Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 36

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 36
746 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Tafla II. Mat á stigi erfiðleika. Þrískiptflokkun talmeinafrœðinga á athugasemdum foreldra eftir aldursflokkum (samhljóða og meirihluti). Stig erfiðleika Aldursbil Eðlilegur málþroski Vægt frávik Alvarlegt frávik Samtals 2-4 12 6 4 22 5-7 0 6 12 18 Samtals 12 12 16 40* • í 10 tilvikum varekki meirihluti. töku, lítinn orðaforða, að milliorðum væri sleppt, orðgleymsku, vitlausa orðaröð, heyrnarskerð- ingu og tvö eða fleiri tungumál. Framburður var því lang algengasta áhyggjuefni foreldra. Gott samræmi var einnig í mati talmeina- fræðinga þegar þeir flokkuðu athugasemdir foreldra eftir alvarleika. I 80% tilvika voru tal- meinafræðingarnir samhljóða eða í meirihluta um mat á stigi erfiðleika samkvæmt athuga- semdum foreldra. Sömuleiðis gaf innanflokka- fylgni góðan áreiðanleika eða 0,94 miðað við meðaltal fjögurra talmeinafræðinga. Stig erfið- leika fór vaxandi með aldri samkvæmt flokkun talmeinafræðinganna (%2(2, N=40)=15,8, p <0,01) þegar gengið var út frá meirihlutamati (tafla II). í um það bil fjórðungi tilvika töldu talmeinafræðingar að athugasemdir foreldra gæl'u til kynna eðlilegan málþroska og voru þau öll hjá börnum á aldrinum tveggja til fjög- urra ára. Engar athugasemdir foreldra voru taldar benda til eðlilegs málþroska hjá fimm til sjö ára börnum. Umræða Ahyggjur foreldra af málþroska barna sinna eins og þær birtust í svörum við spurningum á spurningalista yfir atferli barna og unglinga ná til margs konar áhyggjuefna í tali og máli, þótt áhyggjur af framburði séu algengastar. Tæp- lega 13% foreldra bama á aldrinum tveggja til sjö ára virðast hafa einhverjar áhyggjur af mál- þroska og reyndist tíðni þeirra óháð aldri. Þá virtist tilhneiging til þess að foreldrar hefðu fremur áhyggjur af drengjum en stúlkum. For- eldrar tilgreindu mun síður málörðugleika en talörðugleika í svörum sínum þrátt fyrir að sér- staklega væri spurt um málörðugleika. Ahyggj- ur foreldra voru oftast taldar raunverulegar af talmeinafræðingum. Þessir sérfræðingar mátu * Viö útreikninga á kí-kvaðrati var nauösynlegt aö fella saman svör 1 og 2. alhugasemdir foreldra alvarlegri með hækk- andi aldri barnanna. Spurningalisti yfir atferli barna og unglinga nær til tjölbreytilegra ástæðna fyrir áhyggjum foreldra af málþroska. Hann getur gefið vís- bendingar um hversu algengar slíkar áhyggjur eru, en segir ekki mikið um alvarleika mál- þroskavandamála eða hversu stór hópur þarfn- ast meðferðar. Ef hann er notaður til skimunar er fyllsta ástæða til þess að athuga betur hvað býr að baki áhyggjum af málþroska. Það er til dæmis hægt að gera með markvissum spurn- ingum eða annarri skimunartækni áður en ákvörðun er tekin um tilvísun. Tíðni áhyggja foreldra í þessari rannsókn er óháð aldri á aldursbilinu tveggja til sjö ára. Ahyggjur íslenskra foreldra vakna snemma, en ekki er vitað hvað ræður því hvenær leitað er til sérfræðinga. Líklegt er að áhyggjur foreldra breytist með hækkandi aldri barnanna enda þótt það verði ekki ráðið beint af svörum þeirra hér. Flokkun talmeinafræðinga á athugasemd- um foreldra varðandi stig erfiðleika sýndi hins vegar að þeir litu athugasemdir foreldra alvar- legri augum eftir því sem börnin voru eldri. Flokkun talmeinafræðinga á athugasemdun- um leiddi ennfremur í Ijós að mikill meirihluti vísaði til tals. Foreldrar svöruðu um talerfið- leika þótt spurt væri um málörðugleika. Svör hefðu vafalítið orðið önnur ef þeir hefðu sér- staklega verið beðnir um að greina þarna á milli. Þá er hugsanlegt að sú skipting sem kom fram vísi til raunverulegs munar á algengi þessara vandamála. Lítil hefð fyrir aðgreiningu í tal og mál í íslensku er einnig hugsanleg skýr- ing á því af hverju flestar athugasemda foreldra voru um tal. Þetta þarf að kanna nánar, en gögn þessarar rannsóknar gefa ekki kost á því. Áhyggjur foreldra af málþroska bama sinna eru oftast raunverulegar og eftir því sem barnið er eldra ber að líta umkvartanir þeirra alvar- legri augum. Þegar áhyggjur af tali eru látnar í ljósi þarf að kanna frekar hvað býr að baki. í því sambandi er mikilvægt að útiloka heymar- skerðingu og kanna hvort erfiðleikar ná einnig til máls. I þessari rannsókn fór engin greining fram, en áhugavert er að rannsaka frekar tengsl milli áhyggja sem látnar eru í ljósi og raun- verulegra vandamála. Rannsóknir Einars Guðmundssonar og Sig- urðar J. Grétarssonar (19-21), hafa sýnt að ís- lenskar mæður eru áreiðanlegir lýsendur þroska þegar þær eru spurðar nákvæmlega um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.