Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
287
ar þeirra er haldinn kalkskorti er þarfnast með-
ferðar. Mjög hátt hlutfall sjúkra kirtla fundust í
aðgerð, nriðað við það senr gerist á sérhæfðunr
innkirtlaskurðdeildum, en há tíðni varanlegra
fylgikvilla sýnir, að nákvæm leit að sjúkum
kirtli/kirtlum hafi verið framkvæmd á kostnað
heilbrigðra kirtla.
Inngangur
Á síðasta áratugi hefur orðið talsverð aukn-
ing erlendis á greiningu á ofstarfsemi í kalk-
kirtlum hjá einkennalitlum eða einkennalaus-
um sjúklingum. Þróun þessa má ef til vill rekja
til aðgengilegra skimrannsókna sem ný tækni
gefur kost á, svo og til aukinnar árvekni lækna
gagnvart margvíslegum einkennum þessa sjúk-
dóms.
Ofstarfsemi í kalkkirtlum er ein algengasta
orsök hækkaðs sermiskalks hjá annars heil-
brigðum einstaklingum (1).
í Rochester, Minnesota, Bandaríkjunum er
árleg nýgreining á ofstarfsemi í kalkkirtlum 100
á 100.000 íbúa, þar af 200 á 100.000 konur sem
komnar eru yfir miðjan aldur (2). Annars stað-
ar hefur nýgengi reynst jafnvel enn hærra (3).
Nýgengi frumofstarfsemi kalkkirtla hefur ekki
verið kannað hér á landi, en á tímabilinu 1985-
1989 gengust 5,2 sjúklingar af 100.000 undir
aðgerð á ári vegna sjúkdómsins (4). Ályktun
um nýgengi sjúkdómsins á grundvelli þeirra
upplýsinga er vafasöm því tæpast eru allir
skornir sem greinast.
Menn eru ekki á eitt sáttir um það hvort
skera beri upp vegna einkennalausrar ofstarf-
semi kalkkirtla eða hvort nægjanlegt sé að
fylgjast með framvindu sjúkdómsins. Veiga-
rnikil rök hníga þó að því, að meðhöndla beri
sjúkdóminn áður en einkenna verði vart. Að-
gerðin sjálf er áhættulítil sé sjúklingur á annað
borð skurðtækur. Dánartíðni við aðgerð er
innan við 1%. Varanlegir og alvarlegir fylgi-
kvillar eru fátíðir, en helstir þeirra raddbanda-
lömun hjá innan við 1% sjúklinga og varanleg-
ur kalkskortur hjá einungis 1-3% þeirra sjúk-
linga sem skornir eru í fyrsta sinn (5-7). Sýnt
hefur verið fram á, að nýrnakölkun og nýrna-
steinamyndun orsakast fremur af kalkvaka-
hækkun en hækkun á kalki í sermi (8-10). Of-
starfsemi kalkkirtla getur valdið hækkun á
blóðþrýstingi, óháð því hvort um skerta nýrna-
starfsemi er að ræða eða ekki. Ekki ber rann-
sóknarniðurstöðum saman um það, hvort
blóðþrýstingur lækki hjá háþrýstingssjúkling-
um eftir aðgerð (5,11). Sýnt hefur verið fram á
aukna hættu á þykknun í vegg vinstri slegils,
kölkun í hjartavöðva, ósæð og míturloku hjá
sjúklingum með ofstarfsemi í kalkkirtlum, allt
breytingar sem ganga nokkuð til baka eftir
árangursríka skurðaðgerð (12). Aukin og al-
varleg beingisnun með samfalli á hryggjarlið-
um sést hjá sjúklingum með annars einkenna-
lausa ofstarfsemi kalkkirtla (13).
Markmið þessarar rannsóknar var:
Að kanna árangur skurðaðgerða á Landa-
kotsspítala vegna ofstarfsemi kalkkirtla á tíma-
bilinu 1973-1994.
Að kanna vefjafræðilegar orsakir sjúkdóms-
ins hjá ofangreindum sjúklingum.
Að kanna hvaða einkenni leiddu til sjúk-
dómsgreiningar.
Efniviður og aðferðir
Gerð var afturskyggn rannsókn á sjúkra-
skrám þeirra sjúklinga á Landakotsspítala á
tímabilinu 1973-1994 sem gengust undir aðgerð
vegna ofstarfsemi kalkkirtla. Sjúklingarnir
voru alls 42, níu karlmenn og 33 konur. Mið-
aldur var 66,4 ár (37-84 ár). Tveir sjúklingar
höfðu greinst með fjölinnkirtlaæxli fyrir að-
gerð. Allir sjúklingarnir fengu sjúkdómsgrein-
inguna frumofstarfsemi í kalkkirtlum.
Fengnar voru upplýsingar hjá heimilis-/
heilsugæslulækni eða sjúklingur fenginn í blóð-
töku ef vafi lék á kalkgildum í sermi eftir að-
gerð. Kalkvaki var mældur og kalk í sermi
þeirra sjúklinga sem höfðu greinst með vefja-
auka eða tvöföld kirtilæxli.
Ástæða sjúkdómsgreiningar eða þau ein-
kenni sem leiddu til mælingar á sermiskalki eru
skráð samkvæmt upplýsingum sem fram komu
í sjúkraskrá.
Háþrýsting töldust þeir sjúklingar hafa senr
voru á lyfjameðferð vegna hans.
Til geðrænna truflana töldust svefntruflanir,
minnisleysi, sljóleiki, rugl og þunglyndi.
Gildi sermiskalks fyrir aðgerð rniðast við
hæsta gildi sem mældist (mmól/1). Kalkvaki í
sermi var mældur fyrir aðgerð hjá 36 sjúkling-
um, en niðurstöður þriggja mælinga fundust
ekki er rannsóknin var gerð. Kalkvaki var ekki
nrældur hjá sex sjúklingum er skornir voru upp
á tímabilinu 1973-1980. Mælingar á kalkvaka
voru gerðar á fjórum mismunandi stöðunr:
Mayo Clinic í Bandaríkjunum, Medicinsk La-
boratorium í Kaupmannahöfn, Borgarspítal-
anum og Landakotsspítala í Reykjavík. Gildi