Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 35

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Side 35
NÝJAR KVÖLDÓVKUR. 113 ætla að þú og hann þarna,« —®hún benti á Karl — »munduð gjalda fyrir ilsku ykkar við mig, því að nú er áliti og heiðri Gerðu ger- spilt, er faðir hennar skipar sess með þjófun- um og jeg mun eigi heldur vægja henni.« Stína ætlaði að fara Ieiðar sinnar, en Níels hjelt í hana. Hann reyndi að fá hana til að gera gleggri grein orða sinna, en hún reif sig af honum og kvaðst kalla á hjálp, ef hann slepti sjer eigi. Með þessa hótun fór hún. »Karl!« hrópaði Níels, »jeg verð að vita, hvað orðið er um Sjökvist. Hann var eina vitnið gegn Strömberg, og hafi hann klófest hann, býst jeg við öllu illu. Hamingjan má vita, hvernig fer um Gerðu og Sjökvist vesl- inginn. Pú verður að hjálpa mjer. Taktu hatt þinn og förum síðan.« Stuttu síðar hjeldu bræðurnir af stað. Við Munkabrú stigu þeir upp í Ijettivagn og óku til suðurhluta borgarinnar. Regnið var stytt upp og sól skein glatt. Á leiðinni sagði Níels bróður sínum frá Sjö- kvist á þessa leið: »Hann hafði áður verið sveinn hjá Bergström þeim, sem Níels vann hjá, en verið svo latur og óhirðusamur, að honum hefði verið vikið á braut, ef hann hefði eigi verið framúrskar- andi dugnaðarmaður með köflum. Vinnan var honum samt kvalræði, og vegna fjárskorts tók hann að stela. Meistarinn varð þess var, að hann stal leðri frá honum og seldi það. En Bergström var góðmenni hið mesta. Hann fjekk Sjökvist til að játa sekt sína einslega, og kvaðst eigi mundi Ijósta upp þjófnaðíhum, ef að Sjökvist færi í siglingar. Meistarinn úlveg- aði honum skiprúm. Sjökvist nefndist nú Storm. Sjómenskan fór honum svo vel úr hendi, að hann vann hylli allra, æðri sem lægri. Áður var hann latur og vinhneigður, en á skipsfjöl var hann reglu- samur og áreiðanlegur. Fjögur ár var hann með sama skipstjóranum. Þá andaðist hann. Rjeðst Sjökvist þá á segl- skipið »EiJida«, sem Strömberg átti yfir að ráða. Pað var vorið 18 — . Eins og þig rekur máske minni til, hófust siglingar mjög snemma það ár, strax í apríl. »Ellida« fermdi í Stokkhólmi og átti að leggja af stað þaðan seinast í apríl, en dvaldi lengur og beið byrjar. Að morgni 1. maí breyttist veður, svo að skipstjóri bjóst við, að geta farið að kvöldi. — Anderson og Storm skipverjar báðu um land- gönguleyfi og fengu það með því skilyrði, að þeir væru komnir kl. 6 og yrðu eigi ölvaðir. Storm klæddist sparifötum sínum og hjelt til Djurgaarden; þar bjó unnusta hans. Hún starfaði í franska gistihúsinu. Hann sat einn að borðum í Iuktu gestahetbergi og gæddi sjér á morgunverði og víni meðan unnusta hans stóð nokkrum gestum fyrir beina. Meðan hann sat að borðum, heyrði hann mannamál í næsta herbergi. Hann þekti rödd skipstjóra sins og var grafkyr og hlustaði. Strömberg ráðgerði þjófnað, sem annar maður átti að koma í fram- kvæmd. Sá hjet Ahrnell. Storm hugsaði: »Jeg get haft hag af þessari uppgötvun minni. Jeg get kallað á skipstjórann við tæki- færi og hann skal verða að borga mjer til að þegja yfir leyndarmálinu, svo að jeg verði efn- aður og geti hætt að strita.* Strömberg og Ahrnell fóru. Storm læddist á eftir þeim til þess að ganga úr skugga um, hvort það væri Strömberg. Storm kom um borð á tilsettum tíma, en skipstjóri eigi fyr en seint um nóttina; var þá í för með honum maður, klæddur sjómanna- búningi, mjög líkur Anderson. Pegar í stað var Ijett akkerum og haldið í haf. Pá er þeir voru komtiir fram hjá Blokkhústanganum, bað Storm um skipstjóra til viðtals, og heimtaði af honum álitlega fjárupphæð og leyfi til að fara af skipi í Englandi. Ef skipstjóri gengi að þessu, ætlaði hann að þegja yfir leyndarmálinu. En ef skipstjóri vildi það eigi, hótaði Storm að kæra hann fyrir skipshöfninni, og mundi 15

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.