Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 60

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 60
314 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 og höfðu krampa sem ekki náðist að hemja þrátt fyrir lyfjameðferð. Aðgerðirnar voru framkvæmdar með aðstoð rönt- genlæknis sem staðsetti æxlið nákvæmlega með óm- sjá í upphafi aðgerðar og var æxlið fjarlægt með CUSA tæki. í lok aðgerðar var með hjálp ómsjár gengið úr skugga um að allur æxlisvefurinn væri horfinn. Enginn sjúklinganna hlaut brottfallsein- kenni eftir aðgerðina og í öllum tilvikum hurfu kramparnir sem áður er lýst. Vegna þróunar í myndgreiningu er nú hægt að staðsetja og greina stjarnfrumnaæxli af lágri gráðu nákvæmlega og þannig hægt að fjarlægja slík æxli með sem minnstum skaða á eðlilegum taugavef. Pegar slíkri tækni er beitt og æxlin fjarlægð með CUSA tæki virðist slík meðferð vera árangursrík og örugg við krömpum vegna stjarnfrumnaæxla af lágri gráðu. 48. Meinvarp í brjósti frá himnuæxli. Sjúkratilfelli Þorsteinn Gunnarsson'1, Þorvaldur Jónsson2>, Helgi Sigurðsson3>, Helgi J. ísaksson4>, Aron Björnsson1> "Heila- og taugaskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 2>skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 21krabbameinslœkningadeild Landspítalans, 4>Rannsóknastofa Háskóla fslands í meinafrœði Tæplega fertugur sjúklingur var fluttur á Borgar- spítalann í maí 1992 vegna nokkurra ára sögu um langvinnan höfuðverk auk verkja í hálsi og herðum. Við skoðun sáust stasapapillur og við taugaskoðun fannst samhliða helftarblinda (homonymous hemi- anopsy) til vinstri. Tölvusneiðmynd af höfði sýndi stórt himnuæxli (meningioma) á parieto-occipital svæðinu hægra megin. Gerð var occipito-parietal hausskurður (cranio- tomy) og æxlið fjarlægt. PAD svarið var himnuæxli. Sjúklingurinn fékk fulla sjón og ekki sáust nein merki um endurvöxt á tölvusneiðmynd sex og 12 mánuðum eftir aðgerðina. í júni 1995 var tekin ný mynd vegna vaxandi höf- uðverkjar og samhliða helftarblindu til vinstri. Myndin sýndi æxli á sama stað og áður er lýst. Auk þessa kvartaði sjúklingur um verki í rifjum vinstra megin í brjóstkassa. Beinaskann sýndi aukna upp- töku í rifi 4 og 5 og ef til vill æxli á milli þeirra og aukna upptöku í hryggjarliðum T12, L1 og L2. Tölvusneiðmynd af brjóstkassa sýndi æxli milli un- ræddra rifja og æxli í hægra brjósti. Æxlið úr höfðinu var fjarlægt og æxlið úr brjóstinu með fleygskurði. I þeirri aðgerð var einnig fjarlægður hnútur úr höfuð- leðri nálægt hárlínu. Meinafræðilega voru öll þessi æxli svipuð því himnuæxli sem fjarlægt var þremur árum fyrr. Meinvörp frá himnuæxli eru afar sjaldgæf og höf- um við ekki fundið lýsingu á meinvarpi til brjósta og aðeins eitt tilfelli þar sem meinvarp fannst í höfuð- leðri. Ljóst er að himnuæxli geta meinverpst til margra líffæra. Þetta tilfelli sýnir að brjóst er eitt þeirra. 49. Utanbastsíeerð í mænugangi Þorsteinn Gunnarssoir, Már Kristjánsson2>, Þórir Ragnarsson" "Heila- og taugaskurðdeild Sjúkraliúss Reykjavíkur, 2>srnitsjiíkdóinadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Utanbastsígerð (epidural abscess) í mænugangi er einn af þeim sjúkdómum sem gríðarlega mikilvægt er að greina fljótt og gera aðgerð á ef koma á í veg fyrir varanlegan taugaskaða. Hann er sjaldgæfur og oft erfiður í greiningu. Markmið rannsóknarinnar var að athuga einkenni, orsök, greiningu, meðferð og afdrif sjúklinga sem greindust með utanbasts- ígerð á Borgarspítalanum á árunum 1981-1995. Á árunum 1981-1995 greindust níu tilfelli af utan- bastsígerð, hjá fimm körlum og fjórum konum á aldrinum 44-84 ára (meðalaldur 63,7 ár). Sex höfðu utanbastsígerð á lendarsvæði, tveir á brjóstliðasvæði og einn á hálssvæði. Algengustu einkenni voru verk- ur í hrygg (100%), hiti og brottfallseinkenni. Frá upphafi einkenni til sjúkdómsgreiningar liðu frá fimm dögum til sex mánaða í einu tilfelli leið eitt og hálft ár (berklar). Neurólógísk brottfallseinkenni voru frá engum til algjörrar lömunar við greiningu. Flestir greindust með tölvusneiðmynd en eftir því sem leið á tímabilið fjölgaði þeim sem greindust með segulsneiðmynd. Þegar sökk eða CRP var mælt var það alltaf hækkað og hvít blóðkorn voru oft hækk- uð. í flestum tilfellum var hægt að finna orsök eins og aðgerðir, DM, drykkjusýki og nýlegar sýkingar. Algengasti sýkillinn var S. aureus (66,7%) en auk hans ræktuðust S. milleri, S. pneumoniae og M. tuberculosis. Sjö sjúklingar gengust undir bráðaaðgerð. Hjá tveimur var aðgerð ekki talin möguleg. Af þeim sem gengust undir aðgerð sýndu flestir talsverðan bata þrátt fyrir umtalsvert brottfall fyrir aðgerð í nokkr- um tilvikum. Margir sjúklinganna greindust seint sem sýnir að nauðsynlegt er að læknar hafi utanbastsígerð í huga þegar sjúklingar koma með hita og bakverki. 50. Hálkuslys Brynjólfur Mogensen*, Axel Hilmarsson**, Hersir Oddsson**, Óskar Þorvaldsson**, Pálína Ásgeirsdóttir, Pétur Kr. Pétursson**, Sigurður Ásgeir Kristinsson Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, *lœknadeild Háskóla íslands, **embœtti borgarverkfrœðings í Reykjavík Inngangur: Tilgangur rannsóknar á hálkuslysum er að kanna algengi þeirra, greina eðli og kostnað fyrir einstakling og þjóðfélag en lítið er vitað um hálkuslys hér á landi. Efniviður: Rannsóknin nær til allra sem komu á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.