Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 45

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 299 saman við árið 1994. Athyglinni var beint að ástæðu endurtekinnar liðspeglunar og undanfarandi spegl- unar. Niðurstöður: Árið 1992 voru 18,2% af öllum lið- speglunum á hné endurteknar liðspeglanir og árið 1994 voru það 28,2%. Af 57 endurteknum liðspegl- unum 1992 voru 19 vegna fyrri liðþófabrottnáms, tvær eftir liðþófasaum, 21 vegna krossbandsvanda- mála og 15 höfðu aðra greiningu. Árið 1994 höfðum við 131 endurtekna liðspeglun. Þar af voru 33 kross- bandsaðgerðir. Afgangurinn voru 98 sjúklingar. Þegar sjúklingarnir voru skoðaðir með tilliti til fyrri Iiðspeglunar í staðdeyfingu fundust 48 sjúklinga. Núverandi aðgerð var beint að krossbandssinaað- gerð hjá 23 sjúklingum, hjá 18 sjúklingum var um að ræða endurteknar liðþófarifur og hjá sex sjúklingum var slit og liðmús hjá einum. I 13 af þessum 48 tilfellum var hægt að sjá að staðdeyfingin hefði verið aðalorsök endurliðspeglunar, það er 2,8% af öllum hnéliðspeglunum. Ályktun: Aukinn fjöldi endurtekinna liðspeglana var í fyrsta lagi vegna aukins fjölda fyrstu liðspegl- ana. I öðru lagi vegna undirbúnings fyrir kross- bandsaðgerðir. í þriðja lagi aðeins aukinn fjöldi end- urrifa eftir fyrri liðþófaaðgerðir. Við teljum að stöðluð eyðublöð fyrir liðspeglanir eigi að aðskilja fyrstu liðspeglanir frá seinni með númerum. Erindi flutt á Sportmedicin 2000 í júní 1995 í Stokkhólmi. 6. Magakrabbamein 1980-1994. Eitt hundrað og fjórtán aðgerðir á Landspítalanum Auður Smitli", Margrét Oddsdóttir11, Jónas Hallgrímsson21, Jónas Magnússon" "Handlœkningadeild Landspítalans, 21 Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafrœði Nýgengni magakrabbameins á íslandi hefur minnkað en er enn 24,1 hjá körlum og 11,8 hjá kon- um (á 100.000 íbúa á ári 1989-1993). Við fórum yfir sjúkraskrár sjúklinga sem teknir voru til aðgerða á Landspítalanum frá janúar 1980 til desember 1993 til að gera okkur grein fyrir árangri meðferðar. Við rannsökuðum vefjagreiningu, staðsetningu, TNM-stigun og tegund aðgerðar. Það voru 72 karl- menn (meðalaldur 71 árs, bil 21-90) og 42 konur (meðalaldur 68, bil 39-93). Garnafrumugerð var al- gengust eða 73%, blönduð gerð 23% og ógreinan- legir 4%. Æxlið var staðsett í nærþriðjungi maga í 18% tilvika, miðþriðjungi maga 24% tilvika og fjærþriðjungi maga í 40% tilvika, á mörgum stöðum í 16% tilvika og óþekkt staðsetning var í 2%. Af sjúklingum voru 22% á stigi Ia og Ib með fimm ára lifun 55% og 50%. Á stigum Illb og IV voru 54% með fimm ára lifun, 8% og 4%. Lifun fyrir tímabilin 1980-1984, 1985-89 og 1990-94 var ekki marktækt mismunandi. Greiningin early cancer jókst frá 14,6% 1984 til 32,5% 1990-94. Fjærmagaúrnám var algengasta aðgerðin 47,4%, síðan algjört brottnám maga 36,9% og úrnám nærhluta maga 15,8%. Dán- artalan var 12% (5/42) eftir algjört brottnám maga og 11% (6/54) eftir fjærúrnám maga og 6% (1/18) eftir næraðgerð. Dánartalan var 15% (6/40) tímabil- ið 1980-84, 11% (3/28) tímabilið 1985-89 og 6,5% (3/46) tímabilið 1990-94. Fylgikvillar eftir aðgerð voru algengir, 42% eftir algjört magaúrnám og 33% fyrir nær- og 22% fyrir fjærmagaúrnám. Magakrabbamein er enn heilbrigðisvandamál á íslandi, jafnvel þó nýgengi sé minnkandi. Greining á forstigskrabbameini (early gastric cancer) hefur aukist en lifun hefur ekkert breyst. Fylgikvillum eft- ir aðgerðir fækkaði og dánartala lækkaði en er samt of há. Lifun með tilliti til stigunar er samanburðar- hæf við aðrar rannsóknir með venjubundnum, léleg- um árangri. 7. Magakrabbamein á Borgarspítala 1981 til 1992 Gunnar Mýrdal, Helgi K. Sigurðsson, Þorvaldur Jónsson Skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi Gerð var afturskyggn könnun á öllum sjúklingum sem lögðust inn á skurðlækningadeild Borgarspítal- ans með nýgreint magakrabbamein á árunum 1981- 1992. Gagna var aflað úr sjúkraskrám. Alls komu 169 sjúklingar til meðferðar á tímabilinu, 112 karlar og 57 konur. Miðaldur var 70 ár (20-92), 70 ár hjá körlum og 73 hjá konum. Rétt greining lá fyrir hjá 94% fyrir skurðaðgerð, og var greining fengin með magaspeglun hjá 92% en röntgenrannsókn hjá 2%. Algengustu einkenni voru verkur í kvið (64%), megrun (46%), blóðskortur (25%), þemba (24%), uppköst (22%), melena (18%) og blóðuppköst (hematemesis) (9%). Krabbameinið var í magastúf hjá 16 sjúklingum. Skurðaðgerð var gerð hjá 157 sjúklingum en engin aðgerð hjá 12. Var það vegna útbreiðslu sjúkdóms hjá níu en lélegu almennu ástandi hjá þremur. Skurðaðgerð til könnunar ein- göngu var gerð hjá 18 sjúklingum. Líknandi (pall- itative) meðferð hjá 19, en reynd aðgerð til lækning- ar hjá 119. f þeim hópi var gerð fjar- (distal) brott- nám hjá 49, algjört magaúrnám hjá 51 og annað inngrip hjá 19. Skurðdauði var 2,5% (4/157). Meðal meiriháttar fylgikvilla má nefna atelectasis (22%), pleural effusion (18%), anastomosuleka (17%), graftarsótt (14%), íferð ílunga (13%), neðanþindar- ígerð (9%), sárrof 2% og fleygdrep (infarct) 1%. Af öllum sem fóru í aðgerð var æxlið bundið við slím- húð (early cancer) hjá 11% sjúklinga, vaxið inn í vöðvalög hjá 10%, og vaxið út á yfirborð maga án eitlameinvarpa hjá 10%. Eitlameinvörp án greinan- legra fjarmeinvarpa eða yfirvaxtar á aðlæg líffæri voru hjá 31%, en fjarmeinvörp eða yfirvöxtur hjá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.