Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 26

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 26
284 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 rannsókn frá Minnesota voru bornar saman horfur eftir kransæðastíflu hjá sjúklingum á aldursbilinu 30-74 ára, fyrir árin 1970 og 1980. Þar kom í ljós að 72% og 79% karla og 68% og 73% kvenna voru á lífi eftir fjögur ár frá áfalli (20). Tölur okkar við fjögurra ára mörkin reyndust 68% lifun meðal karla og 74% meðal kvenna, og er munurinn ekki marktækur. Ný- lega hafa birst tölur um fimm ára lifun úr áður- nefndri rannsókn frá Washington ríki (19) og sýna niðurstöður að 80% þeirra sem fá sega- leysandi lyf voru á lífi fimm árum síðar en 76% í viðmiðunarhópi, og var þessi munur ekki nrarktækur. Fall á blóðþrýstingi með hjartalosti sést eftir bráða kransæðastíflu hjá 15-16% sjúklinga og hefur dánartíðni reynst há en er þó talin fara lækkandi (22). Blóðþrýstingur undir 100 mm Hg í slagbili fannst hjá 8% sjúklinga í okkar rannsókn og létust 43% innan 28 daga en 68% innan átta ára. í rannsókn Landakotsspítala voru 10% sjúklinga taldir í losti (15) en í nokk- urra ára uppgjöri frá Massachusetts ríki voru að meðaltali 7,5% (6,7-9,1%) taldir í losti og létust 77% þeirra í sömu sjúkrahúslegu en dán- artíðni hinna sem ekki fóru í lost var 14% (20). Þótt rannsóknir þessar séu verulega frábrugðn- ar hver annarri hvað varðar skilgreiningar, kemur þó greinilega í ljós í rannsóknum þess- um hversu alvarlegar afleiðingar blóðþrýst- ingslækkun hefur á horfur sjúklinga. Skráning lyfjanotkunar í rannsókn þessari leiðir í ljós að við upphaf einkenna um hjarta- áfall reynast konur mun oftar en karlar vera á nreðferð með nítrötum, þvagræsi- og 8-blokk- andi lyfjum. Á þessum mun eru ekki bornar fram neinar skýringar enda ekki á færi rann- sóknar sem þessarar að gefa slík svör. Hins vegar má geta þess til að hluti skýringarinnar sé aukin tíðni háþrýstings meðal kvenna sem síð- ar fá hjartaáföll. í annan stað kemur fram að fáir voru á meðferð með aspiríni enda var gagnsemi þeirrar meðferðar ekki vel þekkt á þessum tíma (23). í niðurstöðum kemur einnig fram hvaða lyf voru mest notuð f meðferð við bráðri krans- æðastíflu og gefa Cox stuðlar til kynna að sjúk- lingar meðhöndlaðir með dígítalis- og þvag- ræsilyfjum fyrir upphaf kransæðastíflu hafi lak- ari langtímahorfur. Ætla má að skýringar á þessu séu að þeir sjúklingar hafi haft hjartabil- un og/eða háan blóðþrýsting. Á hinn bóginn kemur í ljós, að horfur reynast mun betri hjá þeim hópi sjúklinga sem fékk meðferð með blóðþynningu af einhverju tagi á sjúkrahúsi, þótt sú meðferð væri ekki veitt áfram eftir útskrift nema í fáum tilvikum. Vera kann að sá hópur sjúklinga hafi ef til vill síðar fengið aðra meðferð svo sem hjartaskurðaðgerðir, en tæp- lega getur það skýrt allan muninn. Rannsókn okkar var ekki sérstaklega ætlað að meta ár- angur meðferðar með hinum ýmsu lyfjum eða aðgerðum enda eflaust mjög mismunandi með hvaða hætti einstakir sjúklingar voru í raun meðhöndlaðir. Á hitt rnætti þó benda, að frarn eru komnar rannsóknir sem hafa gefið til kynna gagnsemi heparín meðferðar eftir bráða kransæðastíflu og sömuleiðis eru til eldri rann- sóknir sem hafa haldið fram notagildi blóð- þynningar með k-vítamínhemjandi lyfjum eftir bráða kransæðastíflu (8,24). Heildarniðurstöður sýna að langtímahorfur eftir bráða kransæðastíflu voru svipaðar eða betri en oft gerðist meðal tæknivæddra þjóða samkvæmt áður birtum rannsóknum, en alveg sambærilegar tölur er ná til heillar þjóðar eins og hér, hafa ekki birst. Sýnt var fram á slæmar horfur samfara lækk- un blóðþrýstings við bráða kransæðastíflu og hjartabilun. Þá virtist blóðþynnandi meðferð koma að haldi. HEIMILDIR 1. Tunstall-Pedoe H. The World Health Organization MONICA Project (Monitoring Trends and Determi- nants in Cardiovascular Disease): a Major International Collaboration. J Clin Epidemiol 1988; 41: 105-14. 2. World Health Organization. Proposal for the multina- tional monitoring of trends and determinants in cardio- vascular disease and protocol (Monica Project). Gene- va: WHO, 1983 (WHO/MNC/82.1). 3. Jónsson JJ, Óskarsson H. Þorgeirsson Gu, Þorgeirsson Ge. Eyjólfsson Ó, Harðarson Þ. Segaleysandi meðferð við bráðri kransæðastíflu. Árangur meðferðar hjá fyrstu þrjátíu og þremur íslensku sjúklingunum. Læknablaðið 1986; 72: 191-8. 4. Sigfússon N, Sigvaldason H, Steingrímsdóttir L, Guð- mundsdóttir II, Stefánsdóttir I. Þorsteinsson Þ, Sigurðs- son G. Decline in ischaemic heart disease in Iceland and change in risk factor levels. BMJ 1991; 302: 1371-5. 5. ACC/AHA Guidelines for the early management of patients with acute myocardial infarction. A report of the American College of CardioIogy-/American Heart Association Task Force on Assessment of Diagnostic and Therapeutic Cardiovascular procedures. Circula- tion 1990; 82: 664-707. 6. ISIS-1 (International Study of Infarct Survival) Collab- orative Group. Randomised trial of intravenous ateno- lol among 16027 cases of suspected acute myocardial infarction: ISIS-1. Lancet 1986; iii: 57-66. 7. Yusuf S, Peto R, Lewis J, Collins R, Sleight P. Beta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.