Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Síða 14

Læknablaðið - 15.10.1998, Síða 14
726 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Fig. 2. A genetic model for colorectal tumorigenesis (modified from ref. 11). It was first discovered tliat clianges in certain abnormali- ties in chromosomes 5,12,18 and 17 were important for cancer formation. Following studies looked at tltese areas more closely and finally genes were identified tliat were found to be of more importance tlian otliers. Eins og mynd 1 sýnir þá eru einkum tvær gerðir bæligena. Annars vegar eru bæligen sem skrá fyrir prótínum sem hafa áhrif á og stjórna frumuhringnum (cell cycle), það er hringrás at- burða frá einni frumuskiptingu til hinnar næstu. Stýriþættir frumuhringsins, sem stað- settir eru í frumukjarnanum, gegna lykilhlut- verki í því að tvinna saman og túlka jákvæð boð æxlisgena og neikvæð boð bæligena (15). Sameindir sem áhrif hafa á frumuhringinn stjórna því hvort fruman skiptir sér eða hættir að skipta sér og sérhæfist eða fer í stýrðan frumudauða. Bæligenið p53 er gott dæmi um gen sem bælir krabbameinsmyndun vegna áhrifa á frumhringinn. Tap á arfblendni á iitn- ingasvæði gensins finnst í rúmlega helmingi allra krabbameina en tíðnin er mismikil eftir krabbameinsgerðum (16). Þegar skemmdir verða á erfðaefninu eykst tjáning p53 gensins og stuðlar prótínið sem við það myndast að því að stöðva frumuhringinn svo viðgerðir á erfðaefn- inu geti orðið. Genið gegnir ennfremur því hlutverki að örva stýrðan frumudauða ef við- gerðin hefur ekki tekist. Hins vegar eru gen sem gegna sérhæfðu við- gerðarhlutverki. Dæmi um slík gen eru liMSH2 og hMLHl en þau skrá fyrir sameindum sem talin eru gegna viðgerðarhlutverki í ákveðnum erfðaefnisskemmdum í ristilþekjufrumum, eink- um svonefnt misparað (mismatched) DNA. Kímlínubreytingar (germline) í þessum genum eru taldar stuðla að myndun arfbundins non- polyposis ristilkrabbameins (HNPCC) (2). Við tap á áðumefndum bæligenum fjölgar frumum sem hafa útbreiddar erfðaefnisskemmd- ir, auk þess sem hindrun verður á stýrðum frumudauða og eykur þetta verulega líkur á krabbameinsmyndun. Af ofansögðu er ennfremur Ijóst að áhrif stökkbreytinga í æxlisgenum er ólík áhrifum þeirra í bæligenum. A meðan stökkbreyting í annarri samsætu æxlisgens er ríkjandi, veldur til dæmis örvun frumuskiptinga óháð hinni samsætu gensins, þá eru bæligen víkjandi hvað þetta varðar. Stökkbreyting í annarri samsætu gens hefur yfirleitt engin áhrif svo framarlega sem hin samsætan er tjáð eðlilega. Röð erfðaefnisbreytinga í myndunarferli krabbameins: Nokkuð er síðan vísindamenn gerðu sér grein fyrir því að til þess að illkynja krabbameinsfruma geti myndast, þurfa að verða margar skemmdir á erfðaefninu. Sú stað- reynd að nýgengi krabbameina eykst með aldrinum er talin skýrast af þeim langa tíma sem það tekur nægilegan fjölda erfðaefnis- skemmda að myndast (16). Erfðaefnisskemmd- irnar eru ekki aðeins margar heldur ná einnig til margra litningasvæða og er oftast bæði um of- tjáningu æxlisgena og tap eða stökkbreytingu bæligena að ræða. Ennfremur er ljóst að það er ekki tilviljun ein sem ræður því hvaða erfða- efnisskemmdir eiga sér stað við umbreytingu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.