Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 48

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 48
756 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 ingur fullorðins fólks sem hefur ráð á því að leita ti! tannlæknis og mér er spum hvort við séum að hverfa aftur til tanngómaþjóðar. Þetta hef- ur komið fram bæði í athug- unum á vegum landlæknis- embættisins og athugunum tannlæknadeildar Háskólans og er mjög alvarlegt. Margir eru þeirrar skoðunar að meiri sparnaði sé beitt í heilbrigðisþjónustu en til dæmis í menntamálum og fleiri málaflokkum. Eg veit svo sem ekki hvað veldur, en flestir þeirra sem standa að sparnaðinum eru miðaldra stjórnendur og stjórnmála- menn sem virðast hafa gleymt tryggingalöggjöfinni og þekkja lítið til haga sjúklinga. I sambandi við þetta vax- andi misrétti sem við erum að upplifa má vísa til orða Jo As- vall, framkvæmdastjóra Evr- ópusviðs Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, en hann var gestur okkar á fundinum. Hann taldi umræðu um fátækt í heiminum vera á lalsverðum villigötum, þar sem menn vildu yfirleitt líta lil annarra heimsálfa en Evrópu þegar fá- tækt bæri á góma. En sam- kvæmt nýjustu rannsóknum búa nú hlutfallslega jafnmarg- ir við lífskjör undir fátæktar- mörkum í Evrópu, aðallega A- Evrópu, og þeim álfum sem menn hafa viljað nefna van- þróaðar. Þess vegna má búast við mjög vaxandi straumi flóttamanna. Hann upplýsti ennfremur að samkvæmt nýj- um skýrslum frá bresku heil- brigðisþjónustunni og Al- þjóðabankanum tækju menn á þeim bæjum nú skýra afstöðu gegn markaðsrekstri í heil- brigðisþjónustu, vegna afleið- inganna sem eru þær að jafn- ræði raskast, hluti íbúa fær verri þjónustu og þjónustan verður dýrari.“ „Den islandske epidemien“ - Frumvarp heilbrigðisráð- herra um gagnagrunn var kynnl á fundinum og eins afstaða þíns embættis til þess, er eitt- hvað þessu líkt í gangi á hin- um Norðurlöndunum? „Frumvarpið sjálft vildu kollegar mínir lítið ræða og þótti sem þar færi viðkvæmt innanríkismál. Menn ræddu hins vegar almennt um gagna- grunna og það kom skýrt fram að miðlægur gagnagrunnur er ekki til umræðu hjá þeim. Þeir leggja höfuðáherslu á að upp- lýsingar um heilsufar séu í mörgum litlum gagnagrunn- um en ekki einum stórum eins og lagt er til í fyrirliggjandi frumvarpi. Heilsufarsskrár eru lokaðar inni á opinberum stofnunum og ekki seldar á markaðsvirði til einkafyrir- tækja. Vissulega er sókn í það víðar en hjá okkur að fá að steypa heilsufarsupplýsingum saman, það var reynt í Finn- landi en því var hafnað og sömu sögu er að segja frá Noregi. Þar leitaði lyfjafyrir- tæki eftir upplýsingum úr sjúkraskýrslum frá rfkisspítöl- unum í Osló og bauð í staðinn 100 milljón dollara styrk til vísindarannsókna. Eina skil- yrðið fyrir styrknum, að fengn- um upplýsingum úr sjúkra- gögnum, var að á viðkomandi deild yrði einungis ávísað lyfjum frá fyrirtækinu næstu þrjú árin. Þessu var alfarið hafnað, þannig að umræða eins og hér hefur farið fram að undanfömu er einfaldlega ekki fyrir hendi á hinum Norður- löndunum. Reyndar datt út úr einum fundarmanna: Gud be- vare os for den islandske epi- demien - þótt ekki væri það mælt í opinberri umræðu.“ Olafur sagði að vissulega væru erfðafræðilegar upplýs- ingar til í tölvutæku formi, en alls ekki til samkeyrslu við aðrar upplýsingar. Á hinn bóg- inn eru mjög fáar reglur í gildi um ættfræðiupplýsingar, það er eins og hver og einn geti safnað þeim að vild. Þess vegna væri ekkert vandamál að færa slíkar upplýsingar inn í stóran gagnagrunn með kennitölum og öllu. En hvaða aðilar geta veitt leyfi til að nýta upplýsingar sem fyrir hendi eru? „Það eru starfandi tölvu- nefndir í hverju landi, þar er um að ræða embættismanna- nefndir, ráðherraskipaðar eftir tilnefningu ákveðinna stofn- ana, nákvæmlega eins og hjá okkur þar sem til dæmis full- trúar landlæknisembættisins og Háskólans eiga sæti í Tölvunefnd. Það sem greinir á milli er hins vegar að nefnd- irnar á hinum Norðurlöndun- um eru mjög vel mannaðar miðað við íslensku tölvunefnd- ina sem er í músarlíki. Vegna þessa hefur landlæknisemb- ættið lagt til, að komi til þess að heilsufarsupplýsingar færu í einhvern miðlægan gagna- grunn, verði eftirlit með þeim hjá landlæknisembættinu, í samræmi við þau lög sem í gildi eru.“ Samband læknis og sjúklings grundvallast á þagnarskyldu „Til að nýta heilsufarsupp- lýsingar í rannsóknarskyni gildir sú almenna regla, að sjúklingur verður að veita upplýst samþykki fyrir þátt- töku. Þetta byggir á þagnar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.