Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Síða 19

Læknablaðið - 15.04.1996, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 277 könnun áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma (1,2). Á íslandi er rannsóknin fólgin í sam- ræmdri skráningu allra tilfella bráðrar krans- æðastíflu í landinu frá ársbyrjun 1981 í minnst 10 ár og tvisvar á rannsóknartímanum fer fram skráning á meðferð minnst 500 tilfella, við upphaf og í lokin. Fyrri meðferðarskráning- unni er lokið og spannar hún árin 1982-1983. Á þessu tímabili var meðferð með segaleysandi lyfjum ekki hafin á íslandi (3) og gefst því sérstakt tækifæri til að meta árangur lækninga- aðgerða og lífshorfur eftir bráða kransæða- stíflu út frá því. Áður birtar niðurstöður rannsókna hérlend- is sýna, að dánartíðni af völdunt kransæðasjúk- dóms meðal íslendinga hefur farið lækkandi á síðustu árum (3). Hún náði hámarki á árunum 1966-1970 en lækkaði eftir 1980. Frá 1981 til 1986 hefur dánartíðni af völdum bráðrar krans- æðastíflu meðal karla lækkað úr 45% í 36% eða um 20%. Talið hefur verið að meginhluta lækkunarinnar megi skýra með breytingum á lífsvenjum en bætt meðferð hefur fengið minna vægi (4). Á seinni hluta þessa tímabils hafa orðið um- talsverðar breytingar á sjúkrahúsmeðferð vegna bráðrar kransæðastíflu. Notkun 6- blokkandi lyfja varð algeng enda sýndu er- lendar rannsóknir fram á lækkaða dánartíðni í völdum hópum, sem nant 15-18%, blóðþynn- ingarmeðferð og kransæðaaðgerðir hafa einnig verið taldar bæta lífshorfur (5-8). Eftir 1983 hefst meðferð með blóðsegaleys- andi lyfjum almennt og hefur meðferðin haft veruleg áhrif til lækkunar dánartíðni eftir bráða kransæðastíflu. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á áhrifum blóðsegaleysandi lyfja hefur lækkunin verið metin á milli 18- 47% (9). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna meðferð á bráðri kransæðastíflu á árunum 1982-1983 og meta lífshorfur eftir kransæða- stíflu út frá þáttum sem kunna að hafa áhrif á þær með því að fylgja þeim sjúklingum eftir sem fengu meðferð á sjúkrahúsum fram til árs- loka 1989. Efniviður og aðferðir í meðferðarskráningu MONICA rannsókn- arinnar voru í samfelldri röð yfirfarin öll tilfelli bráðrar kransæðastíflu meðal karla og kvenna á aldrinum 25-64 ára fyrir árin 1982 og 1983. Fylgt er skilmerkjum sem lýst er í handbók MONICA rannsóknarinnar (1,2,10). Á ofangreindu tímabili voru skráð 527 tilfelli af kransæðastíflu. Af þeim voru átta sjúklingar erlendis, sjö fengu kransæðastíflu á sjúkrahúsi er þeir voru þar í meðferð vegna annarra sjúk- dóma og eru þessir sjúklingar ekki í uppgjöri þessu né endurtekin tilfelli sem urðu 26 og er einungis fyrsta skráning með hér. Eftirfarandi rannsókn nær því til 486 karla og kvenna með bráða kransæðastíflu. Greiningaratriðum og flokkun tilfella MONICA rannsóknarinnar er nákvæmlega lýst í handbók MONICA rannsóknarinnar (1). Þau eru: Flokkur 1 = bráð kransæðastífla; flokkur 2 = hugsanleg bráð kransæðastífla; flokkur 3 = hjartastopp; flokkur 4 = ekki bráð kransæðastífla og flokkur 9 = ófullnægjandi upplýsingar. I þessari rannsókn er eingöngu stuðst við heimildir um þá sem töldust í flokkum 1 og 2, ákveðin bráð kransæðastífla eða hugsanleg bráð kransæðastífla. í þremur tilvikum var flokkur 3 tekinn með, það er hjartastopp með árangursríkri endurlífgun þar sem skilmerkj- um 1 og 2 er ekki fullnægt, en greining sjúkra- húss var bráð kransæðastífla. Greining bráðrar kransæðastíflu byggðist á klínískri sögu um einkenni, hjartalínuritum, ensímgildum, krufningarniðurstöðum og fyrri sögu um hjartasjúkdóm. Breytingar á hjartalínuriti voru greindar samkvæmt Minnesota lykli; nýjar Q- bylgjur, og/eða ST-bil hækkun yfir 2 mm í brjóstleiðsl- um Vl-4 eða yfir 1 mm í V5 og V6, það er áverki á framvegg; nýjar Q bylgjur og/eða ST- bil hækkun yfir 1 mm í II, III og AVF, það er áverki á undir- eða hliðarvegg; ST-bil lækkun yfir 1 mm án þróunar Q-bylgju eða ST-bil hækkun í brjóstleiðslum, það er áverki undir hjartaþeli; áverki án ofangreindra línurits- breytinga af ótilgreindri staðsetningu og nýtt greinrof (6). Með þessum hætti var áverki á hjartað flokkaður í áverka á framvegg, undir- vegg eða undirþel eða áverka af ótiltekinni staðsetningu þar með talið greinrof. Greind voru fyrsta og síðasta hjartalínurit ásamt þeim ritum þar á milli sem sýndu mestar breytingar. Úr sjúkraskrám fengust upplýsingar um tíma frá upphafi einkenna, ástand sjúklings við komu á sjúkrahús, púls- og blóðþrýstingsmæl- ingar, lyfjameðferð við komu ásamt upplýsing- um um meðferð á sjúkrahúsi og lyfjameðferð við útskrift. Upplýsingar um þá sem létust eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.