Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Síða 67

Læknablaðið - 15.04.1996, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 321 Jón Ólafur ísberg Ævisögur sem heimildir um heilbrigðismál „Bólgnaði upp sleikifingur minn á vinstri hendi með mikl- um verki til ígerðar, sem óhent- ugt er fyrir morgundagsveizlu kóngs. Keypti eg mér plástur við hann.“ Svo segir Magnús Stephensen dómstjóri í Ferða- rollu sinni er hann lýsir 27. jan- úar 1826 en þá var hann staddur í Kaupmannahöfn. Bók Magn- úsar er ein af tæplega 1000 bók- um sem voru athugaðar vegna söguritunar um íslensk heil- brigðismál. Markmið rann- sóknarinnar var að afla upplýs- inga um sjúkdóma og lækning- ar. afstöðu fólks til sjúkdóma og til lækna, sem og almennt um heilbrigðismál. Frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum eru til upplýsingar um sjúkdóma og lækningar en hér var verið að leita eftir áliti og viðhorfi al- mennings. Ævisögur, viðtalsbækur, endurminningar og frásagnir ís- lendinga eru samkvæmt upplýs- ingum frá Landsbókasafni tæp- leg 3200. Pegar farið hafði verið í gegnum þessar upplýsingar var ljóst að sumar bækur voru margskráðar en eftir stóðu 936 rit. Pegar upp var staðið voru eftir 290 rit sem höfðu að geyma gagnlegar upplýsingar fyrir rannsóknina. Frásagnirnar urðu að vera nokkuð samfelld- ar, greinargóðar og trúverðugar og þær urðu að vera í sögulegu samhengi í tíma og rúmi, það er hvar og hvenær atburðirnir áttu sér stað. Þeir hlutar bókanna voru ljósritaðir, yfirleitt ein til tvær síður en mest átta síður samfellt og að meðaltali fjórar síður úr hverri bók, ásamt bók- fræðilegum upplýsingum og settir í sérstakar möppur. Möppurnar urðu alls þrjár með samtals rúmlega 1100 blaðsíð- um. Til þess að nýta þessa vinnu sem best var gerð nákvæm atr- iðisorða- og nafnaskrá sem inni- heldur um 800 atriðisorð auk nafna stofnana og nafna þeirra lækna sem koma við sögu, en þeir eru alls 187. Ritin eru flokkuð í eftirtalda heimildaflokka; bréfasöfn, end- urminningar, viðtalsbækur, heimildarit og æviminningar, en sum rit eru í fleiri en einum flokki. Bréfasöfnin eru aðallega einkabréf sem ekki hafa verið ætluð öðrum en viðtakanda og eru því oft hispurslaus og opin- ská. Endurminningar eru flest- ar skrifaðar á efri árum, en nokkrar byggja á dagbókum eða prentuðum gögnum, og yfirleitt ætlaðar til útgáfu. Við- talsbækur eru stundum, auk upplýsinga frá þeim sem rætt er við, byggðar á einhverjum skráðum minningarbrotum og jafnvel prentuðum heimildum. Heimildir sem liggja til grund- vallar heimildaritunum eru mjög ólíkar en þar getur verið um að ræða bréf og önnur gögn frá þeim sem skrifað er um, bréfum til hans eða um hann, munnlegar heimildir og prent- aðar eftirheimildar af ýmsu tagi. I flestum tilfellum hefur höfundur ekki haft kynni af þeim sem hann skrifar um en er hliðhollur söguhetjunni. Ævi- minningar látinna manna eru af ýmsum toga en yfirleitt skrifar einhver nákominn ættingi eða vinur um hinn látna skömmu eftir andlátið eða á ártíð hans. Heimildagildi þessara rita er mismunandi og mestur fengur er í bréfasöfnum og endurminn- ingum, sérstaklega þeim sem byggja á samtímaheimildum. Viðtalsbækur eru margar við- sjálverðar og sumar ónothæfar sem heimildir enda virðist sem spyrillinn hafi stundum tekið af viðmælandanum völdin. Þessi og önnur atriði sem snerta heimildafræðilegt gildi ritanna er nokkuð sem hver og einn verður að hafa í huga þegar þau eru notuð. Ævisögurnar skýra sýn okkar á þennan málaflokk þótt þær fjalli einungis um afmarkað svið og frá öðru sjónarhorni en lækn- ar og starfsfólk heilbrigðisstofn- ana er vant. Einhver ein niður- staða liggur ekki fyrir enda erf- itt að alhæfa út frá þessum ritum en nokkur atriði sem blasa við þegar þessar heimildir eru skoð- aðar skulu hér nefnd. Sjúk- dómsheiti almennings og í gömlum bókum er oft í litlu samræmi við raunverulega sjúk- dómsgreiningu eins og hún er þekkt í dag. Gigt gat verið bæði útvortis og innvortis svo dæmi séu tekin og brjóstveiki var sam- heiti yfir ýmis konar sjúkdóma andlega og líkamlega. Landfar- sóttir sem hrjáðu menn hér áður fyrr og drógu fjölda manns til dauða var til dæmis samheiti yfir fjölda sjúkdóma, til dæmis inflúensu og taugaveiki. Frá fyrstu tíð hafa íslendingar haft mikla tiltrú á læknum og jafnvel dýrkað þá sem dýrlinga en á síð- ari árum hefur nokkuð dregið úr þessari læknadýrkun. Þrátt fyrir þetta leituðu menn sér gjarnan lækninga eftir óhefð- bundnum leiðum, til dæmis með huglækningum og grasa- lækningum, án þess að í því fæl- ist nokkur vantrú á venjulegar Iækningar. Boðskapur lækna um hreinlæti, sóttvarnir, bætt mataræði og fleira nær tiltölu- lega fljótt og vel til almennings og hefur mikil áhrif á bætt heil- brigði. Þótt læknastéttin væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.