Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 34

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 34
290 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Einn sjúklingur varð hás eftir aðgerð, en ekki tókst að fá upplýsingar um hvort hæsin batnaði er frá leið. Einn fékk lungnabólgu í kjölfar aðgerðar. Enginn sjúklingur lést í kjöl- far aðgerðar. Fimm sjúklingar voru látnir er þessi rannsókn var gerð. Dánarorsök þeirra verður ekki rakin til aðgerðar eða ofstarfsemi í kalkkirtlum. Sermiskalk eða kalkvaki þeirra sjúklinga er greindust með vefjaauka eða tvö- föld kirtilæxli voru mæld á ný. Tveir sjúklingar, báðir með vefjaauka, reyndust vera með hækk- un á kalkvaka í sermi, báðir níu árum eftir aðgerð. Annar þessara sjúklinga var með eðli- legt sermiskalk, hinn með lækkað. Umræða Markmið skurðaðgerða vegna ofstarfsemi kalkkirtla er 100% lækning við fyrstu aðgerð. Enduraðgerð er talin óæskileg þar sem líkur á fylgikvillunr aukast og möguleikar á því að finna sjúkan kirtil minnka í hvert sinn sem skorið er (5). Slíkt markmið er þó óraunhæft sé um vefjaauka að ræða því þar eru 11-55% líkur á að sjúkdómurinn taki sig upp allt að 12 árum eftir aðgerð, þrátt fyrir brottnám þriggja og hálfs kirtils (5). Þeir sjúklingar sem skornir voru á Landakotsspítala á tímabilinu 1973- 1994 vegna ofstarfsemi kalkkirtla fengu lækn- ingu af sjúkdómnum í 97,5% tilfella við fyrstu skurðaðgerð sé miðað við eitt ár eftir aðgerð. Því til samanburðar má nefna að árangur fyrstu aðgerðar á sérhæfðum innkirtlaskurðdeildum er yfirleitt 90-95% (5,14,15). Tíðni varnalegra fylgikvilla var há. Þrír sjúklingar (rúm 7%) hlutu varanlegan kalk- skort í kjölfar aðgerðar og þarfnast ævilangrar lyfjameðferðar þess vegna. Því til samanburð- ar má nefna, að árangur sams konar skurðað- gerða á Borgarspítalanum á tímabilinu 1985- 1989 var 88% lækning við fyrstu aðgerð. Hins vegar voru varanlegir fylgikvillar engir (4). Niðurstöður þessara tveggja rannsókna lýsa í hnotskurn þeim vanda sem fylgir skurðaðgerð- um vegna offramleiðslu kalkvaka. Sé leitað vandlega eykst hættan á fylgikvillum. Sé var- lega farið, læknast færri. Vandinn liggur í því að lítið finnst með hefðbundnum staðsetning- arrannsóknum eins og technetium-thallium frá- dráttarskanni og ómskoðun á hálsi (5), einnig í því hve kalkkirtlar eru oft afbrigðilega stað- settir og síðast en ekki síst í erfiðleikum við greiningu á milli vefjaauka og kirtilæxlis í að- gerð og við rannsókn á frystiskurðarsýnum. Nýjar rannsóknaraðferðir til að staðsetja og mæla starfsemi kalkkirtla fyrir aðgerð og í að- gerð geta hjálpað til við lausn þess vanda sem fjölkirtlasjúkdómur eða afbrigðileg staðsetn- ing kalkkirtils hefur í för með sér. Technetium 99m sestamibi joð 123 skann af kalkkirtlum virðist taka öðrum staðsetningarrannsóknum fram bæði að næmi (87,5%) og sértæki (100%) (16-18). Skyndimælingar á lækkun kalkvaka (19) og/eða ómskoðun á hálsi í aðgerð hjálpa til við mat á því hvort aðgerð hafi heppnast eða ekki. Báðar þessar rannsóknaraðferðir gefa möguleika á einhliða rannsókn á hálsi í fyrstu skurðaðgerð hjá stórum hópi sjúklinga. Við það styttist aðgerðartíminn og líkur á fylgikvill- um minnka (16,20). Nákvæmari og öruggari staðsetningarrannssóknir munu gefa mögu- leika á aðgerð í staðdeyfingu hjá sjúklingum sem ekki þola svæfingu (21). Einnig auka þess- ar rannsóknaraðferðir líkur á árangursríkri að- gerð í fyrstu tilraun, einkum hjá sjúklingum með kirtilæxli. Niðurstöður þessarar rannsóknar undir- strika nauðsyn þess að fylgst sé ævilangt með sjúklingum er skornir hafa verið upp vegna frumofstarfsemi í kalkkirtlum. Þrír sjúklingar (7%) fengu sjúkdóminn aftur, eftir aðgerð sem í upphafi var vel heppnuð. Einn sjúklinganna var með kirtilæxli og tveir með vefjaauka. Alls greindust fjórir sjúklingar með vefjaauka og því eru 50% þeirra með endurvakinn sjúkdóm. Greining á kirtilæxli sem góðkynja er ekki mjög örugg vegna vandkvæða við endanlega vefjagreiningu í þeim tilfellum þar sem um ósamhverfan vefjaauka er að ræða. Einnig get- ur verið um ósamhverft fjölkirtilæxli að ræða (22). Lýst hefur verið ofstarfsemi kalkkirtla hjá sjúklingum þrátt fyrir eðlileg kalkgildi (23). Því vaknar sú spurning hvort nægjanlegt sé að fylgjast eingöngu með kalkgildum eftir aðgerð. Vefjarannsókn er annmörkum háð (4) og til að tryggja öryggi greiningar er gerð krafa um vefjaskoðun á fleiri en einum kalkkirtli hjá sjúklingum með ofstarfsemi kalkkirtla af völd- um kirtilæxlis (24-26). í þessarí rannsókn var kirtilæxlisgreiningin hjá tæplega helmingi sjúklinga studd vefjaskoðun á tveimur eða fleiri kalkkirtlum. Sautján (51,5%) sjúklingar fengu hins vegar meðhöndlun með brottnámi og vefjaskoðun einungis eins kalkkirtils, það er að segja kirtilæxlisins sjálfs. Reyndist árangur meðferðar sambærilegur eða nærri 100% hjá báðum hópum. Fitzgibbons (27) bendir á þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.