Læknablaðið - 15.10.1998, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
733
meðferð. Ennfremur myndi þetta hvetja lækn-
inn til að fylgja betur eftir sjúklingi sem líkleg-
ur væri til að fá útbreiddan sjúkdóm og veita
honum meiri meðferð. Islenskir vísindamenn
hafa bent á að sameindaerfðafræðilegar rann-
sóknir á blöðruhálskirtilskrabbameini kynnu
að hafa betra forspárgildi um gang sjúkdóms-
ins en nútíma aðferðir bjóða upp á. En það voru
rannsóknir á arfbundnu brjóstakrabbameini á
Islandi sem komu mönnum á sporið. Þannig
kom í ljós að ákveðin kímlínustökkbreyting í
BRCA2 geninu (999del5) tengdist ekki aðeins
brjóstakrabbameini heldur einnig ýmsum öðr-
um krabbameinum, þar á meðal blöðruhálskirt-
ilskrabbameini (28). Við nánari rannsóknir á
þessum fjölskyldum kom í ljós að fyrsta og
annars stigs karlkyns ættingjar brjóstakrabba-
meinssjúklinga með kímlínustökkbreytingu í
þessu geni, voru í aukinni hættu á að fá blöðru-
hálskirtilskrabbamein. Ennfremur reyndust
sjúklingar með blöðruhálskirtilskrabbamein,
sem höfðu þessa kímlínustökkbreytingu, hafa
verri horfur heldur en þeir sem ekki höfðu hana
(68). Ekki er Ijóst á þessu stigi hvort sjúklingur
með blöðruhálskirtilskrabbamein og þessa til-
teknu kímlínustökkbreytingu í BRCA2 geninu
hefði hag af hertu eftirliti eða meiri meðferð,
en framtíðarrannsóknir munu væntanlega varpa
ljósi á þetta mál.
Fyrir sjúklinga með hvítblæði geta sam-
eindaerfðafræðilegar rannsóknir komið að
gagni við greiningu sjúkdómsleifa (minimal
residual disease), enda er blóð og mergur sér-
lega aðgengilegur vefur til rannsókna af þessu
tagi. Næmni þessara rannsóknaraðferða er slík
að þær geta greint eina hvítblæðisfrumu innan
allt að milljón eðlilegra frumna (3). Að greina
með þessum hætti sjúkdómsleifar eftir kröftuga
krabbameinslyfjameðferð getur til dæmis hjálp-
að læknum að ákveða hvort áframhaldandi
meðferð sé nauðsynleg eða ekki (69). Auk þess
gætu þær nýst við nákvæma greiningu á endur-
komu sjúkdóms (70).
Lokaorð
Niðurstöður sameindaerfðafræðilegra rann-
sókna eru famar að hafa áhrif á ýmsum sviðum
krabbameinslækninga. Eflaust verða forvarnir
gegn krabbameinum í brennidepli en væntan-
lega verða einnig miklar framfarir í meðferðar-
úrræðum fyrir krabbameinssjúklinga. Niður-
stöður rannsókna undanfarinna ára hafa sýnt að
flest krabbamein myndast vegna uppsafnaðra
skemmda í erfðaefninu. Vissar skemmdir virð-
ast geta spáð fyrir um myndun krabbameins
síðar á ævinni og aðrar sagt til um horfur
greindra krabbameinssjúklinga. í þessari grein
hefur verið minnst á nokkrar erfðaefnis-
skemmdir sem sýnt hefur verið fram á að hafa
áðurnefnt forspárgildi. Skilningur á mikilvægi
þessara erfðaefnisskemmda í myndun krabba-
meina eykur jafnframt skilning manna á for-
sendum eðlilegs frumuvaxtar og heilbrigðs lífs.
Þessi staðreynd knýr vísindamenn til frekari
rannsókna og munu niðurstöður þeirra væntan-
lega hjálpa læknum að komast nær takmarki
sínu, það er að lækka nýgengi krabbameina,
bæta horfur krabbameinssjúklinga og jafnvel
lækna sjúkdóma sem áður hafa verið ólæknan-
legir.
Þakkir
Höfundur vill þakka eftirtöldum aðilum fyrir
yfirlestur handrits og gagnlegar ábendingar: dr.
Helga Sigurðssyni yfirlækni á krabbameins-
lækningadeild Landspítalans, dr. Helgu M. Ög-
mundsdóttur yfirlækni á rannsóknastofu í
frumu- og sameindalíffræði, Krabbameinsfé-
lagi Islands, Steinunni Thorlacius líffræðingi á
rannsóknastofu í frumu- og sameindalíffræði,
Krabbameinsfélagi Islands og dr. Sigurði Ingv-
arssyni líffræðingi á Rannsóknastofu Háskóla
Islands í meinafræði.
HEIMILDIR
1. Frei E. Pathobiology of cancer. Scientific American, Inc.
1996: 1-23.
2. Fearon ER. Colorectal cancer: molecular genetic studies
and their future clinical applications. Med Pediatr Oncol
1996; Suppl. 1:35-40.
3. Cline MJ. Mechanisms of disease: The molecular basis of
leukemia. N Engl J Med 1994; 330: 328-36.
4. Basic Genetic Mechanisms. In: Alberts B, Bray D, Lewis J,
Raff M, Roberts K, Watson JD, eds. The Molecular Biology
of the Cell. New York: Garland Publishing 1989: 201-71.
5. Weinberg RA. The action of oncogenes in the cytoplasm
and nucleus. Science 1985; 230: 770-83.
6. Sinn E, Muller W, Pattengale P, Tepler I, Wallace R, Leder
P. Coexpression of MMTVIv-Ha-ras and MMTVIc-myc
genes in transgenic mice: synergistic action of oncogenes in
vivo. Cell 1987; 49: 465-75.
7. Harris H, Miller OI, Klein C, Worst S, Tachibana T. Sup-
pression of malignancy by cell fusion. Nature 1969; 223:
363-7.
8. Stanbridge EJ, Der CJ, Doersen CJ, Nishimi RY, Peehl DM,
Weissman BE, et al. Human cell hybrids: analysis of trans-
formation and tumorigenicity. Science 1982; 215: 252-9.
9. Knudsen AG. Mutation and cancer; statistical study of
retinoblastoma. Proc Natl Acad Sci 1971; 68: 820-3.
10. Sparkes RS, Murphree AL, Lingua RW, Sparkes MC, Field
LL, Funderburk SJ, et al. Gene for hereditary retinoblast-