Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 32

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 32
744 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Tal- og málþroskaröskun hjá börnum er ein algengasta röskun í taugaþroska þar sem æðri heilastarfsemi kemur við sögu og er þrisvar til fjórum sinnum algengari hjá drengjum en stúlkum (3,4). Margar ástæður er hægt að til- greina sem réttlæta að vel sé fylgst með mál- þroska á leikskólaárunum og skulu hér nefndar þær helstu. Skertur málþroski á leikskólaaldri getur verið áhættuþáttur með tilliti til lestrar- og stafsetningarerfiðleika síðar, einkum ef vandamálið varðar ekki aðeins tal, heldur nær einnig til máls (4). Rannsóknir á meðferð barna á leikskólaaldri vegna úrvinnslutruflana á mál- hljóðum benda til þess að hægt sé að minnka líkur á lestrarerfiðleikum í grunnskóla (5,6). Aukin tíðni hegðunarröskunar og tilfinninga- truflana tengist skertum ntálþroska (7,8) en slík vandamál má að einhverju leyti fyrirbyggja með góðri þjónustu. Þá leiða áhyggjur foreldra af málþroska hjá börnum sínum oft til þess að önnur þroskavandamál eru skilgreind (9). I einni rannsókn nefndu 98% foreldra barna sem höfðu greinst með einhverfu, að fyrstu áhyggj- ur hafi verið af málþroska (10). Mikilvægt er því að uppgötva snemma frávik í málþroska. Áhyggjur foreldra eru mikilvægur þáttur í því að greining og meðferð hefjist snemma. Viðbúið er að áhyggjur foreldra séu tjáðar með mismun- andi hætti í ólíkum samfélögum, bæði út frá þekkingu fólks á þroska og þroskafrávikum en einnig út frá hefðum í tungumálinu sjálfu. Hér er lagður grunnur að íslenskri umfjöllun um áhyggj- ur foreldra af málþroska með því að skoða svör þeirra við spumingu um málörðugleika hjá böm- um á aldrinum tveggja til sjö ára með spuminga- lista yfir atferli bama og unglinga (Child Behav- ior Checklist, CBCL). Einnig er sjónum beint að því hvemig áhyggjur foreldra af málþroska bama birtast þegar þær eru færðar í orð. I því sambandi er sérstaklega skoðað hvort greinar- munur er gerður á máli og tali. Þá er athugað hvaða ályktanir megi draga af niðurstöðum spurningalistans um málörðugleika. Efniviður og aðferðir Kannaðar voru áhyggjur foreldra af mál- þroska barna eins og þær birtast sem svar við spurningu um málörðugleika á spurningalista yfir atferli barna og unglinga. Um leið voru skoðaðar stuttar lýsingar foreldra á birtingar- formi málörðugleika í því skyni að átta sig bet- ur á því hvað þeir telja áhyggjuefni þegar mál- þroski barna þeirra á í hlut. Skoðuð voru svör foreldra 444 íslenskra barna á aldrinum tveggja til sjö ára þegar þeir voru spurðir um málörðugleika. Byggt var á faraldsfræðilegri rannsókn á geðheilsu ís- lenskra barna og unglinga á aldrinum 2-18 ára, þar sem spurningalistinn yfir atferli var notað- ur. Um framkvæmd þeirrar rannsóknar, svar- hlutfall, brottfall og helstu niðurstöður má lesa annars staðar (11-13). Um var að ræða börn af öllu landinu, en Reiknistofnun Háskóla Islands annaðist val á úrtaki að undangenginni umfjöll- un Tölvunefndar. Spurninglistinn yfir atferli er þaulrannsakað- ur staðlaður matslisti sent kannar þroska, hegð- un og tilfinningar hjá börnum og unglingum (14,15). Á listanum eiga foreldrar að merkja við ákveðinn fjölda fullyrðinga. Málþroski er athugaður á spurningalistanum með fullyrðing- unni A við málörðugleika að stríða, lýsið nán- ar. Þrír svarmöguleikar eru fyrir hendi: 0 = ekki rétt, 1 = að einhverju leyti rétt eða stundum rétt, 2 — á mjög vel við eða er oft rétt. Þá er rúm til þess að bæta við skriflegum at- hugasemdum eða skýringum foreldra á birting- arfornti málörðugleika barnanna. Gengið var út frá því að tíðni svara við ofan- greindu atriði á spumingalistanum segi til um fjölda þeirra foreldra sem hafa áhyggjur af mál- þroska hjá bömum á aldrinum tveggja til sjö ára. Athugasemdirnar sem foreldrar bættu við, þegar þeir merktu ýmist við valmöguleika 1 eða 2 gefa síðan til kynna í hverju áhyggjur foreldra felast helst. Gert var ráð fyrir því að merkingar 1 og 2 kæmu oftar fyrir hjá drengjum en stúlkum, þar sem málþroskafrávik eru algengari meðal drengja en stúlkna. Þá var álitið áhugavert að skoða hvernig áhyggjur foreldra tengjast aldri. Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna benda til, að börnum á leikskólaaldri með máþroska- vandamál fækki upp að sex ára aldri (16). Ut frá því mætti álykta að foreldrum, sem hafa áhyggjur af málþroska, fækki með hækkandi aldri bamanna. Ef á hinn bóginn viðhorfið þetta kemur er algengt, eins og klínísk reynsla bendir til, gæti það þýtt að áhyggjur af málþroska vöknuðu seint. Búist var við að foreldrar mundu frekar vísa til tals en máls í athugasemdum sínum. Árið 1987 var bent á þann vanda, að þeir sem feng- ust þá við faraldsfræði málþroskavandamála á engilsaxnesku menningarsvæði væru fyrst og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.