Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 305 22. Að bæta hvekkúrnám gegnum þvagrás með fjárfestingu í nýjum tækjabúnaði. Lýsing á tækjabúnaði Valur Þór Marteinsson, Sliree S. Datye Handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Helsta aðgerðin við þvaglátaeinkennum vegna hvekkauka hjá körlum á íslandi hefur verið hvekk- úrnám gegnum þvagrás (TURP). Þrátt fyrir að meg- in útlit úrnámshefla hafi verið svipað hefur hönnun tækjanna verið talsvert mismunandi. Árið 1994 var talið brýnt að endurnýja eldri tækja- búnað til hvekkúrnáms á FSA, fyrst og fremst vegna aldurs tækjanna, gamallar hönnunar og aukinnar tfðni fylgikvilla. Keypt voru tæki af Olympus gerð sem hafa þann nýja eiginleika að innra slíðrið snýst meðan hið ytra er kyrrt (rotatable TUR sheath), sem gerir það að verkum að núningur og áverki á þvagrás minnkar, er aftur leiðir til færri aukaverk- ana. Við úrnámið snýst innra slíðrið með speglinum (12 eða 30 ), handfanginu og straumleiðslunni, en vökvaslöngurnar tengjast við ytra slíðrið þannig að þær vilja síður flækjast og verða á vegi skurðlæknis við aðgerðina. Sírennsli er gegnum úrnámshefilinn. Hægt er tengja sjónvarp við spegilinn. Tækjabúnaðnum verður lýst og samanburður gerður á hinum nýja og gamla búnaði. 23. Staðbundið krabbamein í náraeista. Sjúkratilfelli Valur Þór Marteinsson, Þorgeir Þorgeirsson* Handlœkninga- og meinafrœðideild* Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Staðbundnu krabbameini (carcinoma in situ) í eista var fyrst lýst árið 1972 og hefur meðal annars fundist í sjúklingum með nára- og launeistu, þroska- fráfvik á kynkirtlum, ófrjósemi, staðbundin krabba- mein utan kynkirtla og krabbamein í eistum. Ár- eiðanlegasta greiningaraðferðin er sýnataka frá eista eftir kynþroska og í dæmigerðum tilfellum eru hinar illkynja kímfrumur staðsettar innan sáðpípla og þar eru einungis Sertoli frumur að auki. Talið er að staðbundið krabbamein þróist yfir í ífarandi með tímanum í flestum tilfellum. Meinvörp hafa ekki fundist í þessum sjúklingum. Lýst verður tilfelli þar sem 21 árs sjúkingur leitaði læknis vegna verkja og eymsla í hægri nára, þar sem eistað hafði ekki gengið niður. Við skoðun var eist- að við ytra náraop, meyrt viðkomu, hnútalaust og minna en eistað vinstra megin sem var eðlilegt að þreifa. Skurðaðgerð var ráðlögð þar sem eistað var fjarlægt róttækt og sett inn gervieista. Meinafræði- rannsókn gaf til kynna 2,7 cm stórt eista með stað- bundnum breytingum svarandi til illkynja kímfrumuæxlis, líklegast af sæðiskrabbagerð. Eista- vefurinn sýndi merki um visnun og var án sæðis- myndunar. Frekari rannsóknir gáfu ekki til kynna meinvörp og æxlisberar voru eðlilegir. Ómskoðun af fríska eistanu var eðlileg, en sjúklingi hefur verið ráðlögð sýnataka frá því. Rætt verður frekar um faraldsfræði, greiningu, gang og meðferðarmöguleika hjá hinum mismun- andi hópum sjúklinga þar sem staðbundið krabba- mein í eista er mögulegt eða staðfest. 24. Jákvætt ísvatnspróf án leka bendir til skertrar samhæfíngar á milli þvagblöðru og ytri hringvöðva Guðmundur Geirsson, Magnus Fall Þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Meirihluti sjúklinga með áverka á efri hluta mænu hafa jákvætt ísvatnspróf (ice-water test) það er samdráttur verður á blöðru með leka á vökva innan einnar mfnútu eftir innhellingu á 100 ml af ísvatni. Sumir þessara einstaklinga hafa hinsvegar jákvætt próf án leka. Þetta bendir til að viðkomandi sé með afgerandi hindrun fyrir neðan blöðru sem í umræddum sjúklingahóp er oftast vegna truflunar á samhæfingu (dyssynergi) á milli blöðru og ytri hring- vöðva, ástand sem einungis er hægt að staðfesta með vöðvarafritun (EMG). Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort hægt væri að nota hið einfalda ísvatnspróf sem skimpróf fyrir skertri samhæfingu. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár 76 sjúklinga, 56 karla og 20 kvenna, meðalaldur 49 ár, sem gengust undir úródýnamískar rannsóknir þar á meðal cystómetríu, vöðvarafritun og ísvatns- próf. Af útliti úródýnamískra rannsókna var greint á milli þriggja tegunda af truflun á samhæfingu milli hringvöðva og blöðru. Niðurstöður: Meirihluti sjúklinganna höfðu þekkta sjúkdóma í taugakerfi svo sem mænuáverka og MS. Af 67 sjúklingum voru 44 með skerta sam- hæfingu milli ytri hringvöðva og blöðru. Jákvætt ísvatnspróf samfara háum blöðruþrýstingi benti til slíkarar truflunar. Af 27 sjúklingum með neikvætt ísvatnspróf voru aðeins þrír með truflaða samhæf- ingu. Allir þeirra 18 sjúklinga sem voru með jákvætt ísvatnspróf án leka höfðu truflun á samhæfingu sam- kvæmt vöðvarafriti. Þegar skert samhæfing var flokkuð í þrjár tegund- ir samkvæmt Blivas, höfðu 18% gerð 1,14% gerð II og 68% gerð III. Ekkert samband var á milli ólíkra tegunda á ósamhæfingu og útkomu ísvatnsprófsins. Ályktun: Jákvætt ísvatnspróf samfara háum blöðruþrýstingi bendir sterklega til skertrar samhæf- ingar og jákvætt ísvatnspróf án leka gefur ennþá ákveðnari merki um slíka truflun. f þessum tilvikum ætti ísvatnsprófið að geta komið í stað vöðvarafrit- unar sem er mun erfiðari og tímafrekari rannsókn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.