Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Síða 40

Læknablaðið - 15.04.1996, Síða 40
294 Fig. 1. Five ocrantitrypsin phenotypes obtained in the present study by isoelectric focusing in polyacrylamide gels. 1 = MM; 2 = MF; 3 — 1 9 MS; 4 = SZ; 5 = MZ. (granulocytes) og losa þeir prótínasann út í umhverfi sitt við áreiti svo sem við almenna bólgusvörun. Hann brýtur hratt niður elastín og ýmis önnur bandvefsprótín. Óhófleg virkni elsatasa vegna a^-andtrýpsínskorts leiðir til þess að elastín og aðrir mikilvægir þættir í bandvef hverfa með tímanum og vefurinn missir þar með miklilvæga eiginleika svo sem þanhæfni. Lungu manna eru verr sett en önnur líffæri hvað varðar óhóflega virkni elastasa, bæði vegna þess að þar safnast kjörnungar oft saman og styrkur arandtrýpsíns í lungna- blöðruvökva (alveolar fluid) er lágur í saman- burði við aðra líkamsvökva (2). Arfhreinir ZZ- einstaklingar hafa óeðlilega lágan arandtrýps- ínstyrk í öllum líkamsvökvum og eru því í mik- illi hættu á að fá lungnaþembu fyrir fertugt, einkum ef þeir reykja eða eru mikið í menguðu lofti (7-9). Arfblendnir SZ-einstaklingar eru einnig í aukinni hættu, en þó ekki eins mikilli og ZZ-einstaklingar. Z-arfgerðin tengist einn- ig lífshættulegri lifrarbilun hjá nýburum, skorpulifur og lifrarkrabbameini (10,11). aj-andtrýpsínskorti hefur aldrei verið lýst á íslandi og genaafbrigðin S og Z hafa aldrei fundist. Þar sem tíðni Z afbrigðisins meðal manna af norrænu kyni er sú hæsta í heimi þótti okkur áhugavert að kanna tíðni aj-andtrýpsíns svipgerða meðal íslendinga. 3 4 5 Efniviður og aðferðir Úrtak: Blóðsýnum var safnað á rannsókna- deild Borgarspítalans úr sjúklingum innan og utan spítalans og heilbrigðum einstaklingum, alls 511 manns. Meðalaldur í úrtaki var 48 ár. Rafdráttur: Blóðsýni voru skilin í skilvindu og sermi tekið af blóðkornum. 25 pL sermis var blandað 25 uL 50 mmól/L díthíóthreitól í þeim tilgangi að afoxa tvísúlfíðtengi prótína. Rafhvarfsmiðun var gerð í 1 mm þykkum 1% (w/v) pólýakrílamíð gelum eins og hefur verið lýst (12). Amfólín (pH 4,2 - 4,9 og 4,0 -6,0) voru fengin frá Pharmacia, Uppsölum, Sví- þjóð. Afoxuð sýni voru rafdregin við 1400 V, 50 mA og 20 W í einn tíma og síðan í tvo tíma við sömu spennu og straum en 30 W í tvo tíma. Eftir rafdrátt voru gelin fixeruð í eina klukku- stund í lausn sem innihélt 10% þríklórediksýru og 5% súlfsalisýlsýru. Prótín í gelum voru gerð sýnileg með því að leggja þau í litarlausn (0,2% Coomassie Blue R250 (w/v); 35% metanól (v/ v) /10% ediksýru (v/v)). Eftir aflitun í sömu lausn án Coomassie Blue R250 voru gelin at- huguð á ljósaborði og svipgerðir ttj-andtrýpsíns ákvarðaðar. Niðurstöður Mynd 1 sýnir polýakrýlamíð rafdráttargel með nokkrum svipgerðum aj-andtrýpsíns sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.