Læknablaðið - 15.10.1998, Síða 6
Zocor® - einstakar niöurstööur hjá
sjúklingum sem fengið hafa krans-
æðastíflu og hjá sjúklingum með
hjartaöng***
Eykur lífslíkur um 30%"
Minnkar hættu á hjartadauða um 42%2
(P=0,00001)
Langtímareynsla og langtímaöryggi staðfest.
ZOCOR (SilVIVÁSTATIN, MSD)
Mest rannsakað í sínum flokki
)ið hafa kransæðastíflu og sjúkl
eins og sýnt var fram á í 4S
um meö hjartaöng
Zocor MSD, 890108 TÖFLUR; C10 AA 01 R 0 Hver tafla inniheldur: Simvastatinum INN 10mg,
20mg eða 40mg. Eiginleikar: Simvastatin umbrotnar í beta-hýdroxýsýruform, sem keppir við
hýdroxý-3methýl-kóenzým A (HMG-CoA) redúktasa. Það er ensím, sem ákvarðar hraða kólest-
erólmyndunar. Simvastatin lækkar blóðþéttni heildarkólesteróls, LDL-kólesteróls og VLDL-kól-
esteróls og þríglýseríða, en hækkar blóðþéttni HDL-kólesteróls. Ekki er talið að meðferð með
simvastatin hafi í för með sér uppsöfnun af sterólum. Simvastatín hefur hærri þéttni í lifur þar
sem það umbrotnar og skilst síðan út í galli. 95% af lyfinu frásogast, próteinbinding er einnig
95% og hámarksblóðþéttni næst 1-2 klst eftir inntöku. U.þ.b. 60% skiljast út í galli, en 13% í
þvagi. Ábendingar: Óhófleg blóðfituhækkun þegar sérstakt mataræði hefur ekki borið tilætlaðan
árangur. Þetta á við hækkað kólesteról af óþekktri orsök og blandaða blóðfituhækkun. Meðferð
á sjúklingum, sem fengið hafa kransæðastíflu og sjúklingum með hjartaöng til að auka lífslíkur,
minnka hættu kransæðastíflu og minnka þörf á hjáveituaðgerðum og kransæðavíkkun. Frábend-
ingar: Virkur lifrarsjúkdómur eða stöðugt hækkuð lifrarenzým í blóði af óþekktri orsök. Ofnæmi
fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins. Meðganga. Brjóstagjöf. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið
ætti ekki að gefa konum á barneignaaldri nema notuð sé örugg getnaðarvörn. Varúð: Mælt er
með því, að prófanir á lifrarstarfsemi verði framkvæmdar hjá öllum sjúklingum, áður en með-
ferð hefst og tvívegis eftir það á hálfs árs fresti eftir síðustu skammtabreytingu. Oftar þarf að
fylgjast með sjúklingum, sem fá hækkaða þéttni transamínasa í sermi. Ef þær verða þrálátar eða
hækka þrefalt, ætti að hætta lyfjameðferð. Sjúklingar sem neyta áfengis í óhófi eða hafa fengið
lifrarsjúkdóm, eiga að nota lyfið með varúð. Vöövaáhrif: í örfáum tilvikum gefur meðferð með
HMG-CoA redúktasahemlum tengst vöðvakvillum (<0,1%). Einkenni þessa eru vöðvaverkir,
eymsli og slappleiki, þá skal meðferð hætt og einnig ef CK-gildi hækka tífalt. Meðferð skal
stöðva alveg eða hætta í bili hjá sjúklingum í bráðaástandi, sem gæti leitt til vöðvakvilla eða til
nýrnakvilla vegna rákvöðvalýsu. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Kviðverkir, hægðatregða.upp-
þemba og ógleði. Sjaldgæfar (0,1-1%); Slen, svefnleysi, höfuðverkur, lystarleysi, niðurgangur,
útþot. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Vöðvakvilli, hækkun kreatíníns í sermi. Kláði, hárlos, svimi,
brisbólga, skyntruflanir, útlægur taugakvilli, uppköst og blóðleysi. Rákvöðvalýsa, lifrarbólga,
ofsabjúgur, helluroðalík einkenni, fjölvöðvagigt, æðabólga, blóðflagnafæð, eósínfíklafjöld, hækk-
að sökk, liðbólgur, liðverkur, ofsakláði, Ijósnæmi, sótthiti, kinnroði, andnauð og lympa. Milli'
verkanir: Blóðþéttni warfaríns og annarra kúmaræínafleiða getur hækkað ef þau eru tekin sam-
tímis simvastatíni. Hætta á vöðvakvilla eykst með samhliða notkun HMG-CoA redúktasahemla
og fíbrata, nikótínsýru og ónæmisbælandi lyfja, þ.m.t. cíklóspóríns og ítrakónazóls, því ber að
fylgjast með kvörtunum um vöðvaverki og kanna CK-gildi í sermi. Skammtastærðir handa full*
orðnum: Sjúklingi skal ráðlagt kólesteróllækkandi fæði, áður en simvastatín er gefið og halda því
áfram meðan á lyfjameðferðinni stendur. Við væga kólesterólhækkun er byrjunarskammtur 5 mg
á dag, en venjulegur upphafsskammtur er 10 mg og má vera 20 mg í fyrirbyggjandi meðferð
hjá kransæðasjúklingum. Lyfið er gefið í einu lagi að kvöldi. Auka má skammtinn með minnst
4 vikna millibili að hámarki 40 mg daglega. Hámarksskammtur er 10 mg ef ónæmisbælandi lyí
eru gefin samtímis. Sami hámarksskammtur á við hjá sjúklingum með alvarlega nýrnabilun
(kreatínín klerans minna en 30 ml/mín), nema með mikilli varúð. Skammtastærðir handa börn-
um: Lyfið er ekki ætlað börnum Pakkningar (allt þynnupakkað) og verð: Töflur 10mg: 28 stk.
- 3659 kr. 98 stk. - 10700 kr (apríl, 1998) Töflur 20mg: 28 stk. - 5584 kr. 98 stk. - 16772 kr
Töflur 40mg: 28 stk. - 6386 kr. 98 stk. - 19822 kr. íslenskur umboðsaðili: Farmasía ehf, Síðu-
múla 32,108 Reykjavík. Change of indication based on IPC-ZCR-T-0797
Tilvísanir:
1) Scandinavian Simvastatin Survival Study Group: Randomized Trial of cholesterollowering in
4444 patients with coronary heart disease: The Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S)-
Lancet 344(8934): 1383-1389,1994
2) Kjekshus et al: Reducing the risk of coronary events: Evidence from the Scandinavian Sim-
vastatin Survival Study (4S). Am J Cardiol 76(9): 64C-68C, 1995
3) Pedersen TR et al: Safety and tolerability of cholesterol lowering with simvastatin over 5 ye-
ars in the Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S). Arch Intern Med, 156: 2085-2092,
1996
^ MERCK SHARP & DOHME
FARMASÍA
ehf.
* Skrásett vörumerki fyrir Merck & CO., INC., Whitehouse Station, N. J., U.S.A.
í samræmi við ábendingu, sem lyfjanefnd hefur samþykkt. *** Sjúklingar undir 75 ára aldri með kólesteról í sermi yfir 5,5 mmól/l.