Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 56
310 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 36. Ættartengsl íslenskra karla með krabbamein í blöðruhálskirtli Eiríkur Jónsson, Jón Tómasson, Guðríður Ólafsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Helgi Sigvaldason, Hrafn Tulinius íslenska krabbameinsskráin Inngangur: Könnuð var áhætta hjá karlkynsætt- ingum manna með krabbamein í blöðruhálskirtli að fá samskonar mein og jafnframt áhætta kvenkyns- ættingja á brjóstakrabbameini. Efniviður: Af 77 lifandi greindum karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli sem greindust árið 1983 voru skoðuð ættartré 57 einstaklinga og þau samkeyrð við Islensku krabbameinsskrána fyrir árabilið 1955-1995. Niðurstöður: Ahætta fyrsta stigs ættinga (faðir, bróðir. sonur) á krabbameini í blöðruhálskirtli var marktækt aukin eða 1,90 (C.I: 1,14-2,96) p=0,007. Áhætta kvenkynsættingja þeirra á að fá brjósta- krabbamein var ekki aukin. Hópnum (57) var þá skipt í tvennt, í hópi I voru þeir sem höfðu huldumein (incidental prostata cancer (stig A-l)) og fengu aldrei klínískan sjúkdóm en í hópi II þeir sem létust úr krabbameini í blöðru- hálskirtli. í ljós kom að áhætta fyrsta stigs ættinga þeirra sem létust úr sjúkdómnum á krabbameini í blöðruhálskirtli er 2,5 (p=0,004) og 1,9 (p=0,124) hjá annars stigs ættingjum. Hins vegar var áhættan hjá ættingjum karla í hópi I ekki aukin og hjá hvor- ugum hópnum var aukin áhætta kvenkynsættingja á brjóstakrabbameini. Ályktun: Einungis ættingjum þeirra karla sem fá framsækið krabbamein í blöðruhálskirtil er hættara við að fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Kvenkyns- ættingjum karla með krabbamein í blöðruhálskirtli virðist ekki hættara á bjóstakrabbameini. 37. Holsár vegna sársjúkdóms í maga og skeifugörn á Landspítalanum 1989 til 1994 Kristinn Eiríksson, Höskuldur Kristvinsson, Tómas Jónsson, Jónas Magnússon, Margrét Oddsdóttir Handlœkningadeild Landspítalans, lœknadeild Háskóla Islands Inngangur: Tíðni bráðaaðgerða vegna sársjúk- dóma í maga og skeifugörn virðist vaxa hjá eldri einstaklingum og minnka hjá yngri. I þessari rann- sókn sem nær yfir fimm ára tímabil var leitast við að skilgreina hvaða einstaklingar hafa fengið meðferð á Landspítalanum vegna holsára í maga og skeifu- görn. Samanburður gerður á holsjáraðgerðum ann- ars vegar og opnum aðgerðum hins vegar. Aðferðir: Leitað var að sjúkraskrám þeirra sem komu á Landspítalann vegna holsára á tímabilinu 1. janúar 1989 til 31. desember 1994. Farið var í gegnum sjúkraskrár viðkomandi og aðgerðalýsingar til að nálgast upplýsingar. Um var að ræða 65 sjúklinga 59 ára að meðalaldri (21-91). Hlutfall kynja var 1:1. Niðurstöður: Sögu um magasár höfðu 30%. Upp- lýsingar um inntöku bólgueyðandi lyfja (NSAID) fengust hjá 33% sjúklinganna, 45% einstaklinganna voru með sár á skeifugörn, 39% með sár á maga og rétt ofan pylorus og 15% með sár á pylorus svæði. Fjörutíu og þrír sjúklingar (69%) fóru í opna aðgerð en 19 (30%) í holsjáraðgerð. Af þessum 19 aðgerð- um þurfti að breyta átta (13%) yfir í opna aðgerð. Dánartíðni var 14%. Sjúklingar útskrifuðust að meðaltali þremur dögum fyrr eftir holsjáraðgerð en opna aðgerð. Ályktun: Fjöldi holsára vegna sársjúkdóms í maga og skeifugörn síðastliðin fimm ár virðist óbreyttur. Árangur aðgerða um kviðsjá við holsári er sambæri- legur við opnar aðgerðir og sjúklingar virðast fljótari að ná sér. 38. Vaxtarhraði ósæðargúla í kviði. Aftursæ rannsókn á 64 sjúklingum með ósæðargúla í kviði á árunum 1991 til 1995 Jón H.H. Sen11, Halldór Jóhannsson'1, Ragnhildur Steinbacli'1, Einar H. Jónmundsson2' "Æðaskurðdeild Landspítalans, 21röntgendeild Landspítalans Ósæðargúll er skilgreindur sem að minnsta kosti 50% víkkun á þvermáli æðarinnar miðað við þann hluta æðarinnar sem er ofan víkkunarinnar. Áhættan á rofi ósæðargúls í kviði eykst eftir þver- máli gúlsins. Mælt hefur verið með aðgerð ef gúllinn er yfir ákveðnum stærðarmörkum, sem hjá flestum eru 5 cm, en ef gúllinn er undir þeim mörkum hefur verið mælt með reglulegu eftirliti og aðgerð þegar mörkunum er náð. í erlendum rannsóknum á vaxtarhraða ósæðar- gúla hefur komið í ljós að vaxtarhraði þeirra er mjög einstaklingsbundinn, en er að meðaltali frá 3 upp í 6 mm á ári. Ekki hefur verið gerð slík rannsókn hér og lék okkur forvitni á að vita hvort vaxtarhraði ósæð- argúla í Islendingum væri svipaður og einnig hvernig eftirliti væri háttað með þeim sjúklingum sem voru með ósæðargúla undir aðgerðarmörkum. Farið var yfir ómunar- og tölvusneiðmyndasvör röntgendeildar Landspítalans á árunum 1991-1995 þar sem greiningin aorta aneurysma kom fram, og fundum við þannig 69 sjúklinga sem greindust með ósæðargúla á þessum árum, og einnig tvo sjúklinga sem greinst höfðu með ósæðargúla fyrir þetta tíma- bil og komu í eftirlit á þessurn árum. Fjórir af þess- um 71 sjúklingi gengust undir bráðaaðgerð og tveir létust skömmu eftirgreiningu úr óskyldum sjúkdóm- um og voru því ekki tækir til rannsóknarinnar. Meðalaldur sjúklinganna 65 sem eftir voru var 73 ár,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.