Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 48
302 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 thyroidism) stafar af ofseytrun kalkkirtlihormóns (parathyroid hormone) frá einum eða fleiri kalk- kirtlum. Ofstarfsemin er talin stafa ýmist af ofvexti (hyperplasia) í öllum fjórum kirtlunum eða af góð- kynja æxlum (adenoma) í einum þeirra eða fleiri. Við kynnum tilfelli af ofstarfsemi í kalkkirtlum þar sem fundust fjögur góðkynja æxli í sama sjúklingi. Eftir því sem við komumst næst hefur ekki birst frásögn af slíku tilfelli í fagtímariti. Sjúklingur okkar gekkst þrisvar sinnum undir aðgerðir í leit að ofvirk- um kalkkirtlum. Ábendingar fyrir aðgerð voru kals- íumgildi yfir eðlilegum mörkum og endurteknir nýrnasteinar. Sjúklingur taldi sig einkennalausan að öðru leyti. Það er hins vegar vel þekkt að slíkir sjúklingar finni mikinn mun til batnaðar á almennri líðan eftir aðgerð. Tvö æxli fundust í fyrstu aðgerð, eitt æxli í annarri og í þeirri þriðju fannst æxli í miðmæti. Það var staðsett fyrir aðgerð með SPECT rannsókn og sneiðmynd. í dag er sjúklingur með einn þekktan eðlilega starfandi kalkkirtil (í upphafi hafði sjúklingur fimm kalkkirtla) og eru liðnir 10 mánuðir frá síðustu aðgerð. Lengi hefur verið karpað um það hvort góðkynja æxli í fleiri en einum kalkkirtli (multiple adenomas) skuli flokkað sem slíkt, eða sem ofvöxtur (hyper- plasia). Þetta hefur þýðingu fyrir meðferð, þar eð flestir sjúklingar læknast af ofstrfsemi í kalkkirtlum ef æxli er fjarlægt, en í ofvexti hefur reynst best að skilja eftir hluta eins kirtils. Gerð verður grein fyrir vandamálum tengdum greiningu og meðferð sjúk- linga með fleiri en eitt góðkynja æxli í kalkkirtlum. 14. Höfuðverkur vegna mænuvökvadeyfingar eftir notkun 26 G sérhannaðrar mænunálar og utanbaststækni Gísli Vigfússon, Jón Sigurðsson, Ástríðw Jóhannesdóttir Svœfingadeild Landspítalans Inngangur: Verulegur munur er á höfuðverkja- tíðni eftir mænuvökvadeyfingar. Mismunandi tíðni- tölur eru háðar þáttum eins og aldri og kyni sjúk- lings, nálarstærð og nálaroddagerð svo og stungu- tækni. Tilgangur rannsóknar þessarar er að kanna tíðni höfuðverkjar eftir mænuvökvadeyfingu með 26 G Sprotte mænunál. Jafnframt er gerð útekt á höf- uðverkjatíðni almennt og borin saman við höfuð- verk eftir aðgerð. Einnig er könnuð fylgni höfuð- verkjar eftir aðgerð með tilliti til tæknilegra vanda- mála sem upp komu við lögn deyfingarinnar. Efniviður: í rannsókn þessari, sem enn er í gangi, hafa verið deyfðir 110 sjúklingar á aldrinum 19-81 árs. Utanbasts (epidural) holrúmið var fundið á hefðbundinn hátt og mænunál (spinal needle) síðan stungið um utanbastsnálina inn í mænuvökvann og deyfing gefin. Utanbastsleggur var lagður hjá 55 sjúklingum.Tækni við stunguna var metin auðveld, fremur auðveld, erfið eða mistókst. Vanabundinn höfuðverkur var skráður vikulega, mánaðarlega, ár- lega eða sjaldnar.Höfuðverkur eftir aðgerð var skráður sem dæmigerður, líklegur eða ekki mænu- höfuðverkur. Niðurstöður: Sextán sjúklingar(15,4%) fengu höf- uðverk eftir aðgerð. Af þeim höfðu fjórir (3,8%) dæmigerðan eða líklegan mænuhöfuðverk. I þessum fjórum tilfellum var um að ræða auðvelda tækni og þeir höfðu vanabundinn höfuðverk sjaldan (einn) eða mánaðarlega (þrír). Tveir þessara sjúklinga fengu auk þess deyfingu í utanbastslegg. Aldur þess- ara sjúklinga var 19-42 ára. Tólf (11,4%) sjúklingar aðrir fengu höfuðverk sem ekki var talinn mænuhöf- uðverkur. í 11 tilfellum var tæknin metin auðveld eða fremur auðveld og í einu tilfelli erfið. Vana- bundinn höfuðverkur kom fyrir vikulega (einn), mánaðarlega (sjö), árlega (þrír) og sjaldnar (einn). Átta sjúklingar fengu deyfingu í utanbastsholrúm. Aldur þessara sjúklinga var 26-71 árs. Sjúklingar án höfuðverkjar eftir aðgerð voru 88 og af þeim höfðu 56 vanabundinn höfuðverk sjaldnar en árlega, fjórir árlega, 23 mánaðarlega og fimm vikulega. Ályktanir: Notkun grannra mænunála hefur lækk- að tíðni mænuhöfuðverkjar eftir aðgerðir. í ofangreindri rannsókn, sem ekki er lokið, virðist vera ákveðin fylgni milli aldurs og mænuhöfuðverkj- ar svo og milli vanabundins höfuðverkjar og annars höfuðverkjar eftir mænudeyfingar. Hins vegar virð- ist ekki vera fylgni milli tæknilegra vandkvæða, vanabundins höfuðverkjar og gjöf deyfingar í utan- bastslegg og mænuhöfuðverkjar. 15. Vöðvahólfaheilkenni. Ný aðferð við greiningu Elín Laxdal, Jónas Magnússon, Bjarni Torfason Handlœkningadeild Landspítalans Vöðvahólfaheilkenni og afleiðingar þess eru einn af alvarlegri fylgikvillum áverka og margra skurðað- gerða, svo sem notkunar hjarta-/lungnavélar með tengingu í nára, aorta-ballon pumpu, ósæðarað- gerða, notkun stoða og aðgerða á útlimum. Erfitt getur verið að fylgjast með einkennum heilkennisins og ákveða hvenær grípa beri til fellskurðar og þá sérstaklega ef sjúklingur er meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus. Péin fimm (pain, pallor, pulse- lessness, paralysis og paresthesia) eru vísbending um lélegt blóðflæði í vöðvahólfi en engan veginn nægilega áreiðanleg merki um að hætta sé á ferðum. Kynnt er ný aðferð við sívöktun á vöðvahólfaheil- kenni. MTCO®MicroTransducer Catheters) sem eru örlitlir þrýstingsmælar úr sílíkonhimnu, innlagðir í mjóan legg sem tengjast við sírita án þess að notast þurfi við vökvasúlu sem millilið. Hægt er að leggja legginn í vöðvahólf í gegnum venjulegar plastnálar (Venflon® 1.4). Við höfum reynt að nota MTC® þrýstingsmæla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.