Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Page 184
182 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
núna véla- og iðnaðarverkfræðiskor og rafmagnsverkfræðiskor heitir nú rafmagns- og tölvu-
verkfræðiskor. Þetta þýðir í aðalatriðum að nemendur geta, þegar fram sækir í námi, lagt
höfuðáherslu á annað hvort þeirra atriða sem í nýju nöfnunum felst.
Ný reglugerð: Reglugerð verkfræðideildar var breytt fyrr á þessu ári og má þar nefna nokkrar
breytingar. Verkfræðigráða deildarinnar heitir núna candidatus scientiarum, skammstafað
cand. scient. Var þetta gert til samræmis við gráður annarra deilda við háskólann. Þá er heimilt
að veita kennslu til B.S. prófs í verkfræði, sem taki þrjú ár og sé minnst 90 einingar. Hvað í
þessari gráðu felst hefur enn ekki verið skilgreint til fulls og er það til umræðu innan deildar
og jafnvel utan.
Meistaranám og doktorsnám: Verkfræðideild tekur inn nemendur til framhaldsnáms bæði til
meistaraprófs í verkfræði, magister scientiarum, skammstafað mag. scient. eða M.S. Deildinni
er einnig heimilt að taka nemendur til doktorsnáms. Algengt er að þetta nám fari fram í
samvinnu við erlenda háskóla. Fjármögnun á þessu framhaldsnámi fellur ekki undir sömu
reglur og almenna verkfræðinámið og inntaka nemenda er m.a. háð því að fjármagn sé tryggt.
ABET-úttektin: Veturinn 1992 til 1993 fór fram úttekt á gæðum kennslu og náms við verk-
fræðideild af hálfu bandarískrar nefndar, Accreditiation Board for Engineering and Techno-
logy, ABET. Nefndin bar námið í verkfræðideild HÍ saman við hliðstætt nám í Bandaríkjun-
um og komst að þeirri niðurstöðu að námið fæli í sér meira en B.Sc. nám en skorti nokkru
meiri sérhæfingu til þess að teljast M.Sc. nám.
ISO 9001 staðallinn: í framhaldi af úttekt ABET fór fram athugun á því að taka upp gæða-
kerfi í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO 9001 við verkfræði- og raunvísindadeildir HÍ.
Gæðakerfi þetta er útbreitt í iðnaðinum og er mikið að breiðast út til alls kyns þjónustu, þar á
meðal til háskóla. Gæðakerfið við háskóla gerir ráð í'yrir skipulögðum vinnubrögðum, stöð-
ugri endurskoðun og að uppfylla væntingar nemenda til námsins. Verið er að vinna að því að
koma þessu skipulagi á og er nefnd m.a. með þátttöku nemenda að störfum. Gæðakerfið er
skráð í gæðahandbók. Nú þegar hafa verið ritaðar allmargar verklagsreglur og verið er að
koma gæðahandbókinni inn í tölvukerfi.
Hlutanám erlendis: Nemendur sem hefja nám eru ekki rígbundnir við Háskóla Islands. í
gildi er samkomulag við nokkra erlenda háskóla að taka við nemendum héðan til þess að taka
einstök námskeið, ganga inn í reglulegt nám þessara skóla eða taka brottfararpróf frá þeim
með gráðum sem þar tíðkast. Alþjóðaskrifstofa háskólans veitir upplýsingar um nám og þjálfun
erlendis. Til eru nemendaskiptaprógrömm eins og SOCRATES og NORDPLUS. Verkþjálfun
sem hér er krafist má fá að hluta til erlendis undir skipulagi IAESTE.
Hollvinafélög og tækniráð: Á háskólahátíð 17. júní 1996 voru formlega stofnuð Hollvina-
samtök Háskóla íslands og áttu stúdentar ríkan þátt í stofnun þeirra. Við einstakar deildir er
gert ráð fyrir að stofnuð séu hollvinafélög. Við verkfræðideild er verið að stofna það sem
nefnt hefur verið tækniráð verkfræðideildar.
Tækniráð verkfræðideildar: Þetta ráð er hugsað sem millistig milli Alumni Association,
sem tíðkast vestan hafs og Teknisk Akademi (breytileg nöfn el'tir löndum) austan hafs. Til-
gangurinn er að efla samstarf háskóla og atvinnulífs.
Tölvupóstkerfi: Nemendur fá án sérstakrar greiðslu notandanafn og lykilorð að tölvukerfi
háskólans. Með þessu móti fá þeir aðgang að tölvupóstkerfi heimsins og INTERNET-kerfmu.
Ef þess er óskað er haldið stutt kynningarnámskeið um þessa tölvunotkun.