Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 74

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 74
326 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 vitandi aðför að atvinnufrelsi okkar, læknanna sem yngri er- um og erum ekki inni á samn- ingi núna? IV. En hvað segir í 1. grein samningsins? í stuttu máli kem- ur þar fram að TR ræður því hverjir komast á samning. TR skal við ákvörðun sína leita um- sagnar samráðsnefndar, sem á að taka tillit til eðlilegrar endur- nýjunar og nýrrar þekkingar, auk þess að meta þörf fyrir þjónustu í viðkomandi sérgrein. I nefndinni sitja tveir læknar og tveir fulltrúar TR. Samráðs- nefnd getur síðan leitað til ann- arrar nefndar sem í eiga sæti þrír læknar. Sú nefnd á að meta þörf fyrir sérfræðiþjónustu og benda á hvar skortur sé og hvar of- framboð. Allt þetta fjas er til einskis. Það sem eftir situr er að tryggingastofnun hefur loka- orðið um aðgengi sérfræði- lækna á samning og getur deilt og drottnað að eigin geðþótta. V. Hvað gengur sérfræðing- um til? Það er ekki eins og samningurinn sé góður, þeir hafi þokað sínum málum fram á veg. Þeir sem samninginn gerðu viðurkenna sjálfir að það er undanhald á öllum vígstöðvum. Er þessi kjarabarátta á réttri leið? Vel má vera að sérfræði- læknar á íslandi séu að verða æði margir. Það er hins vegar engin afsökun fyrir því að lækn- ar samþykki siðlausa reglugerð eins og þessa. Margir spítala- læknar hafa komið til unglækna síðustu daga, lýst yfir hneykslan sinni á samningnum og áhyggj- um yfir því að menn skuli ganga að slíkum afarkostum. Stað- reyndin er sú að grunnlaun lækna eru skammarlega lág. Ef þau væru betri gætu læknar kannski eytt orkunni í annað en að karpa um kaup og kjör. Breyting á kjörum okkar gerist hins vegar ekki nema með upp- stokkun og harðri kjarabaráttu, byggðri á meginreglum og sam- stöðu. Með því að fylgja grund- vallarreglum er kannski von til að við verðum samstíga. Nú í mars var tækifæri til að segja hingað og ekki lengra, það var ekki notað og við erum orðin vonlaus um að slíkt frumkvæði komi frá þeim læknum sem ráða í læknasamtökunum. Má vera að hagsmunir lækna séu svo ólíkir innbyrðis að ekki sé hægt að ná einni stefnu? Úrslit atkvæðagreiðslu um samning LR og TR urðu ung- læknum og læknum í framhalds- námi erlendis, samanlagt meira en 500 læknum, gífurleg von- brigði. Ekki má heldur gleyma nær 200 læknanemum. Aður hefur verið ríkjandi óánæ^ja með stefnuleysi Læknafélags Is- lands í mikilvægum málum. Síð- an gerist það að fámennur hóp- ur lækna gerir, með samþykki stjórnar LI, í tvígang vafasaman samning sem snertir mörg hundruð kollega, með skamm- tímahagsmuni að leiðarljósi. Engin leið virðist vera fær til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi endurtaki sig. Frið- samt og sómakært fólk forðast illindi og er seinþreytt til vand- ræða, en nú er nóg komið. Margir segja að unglæknar geti ekki staðið einir. Það er rangt. Reynsla síðustu fimm ára sýnir það að FUL hefur verið mjög virkt í hagsmunabaráttu ungra lækna, okkar aðalvandi er helsi þess bákns sem við verðum að starfa innan. Það hjálpar okkur einnig að við erum ung, full eld- móðs og samhuga, sem styrkir samningsstöðu okkar. Til fram- búðar hljóta læknar að vera best komnir í einum samstíga sam- tökum. í dag er Læknafélag Is- lands ekki slík samtök. Við höf- um ekki áhuga á fámennisstjórn af því tagi sem ríkir í Læknafé- lagi íslands og viljum því út. Stjórn Félags ungra lækna Psykodrama Notkun psykodrama við sállækningar einstak- linga, hópa og fjölskyldna í samvinnu Barnageðlækna- félags Islands, Geðlæknafélags Islands og Barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans verð- ur haldið námskeið um psykodrama dagana 3.-4. maí næstkomandi. Námskeiðið er einkum ætlað læknum, sál- fræðingum, félagsráðgjöfum, geðhjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki. Kennari verður Göran Hög- berg, sænskur geðlæknir barna jafnt sem fullorðinna. Hann hefur verið frumkvöðull psykodramameðferðar í Sví- þjóð og var meðal annars meðal stofnenda Svenska Psykodrama Institutet. Hann hefur kennt psykodrama víða um lönd. Psykodrama hefur verið við lýði um fjölda ára, þótt aðferðin hafi ekki rutt sér að ráði til rúms á Islandi. í Longmans orðabók- inni segir: „Psychodrama: A technnique of psychotherapy developed by J.L. Moreno (1890-1974), in which patients achieve new in- sight and alter faulty patterns of behaviour through spontaneous enactment oflife situations. The process involves (a) a protagon- ist, orpatient, who presents and acts out his or her emotinal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.