Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1990, Side 15

Læknablaðið - 15.01.1990, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 13-16 13 Örn Bjarnason Siöamál lækna 3 SIÐFERÐILEGAR ATHAFNALEIÐBEININGAR Ethics requires thought while morality must be lived (1). Víkjum aftur að spumingunni í fyrsta kaflanum: HVAÐ ER SIÐFRÆÐI? Orðabók Menningarsjóðs segir siðfrœði vera fræðigreinina um rétta hegðun (ethica). Ethica er hins vegar tökuorð í latínu úr grísku, en þýðingin er philosophia moralis. Þetta leiðir okkur að því, að siðfræðin er ein greina heimspekinnar - philosophia. Nafnið, sem og fræðigreinin, er frá Grikkjum komið og merkti upphaflega ást á vizku eða þekkingu. Sá sem ástundaði slíkt, nefndist philosophos - unnandi vizku/þekkingar. Heimspekinni er oft skipt í eftirfarandi greinar: 1. Rökfrœðina, sem er rannsókn á fyrirmyndaraðferðum í hugsun og við rannsóknir: Athugun og sjálfsskoðun, aðleiðslu og afleiðslu, tilgátu og tilraun, greiningu og samruna. 2. Fagwfrœðina, heimspeki listanna, sem er rannsókn á fyrirmyndarforminu eða -fegurðinni. 3. Frumspekina, sem fjallar um veruleikann og nær til heimsmyndarfræði og verufræði. Þeirri grein náskyld er þekkingarfrœðin, sem er könnun á eðli, uppruna, aðferðum og takmörkum þekkingar. 4. Stjórnmálafrœðina, sem er leitin að bezta stjómarforminu og 5. Siðfrœðina, könnunina á því sem er rétt og rangt í breytni manna, fræðigreinina sem fæst við greiningu og réttlætingu siðferðis. Nafn siðfræðinnar - etik - er sótt í gríska orðið ethos, sem merkti venja, skapferli, en táknar nú siðferðisviðhorf. Af því er leitt ethikos, siðrænn. I latínu svarar mos (flt. mores) til ethos. Mores merkir hegðun, skapgerð, en einnig siðgæðisvitund. Af þessu heiti mun Cicero hafa myndað lýsingarorðið moralis og var þar fengin hliðstæða við ethikos (2). Em orðin oft notuð jöfnum höndum, en á þeim er þó blæbrigðamunur. Verður honum haldið í þessu riti, þannig að siðfrœðilegur (e. ethical) merkir það sem veit að fræðilegri íhugun, en siðferðilegur (e. moral) veit að orðum og gerðum. Upphaf siðfræði Vesturlanda telja menn sig geta rakið til Sokratesar. Er eftir honum haft, að hin æðsta þekking sé þekkingin á hinu góða og illa, þekkingin á lífsspekinni. «Hvemig ætti ég að lifa lífinu?» er sú spuming sem hann gerði að meginviðfangsefni siðfræðinnar. Fræðigreinin fjallar því um það, að reyna að skilja tengsl þess sem er og þess sem ætti að vera. Öll eigum við ákveðin áhugamál og markmið og lifum lífi okkar samkvæmt því. í siðfræðinni hugleiðum við það, hvort við getum, samkvæmt skynsamlega réttlætanlegum skilningi á því (eða fyrirmynd að því) hvemig ætti að Iifa lífinu, metið það líf, sem við raunverulega lifum. Eigum við rétt á að hlúa að eigin hagsmunum eingöngu eða verðum við að beygja þá undir siðferðilegar kvaðir? Séum við bundin af siðferðilegum kvöðum, hvemig verða þær þá greindar og sannreyndar? SIÐFERÐISVALÞRÖNG OG SIÐFERÐILEG RÖKFÆRSLA Siðferðisvalþröng verður, þegar hægt er að höfða til siðferðilegrar yfirvegunar varðandi það, að framkvæma tvær andstæðar athafnir. Til þess að nálgast það, hvaða gerð eða athöfn er líklega rétt, þarf að beita siðferðilegri íhugun og siðferðilegri réttlœtingu (2). Siðferðilega rökfærslu (með íhugun og réttlœtingu) má setja upp í eftirfarandi einfölduð stigvenslunarþrep (3):

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.