Læknablaðið - 15.10.1998, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
745
Tafla I. Aldur barnanna og svör foreldra (%) um málörðugleika
eftir því hvernig þeir merktu viÖ á spurningalista yfir atferli
barna og unglinga (0,1,2).
Málörðugleikar (%)
0 1 2
Aldur Ekki Stundum Oft Fjöldi
2 (87,6) (11,2) (1,1) 89
3 (85,7) (10,7) (3,6) 56
4 (84,0) (11.1) (4,9) 81
5 (85,3) (12,0) (2,7) 75
6 (88,9) (6,9) (4,2) 72
7 (93,0) (4,2) (2,8) 71
Fjöldi alls 388 42 14 444
Hlutfall alls (87,4) (9,5) (3,1) (100)
fremst að flokka talvandamál, hljóðfræðilegs
eðlis, en síður þætti sem tengjast málskilningi
(16). I yfirlitsgrein frá 1994 var þessi vandi
ítrekaður (4). Það er því líklegt að aðgreining í
tal og mál taki nokkurn tíma að festa sig í sessi
hjá almenningi. Urvinnsla málhljóða og mál-
skilningur eru auk þess þroskaþættir sem erfitt
er að átta sig á. A hinn bóginn vefst ekki fyrir
neinum ef böm eiga erfitt með að bera fram
ákveðin hljóð eins og r og 5. Þar af leiðandi er
viðbúið að foreldrar hafi meiri áhyggjur af tali
en máli hjá börnum sínum.
Til þess að fá fram óháð mat á þessari tilgátu
voru fjórir talmeinafræðingar fengnir til þess
að flokka athugasemdir foreldra eftir tegund
erfiðleika, hvort þeir snerust fyrst og fremst um
tal, fyrst og fremst um mál eða hvort um væri
að ræða þriðja möguleikann, að ekki yrði ráðið
af athugasemdunum hvort ætti betur við. Til
þess að fá einnig óháð mat sérfræðinga á stig
áhyggja, eins og þeim var lýst í athugasemdum
foreldra, flokkuðu talmeinafræðingar þær í
þrennt, hvort þeir töldu að áhyggjur væru
óþarfar (vísuðu til eðlilegs málþroska), eða að
þær gæfu til kynna að um vægt eða alvarlegt
frávik væri að ræða. Hér er því um að ræða
flokkun á áhyggjum foreldra en ekki mat á
vandamálum barnanna.
Allir talmeinafræðingamir skoðuðu allar at-
hugasemdir foreldra.Við flokkunina höfðu þeir
aðgang að aldri bamanna, en hvorki að merk-
ingum foreldra (7 eða 2), né kyni barnanna. Til
þess að meta innbyrðis samræmi í flokkun tal-
meinafræðinganna var reiknað út samhljóða-
og meirihlutaálit. Til þess að meta þátt tilvilj-
unar í innbyrðis samræmi í flokkun var notuð
innanflokkafylgni (intraclass correlation) (17)
fyrir stig erfiðleika, en kappastuðull (18) fyrir
tegund erfiðleika.
Niðurstöður
Notuð voru öll gild svör við atriðinu um
málörðugleika í aldurshópunum tveggja til sjö
ára á spurningalista yfir atferli, það er 0,1 eða
2. I 50 af 56 skiptum bættu foreldar við
skrifuðum athugasemdum eftir að hafa merkt
við 1 eða 2. Meirihluti svarenda voru mæður
eða yfir 90% (13). í töflu I kemur fram aldur
og fjöldi barnanna í hverjum aldursflokki.
Fjöldi einstaklinga dreifist nokkuð jafnt á
aldursflokka ef þriggja ára böm eru undanskil-
in. Taflan sýnir dreifingu svara foreldra eftir
aldri barnanna. Langflestir foreldranna, eða
rúmlega 87%, hafa engar áhyggjur af mál-
þroska. I 12,6% tilvika merktu foreldrar við 1
eða 2 í öllum aldurshópum samanlagt. Dreifing
svara gaf við fyrstu sýn til kynna að þeim fækki
með hækkandi aldri sem teljast með málörðug-
leika. Þessi tilhneiging reyndist langt frá því að
vera marktæk (%2(5, N=444)=3,4, p=0,6)*. Á
því aldursbili sem rannsakað var reyndist fjöldi
foreldra sem hafði einhverjar áhyggjur af
málþroska því ekki háður aldri bamanna.
Foreldrar tilgreindu fleiri drengi (15,6%) en
stúlkur (9,8%) þótt sá munur væri ekki fylli-
lega marktækur (X2(L N=442)=3,3, p=0,07).
Þetta kynhlutfall (1,5:1) er ekki dæmigert þeg-
ar alvarleg frávik eru annars vegar, þar sem
reiknað er með þremur til fjórum drengjum á
móti hverri stúlku.
Til þess að afla meiri upplýsinga um svör
foreldra voru fjórir talmeinafræðingar fengnir
til að flokka skriflegar athugasemdir þeirra eft-
ir tegund (tal eða mál) og stigi erfiðleika (eðli-
legur málþroski, væg eða alvarleg frávik), sem
lýst var. Gott samræmi var í flokkun talmeina-
fræðinga á tegund erfiðleika, en í 90% tilvika
voru að minnsta kosti þrír þeirra sammála um
flokkun á athugasemdum foreldra. Þetta var
einnig metið með kappastuðli fyrir öll hugsan-
leg pör talmeinafræðinga (1,2; 1,3; 1,4; 2,3;
2,4; 3,4). Kappastuðull reyndist breytilegur eft-
ir pörum en að meðaltali 0,54 (0,32-0,77) sem
er miðlungs samsvörun (18).
I 72% tilvika reyndust athugasemdir foreldra
vísa fyrst og fremst til tals en í 18% tilvika til
máls, en óvíst í 10% tilvika, samkvæmt ofan-
greindri flokkun talmeinafræðinga. Þær at-
hugasemdir sem talmeinafræðingar flokkuðu
undir tal vísuðu aðallega til framburðar, nokkr-
um sinnum til stams, sjaldan til vansköpunar á
talfærum og aldrei til raddvandamála. Mál vís-
aði til athugasemda um verulega seinkaða mál-