Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 64

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1921, Page 64
142 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. rauðleitt nefið fram á milli flibbahornanna, eins og það væri að gá til veðurs. Hárið var gljá- kembt, og mjer sýndist hann hafa reynt að hylja nokkur grá hár undir svörtum lit. Smá, fjörleg grá augu voru aldrei kyr, og litli skrokk- urinn var stöðugt á iði. Við þetta bættist, að hann, af Englending að vera, talaði afarhart og Iiðugt. Hann var annars mjög opinskár og sagði manni blátt áfram það, sem honum datt í hug. Meðan við ræddumst við, heyrði jeg að þeir læknarnir voru ekki á eitt sáttir um lækningaaðferðina. Yfirlæknirinn lagði alla stund, eins og áður er sagt á sálarlífið, hinn tók aftur á móti miklu meira tillit til líkamsmeðferðar- innar, — skoðanamunur, sem þekkist í því nær öllum sjúkrahúsum, þar *em tveir eða fleiri læknar starfa, en sem sjaldan jafnast eins vel og hér, því yfirlæknirinn hafði bæði tiltrú og festu til þess að koma fram sínu, og Derby hafði vit á að taka sönsum og Iáta undan. Peim kom því ágætlega saman, voru ágætir vinir og skiftu með sjer verkum, þó báðir væru.ofhlaðnir. Peir voru Iíka báðir ágætlega fallnir til þessa starfa, því að þeir voru báðir gagnteknir mann- kærieika og ákafa fyrir köllun sinni, og þrátt fyrir hinar skiftu skoðanir, unnu þeir saman og voru Iofaðir mjög fyrir árangurinn af starf- inu. Þegar við höfðum talast við í hálftíma, var kallað á yfirlæknirinn, og jeg varð einn eftir hjá Ðerby. »Heyrið mér, Derby,« hóf jeg máls eftir nokkur inngangsorð, »jeg er yður þakklátur fyrir alt, sem jjjer hafið sagt mjer, og jeg hlýt að játa, að ef læknisaðferðir eru eins happa- sælar og hælinu er vel fyrir komið, þá ber jeg mikla virðingu fyrir St. James.« »Já, það held jeg,« svaraði Iitli kvikasiifur- kendi maðurinn, brosandi og einlæglega, um leið og hann ýmist setti hægri fótinn upp á vinstra hnéð, eða vinstri fótinn upp á þann hægri. Loksins hleypti jeg kjarki í mig og sagði: »Þið hafið meðal annars ungan fagran mann þarna uppi í turninum, held~ jeg . .. « »Ah... jeg skil yður . .. herra Sidney . »Jál jeg á við hann.< »Já! Er hann ekki eins og prins í álögum? Gæti maður ekki haldið hann smákonung, eða að minsta kosti hertoga, þegar litið er á kon- unglega andlitið og virðulega látbragðið? Ha, ha, ha! . . . og þjer ættuð bara að heyra hann tala, þegar hann situr hjá Lorenzen, og Lo- renzen er að segja honum til syndanna.... — Ih, jeg á auðvitað við það, þegar hann atlar að koma honum í skilning um, hvað hann vantar hérna.c Hann sló á ennið. »Ó, jeg skil!« »Pjer ættuð baraað sjá, hvernig svitinn renn- ur af starfsbróður mínum, því Sidney kveður hann í kútinn, því hann er eins stálsleginn í heimspeki og sálarfræði, og svo talar hann um heimsku þeirra, sem ætla að lækna annara heimsku, svo hárin gætu vel risið á höfði manns. Já, hann talar fyrir máli sínu, hann Sidney, og hann er besti skilmingamaður, sem jeg hefi sjeð! Uhu! Pjer ættuð bara að sjá hann nota skilmingakorðann — enginn þýskur stúdent gæti leikið það eftir honum! Eða þeg- ar hann þýtur af stað á svarta reiðskjótanum sínum, eða gneistar fljúga undan hófunum .. . uss! hann þýtur eins og elding, svei mjer alla daga, yfir fimm feta háa slá! og svo getur enginn hlaupið, klifrað nje glímt í kapp við hann ... « »En, hvað er þetta, góði Derby,« mælti jeg rólega, »þjer komist í æsingu út af þessutn Sidney.* »Já, svo er víst, jeg veit það herra minn ... Mjer þykir voðalega ósköp vænt um þrjótinn, þennan Sidney, og jeg veit ekki hvað jeg vildi gefa til þess, að hann væri ekki svona vitskert- ur. Hann er nú einu sinni uppáhald allra, þó ekki dugi að láta hann verða varan * við það, því þá ræki hann sporana í síður okkar. Hoho! Pjer ættuð bara að sjá, hvernig allir hér koma sér í mjúkinn hjá honum og eru honum eftir- látir, og bannsettir eftirliismennirnir engu síður, og vitfiirringarnir, bæði karlar og konur! Hann þarf ekki annað en reka nefið út úr dyrunum, þá kveður strax við: Ah! Parna fer herra

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.