Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 25

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 283 á dánartíðni hafi aðallega orðið meðal ein- staklinga undir 75 ára aldri (4). í þessari rannsókn er gerð grein fyrir afdrif- um 486 karla og kvenna undir 65 ára aldri, sem fengu bráða kransæðastíflu á árunum 1982- 1983 og lífshorfum þeirra til ársloka 1989. Kynjaskipting hópsins, 20% konur og 80% karlar, er ekki óvenjuleg enda er hún nánast sú sama og frá er greint í GISSI I rannsókninni sem náði til 11.806 sjúklinga (12). Um fjórðung- ur sjúklinga með bráða kransæðastíflu lést skyndilega utan sjúkrahúsa, hlutfall kynjanna er svipað. Um helmingur sjúklinga sem lést utan sjúkrahúsa var krufinn og greiningin stað- fest hjá unr helmingi þeirra en talin möguleg meðal hinna. I þeim tilvikum hefur kransæða- sjúkdómur verið talinn til staðar en ekki grein- anleg merki um ferskan áverka. Þáttur takt- truflana í þessum hópi sjúklinga verður ekki metinn. í uppgjöri Borgarspítalans 1976-1979 um endurlífgun eftir hjartastopp var sleglatif (ventricular fibrillation) fyrir hendi hjá 41% sjúklinga (13). Náði rannsóknin til 222 sjúk- linga og var 25% af hópnum konur, en í okkar hópi er hlutfall kvenna nokkuð lægri og er líklegt að aldursmörkin skýri muninn. Meðaltímalengd fyrir innlögn (átta klukku- stundir) er nokkuð löng og skekkist vegna nokkurra sjúklinga sem komu mjög seint á sjúkrahús. A fyrstu klukkustundinni eru 40% sjúklinga þegar búnir að fá fyrstu bráðaþjón- ustu og 70% innan fjögurra stunda. Þessar töl- ur virðast hagstæðari eða svipaðar og greint er frá annars staðar (12,14). í ISIS II rannsókn- inni voru 45% sjúklinga komnir á sjúkrahús innan fjögurra stunda (16). Upplýsingar eða merki á hjartariti um fyrri kransæðastíflu voru fyrir hendi hjá 22% sjúk- linga, 24% karla og 13% kvenna. Þessar tölur eru nokkru lægri en sambærilegar tölur úr rannsókn á Landakotsspítala fyrir árin 1981- 1985 (15). Þar fundust merki um fyrri krans- æðastíflu hjá 27% sjúklinga, en aftur á móti var aldursdreifingin mun víðari (11). Hins vegar var saga um fyrri kransæðastíflu meðal 15% þátttakenda í GISSI I rannsókninni (12). Um áhættuþætti kransæðasjúkdóma verður lítið sagt, enda ekki markmið þessa saman- burðar. Þó kom í ljós að töluverður misbrestur virtist vera á skráningu reykingavenja sjúk- linga. Stór hluti sjúklinga með bráða krans- æðastíflu reyndist þó nota tóbak. Heildardánartíðni sjúklinga innan 28 daga reyndist 12,4% (45/362) sem gæti virst nokkuð hátt borið saman við 13% innan eins árs í við- miðunarhópi í GISSII þar sem 35% sjúkling- anna voru yfir 65 ára aldri og 11% voru eldri en 75 ára enda var dánartíðni 7,7% hjá sjúkling- um 65 ára og yngri (12). Líkleg skýring á þess- unr mun er þó, að sjúklingar í bráðri lífshættu, sem deyja á fyrstu klukkustundum sjúkrahús- vistar, voru ekki teknir inn í ítölsku rannsókn- ina. I þekktri rannsókn frá Washington ríki reyndist sex vikna dánartíðni þeirra sem ekki fengu segaleysandi meðferð vera 12%, en þeir veikustu voru ekki teknir inn í rannsóknina enda voru einungis 1,7% sjúklinganna í losti (14). Til samanburðar má geta þess að við sega- leysandi meðferð í bráðri kransæðastíflu hér- lendis hefur 10 mánaða dánartíðni meðal 33 sjúklinga, þar sem meðalaldur var 56 ár, reynst 6% en 42 daga dánartíðni reyndist 4,7% í TIMI II rannsókninni (3,17). í hjartastopp fóru 13% þeirra sjúklinga sem lögðust á sjúkrahús, en við greindum ekki á milli sleglatifs og upphafins hjartsláttar, þar sem MONICA-rannsóknin gerir ekki mun á þessu tvennu. Af þeim sem fóru í hjartastopp létust 50% innan 28 daga. Þess má geta að sleglatif kom fyrir hjá 2,8% sjúklinga í GISSII og létust 11% en 5,9% dánartíðni var í viðmið- unarhópi án takttruflana (12). í GISSI II fóru 12,7% sjúklinga annaðhvort í hjartastopp eða fengu alvarlegar takttruflanir frá sleglunr (18), en í ISIS II var þessi tala 8,6% og náðu 40% þeirra að útskrifast (16). Skipting áverka á hjarta eftir staðsetningu samkvæmt hjartariti er svipuð og greint er frá annars staðar. Það vekur athygli að ekki reyndist marktækur munur á heildardánartíðni kynjanna hvorki innan 28 daga né innan átta ára, en í öðrum rannsóknum hefur dánartíðni kvenna verið hærri (17,20). Líklegt er að ald- ursmörkin skýri að nokkru þessar niðurstöður, það er að eldri konur kunni að vera í meiri áhættu. Raunar er dánartíðnin marktækt aukin meðal kvenna með áverka á undirvegg og reyndist 21% (p = 0,039) en þar sem hér er unr lágar heildartölur að ræða verður að taka þeirri niðurstöðu með varúð. Langtímahorfur eftir bráða kransæðastíflu eru þekktar úr eldri rannsóknum en hafa ekki náð til heillar þjóðar eins og hér er greint frá (19-21). Eftir fyrsta mánuð frá áfalli fram til 1. desember 1989 eða rúmlega sjö ár að meðaltali létust 23% sjúklinga (85/362) til viðbótar. í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.