Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 69 1.1. Lækni ber að sjá um það, að öll læknisfræðileg íhlutun sé gerð á þann hátt, að virt sé reisn, einkalíf, svo og heimspekileg og trúarleg viðhorf sjúklingsins. 1.2. Lækni er óheimilt að mismuna sjúklingi, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, trúar, stjómmálaskoðunar, þjóðemis, þjóðfélagsstöðu eða annarra sérkenna hans. 2.1. Læknir getur ekki neitað að gera aðkallandi læknisfræðilega íhlutun, sem er á færi hans og nauðsynleg er til þess, að bjarga lífi sjúklings eða til þess að koma í veg fyrir, að heilsu hans hraki alvarlega. 2.2. Læknir er í öðmm tilvikum en hermt er í fyrstu málsgrein, eigi skyldur til að gera læknisfræðilega íhlutun sem stríðir gegn samvizku hans. 3.1. Lækni ber að velja þá læknisfræðilegu íhlutun, sem hann telur bezt hæfa sjúklingi og veldur ekki ótilhlýðilegri hættu og er þá höfð hliðsjón af úrræðum læknisfræðinnar og læknislistarinnar og þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er. 4.1. Læknir má ekki gera eða mæla fyrir um læknisfræðilega íhlutun, nema að fyrir liggi samþykki sjúklings, sem fengið er án nauðungar og að fullnægðri upplýsingaskyldu, sé sjúklingur til þess fær. 4.2. Sé um minnihátar íhlutun að ræða, má gera ráð fyrir samþykki sjúklings vegna þess að hann leitaði læknis. Hins vegar ber að afla skýlauss og sérgreinds samþykkis sjúklings fyrir allar læknisfræðilegar íhlutanir, sem fela í sér áhættu fyrir sjúklinginn eða em honum viðkvæmar. Þó er gert ráð fyrir því í samykkt á læknisfræðilegri íhlutun, að í henni felist samþykkt á öllum öðrum íhlutunum, sem nauðsynlegar em til þess að íhlutunin takist, nema þær íhlutanir feli í sér vemlega hættu. 4.3. Sé sjúklingur ófær um að tjá samþykki sitt vegna heilbrigðisástands hans eða það sé svo knýjandi að taka ákvörðun, að ekki náist að gefa viðhlítandi upplýsingar, má gera læknisfræðilega íhlutun án samþykkis sjúklings, ef íhlutunin er áríðandi og nauðsynleg til þess, að bjarga lífi sjúklings eða til þess að koma í veg fyrir að heilsu hans hraki alvarlega. (Lækni ber að jafnaði að upplýsa sjúkling um ástand, meðferð og horfur. Eigi í hlut bam, unglingur yngri en 16 ára eða sjúklingur, sem ekki getur tileinkað sér upplýsingar, skulu þær veittar foreldri forráðamanni eða nánasta aðstandanda (2)). 5.1. Lækni ber að fá samþykki forráðamanns (lögráðamanns), ef sjúklingurinn er a) undir lögaldri b) ólögráða af öðmm orsökum og ófær um að skilja hvað í samþykkinu felst. 5.2. Sé sjúklingur undir lögaldri fær um að skilja (hvað í samþykkinu felst), skal falast eftir skoðun hans og hún tekin til greina, að svo miklu leyti sem hægt er. Sé íhlutun minniháttar, er samþykki þess, sem undir lögaldri er, látið nægja. Hægt er í landslögum að ákveða aldur, sem er lægri en lögaldur og geti sjúklingur frá þeim tíma gefið gilt samþykki. 5.3. Sé sjúklingur ólögráða, en yfir lögaldri og fær um að skilja (hvað í samþykkinu felst), telst samþykki hans nægjanlegt. 5.4. Læknisfræðilega íhlutun má gera án jáyrðis forráðamanns (lögráðamanns), ef ekki er hægt að afla samþykkis, vegna þess að íhlutunin er áríðandi og nauðsynleg til þess að bjarga lífi sjúklings eða til þess að koma í veg fyrir að heilsu hans hraki alvarlega. 5.5. Neiti forráðamaður (lögráðamaður) að gefa samþykki sitt og sé íhlutunin nauðsynleg til þess að bjarga lífi sjúklingsins eða til þess að koma í veg fyrir að heilsu hans hraki alvarlega, ber lækni að vísa málinu til réttra yfirvalda til úrskurðar. 6.1. Lækni ber að veita þeim einstaklingi, sem til hans leitar, nægjanlegar upplýsingar til þess að gera honum kleift að gefa samþykki, að fullu meðvita um staðreyndir málsins. Upplýsingamar verða að vera vel skiljanlegar og aðlagaðar skilningsgetu og sálrænu ástandi sjúklings eða annars einstaklings, sem þær eru veittar. Undir það fellur hversu alvarlegur sjúkleikinn er, hugsanlegur ábati og áhætta tengd íhlutun, sem lagt er til að gerð verði, hugsanlegar valíhlutanir ef við á og hugsanlegar afleiðingar þess að íhlutun sé ekki gerð. 7. Lækni ber að gefa sjúklingi á viðeigandi hátt þær upplýsingar, sem hann býr yfir, ef sjúklingurinn fer fram á það - annað hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.