Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 61

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 61
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 315 slysa- og sjúkravakt Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1. nóvember 1995 til 30. apríl 1996 vegna áverka sem orsakast af hálku (snjó, krapi, ísing). Skráning er framkvæmd við komu á slysa- og sjúkravakt og líðan könnuð símleiðis þremur mánuðum eftir slys. Niðurstöður: Bráðabirgðaniðurstöður miðast við komufjölda til 17. febrúar 1996. Prátt fyrir mildan vetur höfðu 400 gangandi og akandi komið á slysa- og sjúkravakt. Þar af voru 227 konur og 169 karlar og meðalaldur slasaðra er 40 ár (1-88). Miðað við fjölda hálkudaga má gera ráð fyrir fimm hálkuslysum á dag að jafnaði. Yfirgnæfandi meirihluti eru fótgangandi eða 355 (89%), þar af 14% hlaupandi þegar slys bar að höndum. Umferðarslys sem eingöngu má rekja til hálku voru 29 (7%) og hjólreiðaslys voru aðeins 11 (3%). Helmingur slysanna, eða 198, verða á bfla- plönum eða gangstéttum við heimahús og fyrirtæki en eingöngu 93 (23%) á umferðargötum og gang- stígum við umferðargötur. Slysin eru algengust á milli 12 og 14 en fæst á milli 18 og 21. Slysatími er einnig háður aldri. Með brot greindust 140 (33%), tognanir 122 (29%), mar 89 (21%), sár 40 (9%) og liðhlaup átta (2%) en í 27 tilvikum voru áverkar annarrar tegundar. Flestir áverkar greindust á höfði (84) en þar næst á framhandlegg (66), hendi (49) og upphandlegg (36). Handleggsáverkar eru því sam- tals í 38% tilfella. Af slösuðum í nóvember telja 28 sig hafa náð fullum bata, átta bata að mestu og níu að bata sé ekki náð. Helmingur þeirra sem telja sig ekki hafa náð bata eru ellilífeyrisþegar. Umræða: Þrátt fyrir mjög mildan vetur höfðu 400 einstaklingar leitað á slysa- og sjúkravakt vegna hálkuslysa þegar rúmlega helmingur rannsóknar- tímabilsins var búinn. Flest slysin virðast verða við aðstæður þar sem fólk er óviðbúið hálku og hefur þannig ekki sett sig í varnarstellingar. 51. Áverkar eftir reiðhjólaslys Kari Kristjánsson, Brynjólfur Mogensen Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Áhugi almennings á hjólreiðum hefur aukist undanfarin ár, en notkun hjólahjálma hér á landi eða gagnsemi hefur lítið eða ekki verið könn- uð. Þá hefur umræða verið í gangi hérlendis og í nágrannalöndum hvort lögleiða beri skyldunotkun hjólahjálma. Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun hjólahjálma og meta þá vernd sem þeir veita gegn áverkum á höfuð. Efniviður: Efniviðurinn var tvíþættur. Annars vegar Reykvíkingar sem komu á slysadeild Borgar- spítalans 1994 vegna hjólaslysa (n=175). Hins vegar öll hjólaslys á Borgarspítalanum árin 1992-1995, óháð búsetu (n=1144). Niðurstöður: Af 175 hjólaslysum árið 1994, var 21 vegna áreksturs hjóls og bfls (E 813), en 154 vegna annarra orsaka (E 826) aðallega falls af hjóli. Bein- brot voru alls 40 eða 23% af öllum áverkum. Inn- lagnir voru 16,14 á Borgarspítalann og tvær á Land- spítalann. Ástæður innlagna voru; beinbrot níu, höf- uðáverkar fimm, annað tvær. Um 60% slysanna urðu hjá börnum 14 ára og yngri, en fjölmennasti hópurinn er 10-14 ára börn. Karlar eru í meirihluta í öllum aldurshópum, 783 (68%) af 1144. Fjöldi hjóla- slysa 1992-1995 var 1144, eða nálægt 300 á ári. Hjálmanotkun hefur farið vaxandi og er nokkuð svipuð hjá báðum kynjum eða 16%, mest í yngstu aldurshópunum, um 40%. Borin var saman tíðni höfuðáverka hjá þeim sem höfðu notað hjálm þegar slysið varð, 10,6%, (n=189) og hinum sem ekki höfðu notað hjálm, 10,8% (n=955). Ekki var mark- tækur munur, jafnvel eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, kyni og áverkastigi. Umræða: Höfuðáverkar er sá slysaflokkur sem helst getur valdið varanlegum skaða eða dauða eftir hjólaslys. Sá litli mælanlegi árangur af hjálmanotk- un, sem birtist í þessari rannsókn veldur vonbrigð- um og kann að stafa að nokkru leyti af veikleikum í uppsetningu rannsóknarinnar og tilviljun. Stórauka ætti þó eftirlit með gæðum hjólahjálma og helst ætti ekki að selja hjálma nema þeir séu mátaðir og stilltir á væntanlegan notanda. Eins þarf að koma á stöð- ugu eftirliti um rétta notkun þeirra, ef til vill í skóla- heilsugæslu á vorin. Frekari rannsóknir á þessum slysaflokki og notkun hjálma eru einnig nauðsynleg- ar. 52. Stöðluð aðgerðarlýsing fyrir axlarliðspeglanir Gauti Laxdal, Agúst Kárason, Brynjólfur Mogensen Bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Liðspeglunartækni hefur verið beitt í sívaxandi mæli til að greina og lækna sjúkdóma og áverka í öxl. Fram til þessa hafa verið skrifaðar hefðbundnar aðgerðarlýsingar fyrir axlarliðspeglun- araðgerðir. Þann 1. janúar 1995 var tekið í notkun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur staðlað aðgerðarlýsingar- eyðublað fyrir axlarliðspeglanir sem hefur að mestu komið í stað hefðbundinnar aðgerðarlýsingar. Eyðublaðið gefur möguleika á nákvæmri skráningu á áverkum, sjúkdómum og aðgerðum. Endanlegt markmið slíkrar skráningar er að auka gæði þjónust- unnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig til hefur tekist á fyrsta árinu sem skráningin hefur verið notuð. Efniviður: Skoðaðar voru staðlaðar aðgerðarlýs- ingar á öxl á árinu 1995. Niðurstöður: Gerðar voru 62 axlarliðspeglanir á árinu. Karlar voru 39, að meðaltali 41 árs (16-76), og 23 konur að meðaltali 53 ára (16-81). Langflestir höfðu rotator cuff heilkenni eða rifur, 10 höfðu óstöðugleika í öxl og fimm höfðu aðrar greiningar. Aðgerðir voru framkvæmdar á 58 sjúklingum. Fjórir fóru einungis í liðspeglun. Lokaðar aðgerðir voru 45, þar af 38 decompressionir og þrjár Bankart óstöðugleikaaðgerðir. Fjórir sjúklingar fóru í liðþel-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.