Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Síða 33
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 111 Karl langaði nú til að frjetta eitthvað af Gerðu og spurði, hvort Níels hefði sjeð hana nýlega. »Já,« svaraði Níels, »hún er einn viðskifta- vina minna og mjer er Ijúft að bæta því við, að jeg á henni velgengni mina að þakka. Hún fjekk talið mig á að smíða kvennskófatnað og fá mjer dugandi starfsmann og búð á hentug- um stað, vanda sem best alla vinnu. Rað varð æði kostnaðarsamt, og í byrjun gekk svo illa, að nærri lá að jeg hætti við alt saman. F*á rættist skyndilega fram úr fyrir mjer. — Skraut- klædd kona nokkur kom inn í búð mína, spurði hvort það væri búð Gústavsons, og bað um að fá að sjá silkiskó. Hún bað konu mína að senda nokkra þeirra til friherrafrúar D. —, sem bjó á höföingssetrinu. Lovísa gerði svo, og frúin keypti þrenna. Dagana á eftir komu fjöldamargar konur að kaupa skó; allar vildu sömu tegundina og fríherrafrúin. Að viku lið- inni voru allir silkiskórnir seldir og fjöldi pant- ana fyrirliggjandi. Eftirspurnin varð nú geysi- leg. Jeg varð að fjölga starfsmönnum og komst þó eigi yfir það, sem gera þurfti. Grundvöll- urinn var lagður að framtíðarheill minni. Fimm árum síðar keypti jeg hús þetta og nú á jeg eina hina stærstu skósmíðavinnustofu í Stokk- hólmi. Jeg hefi ferðast til Frakklands, til þess að kynnast endurbótum í iðn minni, svo að jeg er nú dugandi skósmiður. Af því getur þú sjeð, Karl, að skósmiðurinn getur einnig orðið velmegandi maður og aflað sjer álits, ef hann að eins leggur stund á að verða dugandi í iðn sinni. Nú skal jeg segja þjer frá, hvernig á því stóð, að fríherrafrúin kom inn í búð mína. Hún hafði verið að láta mála sig hjá V. myndamálara. Ungfrú Ahrneil var þar til náms og málaði fatnað og þess háttar. Hún hafði fengið fallega silkiskó lánaða hjá mjer; átti hún að máía þá ásamt silkikjól, sjali og hár- skrauti. Fríherrafrúin tók eftir silkiskónum fögru, spurði hver hefðí smíðað þá, fjekk heimilis- fang mitt og varð tneð þeim hætti tilefni vel- gengni minnar. Þannig styður einn verkamað- urinn tíðum annan. Bræðurhir tóku nú að ræða um Gerðu. Níels sagði að hún hefði byrjað að draga myndir með svartkrít og seltá 4 krónur hverja; seinna hafði hún svo farið að mála myndir. Fyrstu árin Ijet hún mjög lítið á sjer bera, en vann af kappi. Að fjórum árum liðnum hafði hún tekið miklum framförum og hún fjekk myndir sínar vel borgaðar og fór nú að verða meira meðal manna. Hún skifti tímanum þannig nið- ur, að hún vann að málun árdegis, en varði síðari hluta dagsins til Iesturs eða annara starfa. Hún tók lítinn þátt í samkvæmum; vinnan var henni hugleiknust. »Hún býr nú í »Djurgaarden«, en fer á morgni hverjum til borgarinnar, er frá klukkan 9 — 3 á myndastofu sinni, heldur því næst heim og er þar síðdegis.t »Hefir eigi heyrst getið um, að hún ætlaði að giftast?* spurði Karl og roði hljóp fram í kinnar honum. »Nei, hún virðist láta þær stúlkur um það, sem eigi hafa annað að hugsa,« svaraði Níels. »Hvernig hefir Strömberg hegðað sjer? Læt- ur hann Gerðu í friði fyrir bónorðum sín- um?« »Pað skaltu eigi ætla. Hann er of þrálátur og þolinn til þess. En ýmislegt hefir þó hindr- að hann í aðgerðum hans. Pjer er kunnugt um það, að hann var nýstaðinn upp úr þung- um veikindum, er frú Ahrnell andaðist. Rá er þú varst farinn, fór hann dag nokkurn til Gerðu, og sagði henni að það væri á hennar valdi, að gera hann að nýjum og betri manni, ef hún aðeins vildi verða konan hans. Hann tal- aði margt um hina heitu ást, sem hann bæri til hennar, og gerði sjer att far um að hræra hana til meðaunkvunar. En öll blíðmæli hans voru árangurslaus. Gerða hafnaði honum ger- samlega. Jeg stóð f eldhúsinu og heyrði alt saman. Hann varð tryldur og hjet að muna eftir henni. Pá er hann fór, hittumst við í anddyrinu og áttum orðastað. Litlu síðar fór hann af landi brott og dvaldi riokkur ár er- Iendis. Eftir að hann kom heim, varð hann veikur aftur og læknirinn ráðlagði honum að :
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.