju við loðnubræðslu. Keypt efni og boðinn út
rekstur á 80 m stálþilsbakka. Verktaki var Hagtak hf. Kostnaður á árinu var 37 m.kr.
Hafnasamlag Eyjafjarðar: Hafnasamlaginu tilheyra hafnirnar á Ólafsfirði, Dalvík og Árskógs-
sandi. Aðalframkvæmdin var á Dalvík. Þar var lokið byggingu 320 m brimvarnargat'ðs, sem
byrjað var á 1994. Alls fóru 104.400 m3 í garðinn og heildarkostnaður við hann varð 94 m.kr.,
þar af var unnið fyrir 32 m.kr árið 1995. Verktaki var Völur hf. Á Ólafsfirði og Dalvík var
unnið fyrir 8 m.kr. og heildarframkvæmdakostnaður hjá Hafnasamlaginu var því 40 m.kr.
Akureyri: Hjá Akureyrarhöfn voru aðalframkvæmdirnar í tengslum við nýja flotkví. Keypt
var ný flotkví frá Litháen fyrir 197 m.kr. Kvíin er 116 x 25 m og getur tekið skip sem eru
5.000 þungatonn með allt að 7,6 m djúpristu. Boðnar voru út framkvæmdir við kvíarstæðið,
skjólgarð, dýpkun og landfestur. Kostnaður við þetta varð alls alls 83 m.kr. Verktakar voru
Suðurverk hf., G. Hjálmarsson og Möl og sandur hf. og Byggingarfélagið Stapar ehf. í
Krossanesi hófst bygging á 80 m löngu stálþili sem hannað er fyrir 9 m dýpi. Kostnaður við
þá framkvæmd var alls 56 m.kr á árinu. Verktaki við stálþilið var Valfell hf.
Grenivík: Styrkt var brimvörn utan á hafnargarðinum og við enda hans byggður 60 m langur
grjótgarður. I þetta fóru tæplega 40.000 m3 af grjóti, kostnaður var 40 m.kr. Verktaki var
Völur hf.
Seyðisfjörður: Byggð var 70 m löng staurabryggja við verksmiðju SR-mjöls. Bryggjan er úr
asobe-harðviði hönnuð fyrir 7 m dýpi. Kostnaður varð 41 m.kr. Verktaki var Guðlaugur
Einarsson ehf.
Neskaupstaður: Við bræðslu SVN var rammað niður 70 m langt stálþil og steyptur á það
kantbiti. Kostnaður varð 40 m.kr. Verktaki var Völur hf.
Djúpivogur: Byggður var skjólgarður út að Flandraraboða. í garðinn fóru 32.500 m' af grjóti.
Kostnaður var4I m.kr. Verktaki var Suðurverk hf.
Hornatjörður: Stærsta verkefnið í sjóvarnargörðum á árinu var við Hornafjarðarós. Byggður
var garður á Auslurfjörutanganum til að hindra árstíðabundnar breytingar á Ósnum. í garðinn
fóru tæplega 100.000 m3 af grjóti. Kostnaður var 100 m.kr. Verktaki var Suðurverk hf.
Þorlákshöfn: Dýpkað var um 8.700 m2 svæði við fyrirhugaðan Miðbakka, að mestum hluta
klappardýpkun. Tæplega þriðjungur svæðisins var dýpkaður í 8 m, en afgangurinn í 6 m.
Kostnaður varð 110 m.kr. Verktaki var Hagtak hf.