Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 59

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 313 Við höfum meðhöndlað tvo sjúklinga með lungnakrabbamein sem taka átti í kransæðaaðgerð, sem lá á að gera. Fyrir kransæðaaðgerðina var út- breiðsla æxlisins könnuð, teknar voru sneiðmyndir af heila, lungum, nýrnahettu, lifur og gert beina- skann. Báðir þessir sjúklingar gengust undir krans- æðaaðgerð án aukakvilla. Þeir voru síðan berkju- speglaðir 10 dögum eftir kransæðaaðgerðina en þá var ljóst að þeir voru með skurðtækan, illkynja sjúk- dóm. Þeir fóru síðan í framhaldi af þessu í brjóst- holsaðgerð þar sem gert var brottnám á lungna- lappa. Aðgerðirnar gengu eðlilega fyrir sig og sjúk- lingarnir útskrifaðir af spítalanum án aukakvilla eftir 10 daga. Við teljum að það sé öruggari leið að gera þessar aðgerðir ekki samtímis, heldur gera hjartaaðgerðina fyrst og síðan meta sjúkling betur og gera lungnaað- gerðina í framhaldi af því. Nánar verður gerð grein fyrir þessum aðgerðum og sjúklingum á þinginu. 45. Stómíuaðgerðir á FSA á 10 ára tímabili Haraldur Hauksson, Valur Þór Marteinsson, Sltree S. Datye Handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Á árunum 1984-1993 voru gerðar 49 stómíuað- gerðir á 43 sjúklingum á FSA. Þar með eru einnig taldar átta stómíulokanir, en magastómíur undan- skildar. Konur voru 28 en karlar 15 og meðalaldur 64 ár. Gerð var 21 bugaristilsstómía, 10 dausgarnar- stómíur, sex botnristilsstómíur, ein þverlæg stómía og þrjár þvagstómíur. Tólf stómíur voru lagðar fram við bráðaaðgerðir vegna lífhimnubólgu eða garnar- stíflu þar af allar sex botnristilsstómíurnar. Á eftir- litstímanum hafa komið fram þrír fylgikvillar hjá sjúklingum með dausgarnarstómíu, þar af hefur einn krafist minni háttar aðgerðar (samdráttarvanda- mál). Af bugaristilsstómíusjúklingum hafa þrír feng- ið parastomal haul (hernia) sem ekki hafa krafist aðgerðar þó einn hafi verið lagfærður í sambandi við seinni dausgarnaraðgerð og ein stómía var svolítið þröng en það nægði að víkka hana nokkrum sinnum. Engir fylgikvillar urðu við átta stómíulokanir og fimm botnristilsstómíur lokuðust af sjálfu sér án vandræða. Aðrir sjúkdómar hafa í ríkum mæli áhrif á afdrif sjúklinga en illkynja sjúkdómur er undirrót hjá 16 sjúklingum með bugaristilsstómíu og öllum þremur sem fengu þvagstómíu. Af 41 sjúklingi eru 11 lifandi með stómíu og níu án stómíu. 46. Er saphena magna alltaf ónothæf sem hjáveita ef hún er umbreytt af æðahnútum? Haraldur Hauksson Handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Yfirleitt er saphena magna talin ónothæf sem hjá- veita, ef hún er umbreytt af æðahnútum. Eftirfar- andi sjúkratilfelli sýnir að svo þarf ekki að vera. Karlmaður á áttræðisaldri sem lifir fyrir göngu- ferðir hafði gengist undir buxnagraftaðgerð 1987 vegna útbreiddrar æðakölkunar sem gaf slæm helti- köst (claudicatio intermittens). Einkenni minnkuðu en hurfu ekki vegna lokunar í a. fem. sup. hægra megin. Sjúklingur var óbreyttur fram að ársbyrjun 1991,en þá fór honum hratt versnandi og var hann kominn með hvíldarverki þegar ákveðið var að taka hann í aðgerð í marsmánuði 1991. Sjúklingur hafði lengi haft æðahnúta sem hafði dregið úr ábendingum fyrir aðgerð uns honum versnaði. Við skoðun fannst meðal annars greinilega stór æðahnútur (varix) á saphena magna á miðju læri og einnig var æðin víkkuð í náranum. í aðgerðinni var samt ákveðið að nota æðina sem hjáveitu frá buxnagrafti niður í distal fossa poplitea með því að laga hana og styrkja með aðferðum sem nánar verð- ur lýst. Sjúklingi farnaðist vel eftir aðgerð og stundar göngur sem aldrei fyrr fimm árum síðar. Hann hefur þó reyndar vegna hraðfara versnunar í vinstri fæti fyrir ári síðan gengist undir hjáveituaðgerð einnig þeim megin. 47. Aðgerðir á sjúklingum með stjarnfrumnaæxli af lágri gráðu og krampa þrátt fyrir lyfjameðferð Þorsteinn Gunnarsson", Elías Ólafsson2>, Bjarni Hannesson" "Heila- og taugaskurðdeild Sjúkraliúss Reykjavíkur, "taugalœkningadeild Landspítalans Stjarnfrumnaæxli af lágri gráðu (low grade astro- cytoma) geta valdið krömpum sem erfitt er að halda í skefjum með lyfjum. Slíkir krampar hindra fólk í námi og starfi og valda sjúklingum miklu andlegu álagi. Auk þess geta slík æxli breytt sér yfir í meira illkynja form. Því væri hentugast að fjarlægja öll slík æxli en því fylgir talsverð áhætta þar sem þessi æxli eru oft á tíðum staðsett nálægt mikilvægum stöðvum í heila. Á Borgarspítalanum hafa verið gerðar aðgerðir á sex sjúklingum með stjarnfrumnaæxli af lágri gráðu. Allir sjúklingarnir höfðu æxli sem á segulsneiðmynd líktist stjarnfrumnaæxli af lágri gráðu og höfðu þeir verið í eftirliti í nokkurn tíma hjá taugasérfræðingi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.