Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 75

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 69 1.1. Lækni ber að sjá um það, að öll læknisfræðileg íhlutun sé gerð á þann hátt, að virt sé reisn, einkalíf, svo og heimspekileg og trúarleg viðhorf sjúklingsins. 1.2. Lækni er óheimilt að mismuna sjúklingi, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, trúar, stjómmálaskoðunar, þjóðemis, þjóðfélagsstöðu eða annarra sérkenna hans. 2.1. Læknir getur ekki neitað að gera aðkallandi læknisfræðilega íhlutun, sem er á færi hans og nauðsynleg er til þess, að bjarga lífi sjúklings eða til þess að koma í veg fyrir, að heilsu hans hraki alvarlega. 2.2. Læknir er í öðmm tilvikum en hermt er í fyrstu málsgrein, eigi skyldur til að gera læknisfræðilega íhlutun sem stríðir gegn samvizku hans. 3.1. Lækni ber að velja þá læknisfræðilegu íhlutun, sem hann telur bezt hæfa sjúklingi og veldur ekki ótilhlýðilegri hættu og er þá höfð hliðsjón af úrræðum læknisfræðinnar og læknislistarinnar og þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er. 4.1. Læknir má ekki gera eða mæla fyrir um læknisfræðilega íhlutun, nema að fyrir liggi samþykki sjúklings, sem fengið er án nauðungar og að fullnægðri upplýsingaskyldu, sé sjúklingur til þess fær. 4.2. Sé um minnihátar íhlutun að ræða, má gera ráð fyrir samþykki sjúklings vegna þess að hann leitaði læknis. Hins vegar ber að afla skýlauss og sérgreinds samþykkis sjúklings fyrir allar læknisfræðilegar íhlutanir, sem fela í sér áhættu fyrir sjúklinginn eða em honum viðkvæmar. Þó er gert ráð fyrir því í samykkt á læknisfræðilegri íhlutun, að í henni felist samþykkt á öllum öðrum íhlutunum, sem nauðsynlegar em til þess að íhlutunin takist, nema þær íhlutanir feli í sér vemlega hættu. 4.3. Sé sjúklingur ófær um að tjá samþykki sitt vegna heilbrigðisástands hans eða það sé svo knýjandi að taka ákvörðun, að ekki náist að gefa viðhlítandi upplýsingar, má gera læknisfræðilega íhlutun án samþykkis sjúklings, ef íhlutunin er áríðandi og nauðsynleg til þess, að bjarga lífi sjúklings eða til þess að koma í veg fyrir að heilsu hans hraki alvarlega. (Lækni ber að jafnaði að upplýsa sjúkling um ástand, meðferð og horfur. Eigi í hlut bam, unglingur yngri en 16 ára eða sjúklingur, sem ekki getur tileinkað sér upplýsingar, skulu þær veittar foreldri forráðamanni eða nánasta aðstandanda (2)). 5.1. Lækni ber að fá samþykki forráðamanns (lögráðamanns), ef sjúklingurinn er a) undir lögaldri b) ólögráða af öðmm orsökum og ófær um að skilja hvað í samþykkinu felst. 5.2. Sé sjúklingur undir lögaldri fær um að skilja (hvað í samþykkinu felst), skal falast eftir skoðun hans og hún tekin til greina, að svo miklu leyti sem hægt er. Sé íhlutun minniháttar, er samþykki þess, sem undir lögaldri er, látið nægja. Hægt er í landslögum að ákveða aldur, sem er lægri en lögaldur og geti sjúklingur frá þeim tíma gefið gilt samþykki. 5.3. Sé sjúklingur ólögráða, en yfir lögaldri og fær um að skilja (hvað í samþykkinu felst), telst samþykki hans nægjanlegt. 5.4. Læknisfræðilega íhlutun má gera án jáyrðis forráðamanns (lögráðamanns), ef ekki er hægt að afla samþykkis, vegna þess að íhlutunin er áríðandi og nauðsynleg til þess að bjarga lífi sjúklings eða til þess að koma í veg fyrir að heilsu hans hraki alvarlega. 5.5. Neiti forráðamaður (lögráðamaður) að gefa samþykki sitt og sé íhlutunin nauðsynleg til þess að bjarga lífi sjúklingsins eða til þess að koma í veg fyrir að heilsu hans hraki alvarlega, ber lækni að vísa málinu til réttra yfirvalda til úrskurðar. 6.1. Lækni ber að veita þeim einstaklingi, sem til hans leitar, nægjanlegar upplýsingar til þess að gera honum kleift að gefa samþykki, að fullu meðvita um staðreyndir málsins. Upplýsingamar verða að vera vel skiljanlegar og aðlagaðar skilningsgetu og sálrænu ástandi sjúklings eða annars einstaklings, sem þær eru veittar. Undir það fellur hversu alvarlegur sjúkleikinn er, hugsanlegur ábati og áhætta tengd íhlutun, sem lagt er til að gerð verði, hugsanlegar valíhlutanir ef við á og hugsanlegar afleiðingar þess að íhlutun sé ekki gerð. 7. Lækni ber að gefa sjúklingi á viðeigandi hátt þær upplýsingar, sem hann býr yfir, ef sjúklingurinn fer fram á það - annað hvort

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.