Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 76

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 76
328 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Möguleikar vetrarorlofs Vetrarlíf Eitt af stefnumálum Orlofs- nefndar læknafélaganna er að auka nýtingu bústaðanna. Fólki virðist vaxa vetrardvöl mikið í augum, færð er oft óviss, veður misjöfn og færra við að vera vet- ur en á sumri. Brekka, orlofs- bústaður læknafélaganna að Miðhúsum við Egilsstaði, hefur frá upphafi staðið að mestu ónotuð níu mánuði ársins. Því var ákveðið að gera úttekt, bæði á bústaðnum, vetrarútivistar- og afþreyingarmöguleikum á svæðinu að vetri. Miðhús eru rétt utan við Eg- ilsstaði nánar tiltekið, rúmlega 20 mínútna gang frá barnum á Hótel Valaskjálf. Húsið stendur um 100 metra frá Miðhúsum og er sá spölur ekki ruddur að vetri. Nauðsynlegt er að hafa með gönguskíði og höfuðljós ef ófærð er og jafnvel þó svo sé ekki. Húsið er gott heilsárshús, vel einangrað og svefnaðstaða fyrir sex til átta manns í þremur herbergjum. Það stendur í jaðri Selskógar rétt við Eyvindará. Fögur útsýn er til suðurs og til vesturs yfir Egilsstaði og stór verönd. í bústaðinn vantar sjón- varp, bækur, spil af nokkrum gerðum, standlampa til lestrar, mýkri dýnu í rúm niðri fyrir eldra fólk og nokkuð fleira smá- legt, verður ráðin bót á því. Sjónvarpið er sennilega rétt að staðsetja uppi. Deildar ntein- ingar hafa verið um sjónvarp í orlofsbústöðunum, en rétt er að fylgja meginstraumnum í því efni og veðurfregnir sjónvarps eru mikilvægar útivistarfólki. Sjö hundruð kílómetrar eru til Egilsstaða og er suðurleiðin yfirleitt fær. Apex fargjald Flug- leiða er 9.730 krónur fyrir full- Brekka orðna og rúmlega 7.000 þúsund fyrir börn. Þarf að panta með að minnsta kosti tveggja daga fyrir- vara og dveljast lágmark þrjár nætur. Hagstæð kjör eru á bfla- leigubílum, viku- eða pakkatil- boð. Ferðasagan Við hjónin stóðum allt í einu á Egilsstaðaflugvelli fimmtu- dagskvöld í lok febrúar og horfðum hvort á annað. Heil ei- lífð fram á sunnudag, við bara tvö, þekkjum engan og enginn til að spila við. Gunnhildi hrýs hugur við að standa allan tím- ann og ég athuga bókakostinn. Skyndilega birtist Hrafnkell með Freyfaxa, vélfák rauðan, hlaðbak af mözdugerð og við fá- um annað að hugsa um. Eftir tvo hringi um Egilsstaðakaup- tún og fyrirspurn í sundlaug staðarins, sem eindregið skal mælt með, ókum við að Mið- húsum. Edda tók þar á móti okkur og ók okkur og farangri á torfærutrölli því sem hún ekur á í vinnuna, að bústaðnum. Síðan var þetta einn draum- ur. Vestanátt, bjart, hiti 0-12°, himinninn þakinn perluskýjum annað kvöldið og gullroðnum tjásum hitt. Gönguskíðaferð um endilanga Gagnheiði með útsýn til Herðubreiðar, Öskju og Snæfells. Mjóifjörður og Seyðisfjörður opnuðust fyrir fótum okkar. Við gengum að Litlanesfossi og Hengifossi í klakaböndum, uppfyrir og horfðum til Snæfells, Lónsör- æfahálendisins, Hallormsstaða- skógar og út Vellina. Gunnhild- ur stillti sér til myndatöku á fossbrúnina (myndin í greininni er tekin neðar) og sagði áður, „ef þú sérð eitthvað rautt og fjólublátt fara niður fossinn með hljóðum. þá er það ég". Hún mælir oft fleyg orð hún Gunnhildur. „Hentu í mig hel- vítis hólkinum", þegar ég hitti ekki rjúpuna, og svo framvegis. Hún er að norðan. Þá ókum við niður Firði eitt síðdegið og síð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.