Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 759 þykki sjúklingsins alla daga. En það þarf ekki að fara lengra en niður á Spán til að finna það sem við myndum kalla ákafa forræðishyggju. Þar er sjúk- lingurinn talinn meira eða minna ófær um að vita hvað er honum fyrir bestu og hann lítið hafður með í ráðum. Um þetta eru skiptar skoð- anir meðal lækna og okkur hættir dálítið til að álíta okkar aðferðir bestar og að hinir séu ekki komnir eins langt á þró- unarbrautinni og við. Það er oft auðvelt að gera sig sekan um nokkurs konar menningar- lega heimsvaldastefnu í við- ræðum við fólk af öðrum menningarsvæðum. En það er ekkert sem segir að við höfum endilega rétt fyrir okkur. Stund- um göngum við dálítið langt í þessu og þröngvum jafnvel upp á sjúklingana upplýsingum sem þeir hafa ekki forsendur til að meta og vilja jafnvel ekki fá. En reglurnar segja að þeir eigi að fá að vita allt og stundum hættir læknum til að skýla sér á bak við þær reglur. Þar með eru þeir lausir allra mála og sjúklingurinn ber ábyrgð á sjálfum sér. Víða um heim eru viðhorfin þau að samfélagið og fjöl- skyldan kemur á undan ein- staklingnum. Hér heima látum við nákominn ættingja eins og maka ekki fá upplýsingar án þess að ráðfæra okkur fyrst við sjúklinginn. Sums staðar í Afríku og Asíu er þessu öfugt farið, þar er sjúklingurinn jafnvel sá síðasti sem fær eitt- hvað að vita um ástand sitt. í Kína er kerfið þannig að það er atvinnurekandinn sem í raun ber ábyrgð á heilsufari starfsmanna sinna og ef ein- hver þeirra deyr er fyrirtækinu skylt að ráða annan úr fjöl- skyldunni til starfa svo fram- færsla hennar sé tryggð. Þar eru læknar líka oft búnir að tala við atvinnurekandann og alla fjölskylduna um meðferð og batahorfur áður en sjúk- lingurinn fær nokkuð að vita.“ Að bjarga lífi eða bæta það - Setur það ekki sitt mark á siðfræði lækna að í þróunar- ríkjunum eru þeir að starfa upp á líf og dauða meðan lækn- ar á Vesturlöndum eru frekar að fást við lúxusvandamál eins og afleiðingar reykinga og offitu? „Jú, vissulega hefur það sín áhrif að læknar í þriðja heim- inum eru fyrst og fremst að bjarga lífi fólks meðan við hér á Vesturlöndum erum að reyna að bæta lífið og lengja það. Þá verður sú spurning áleitin hvort vestræn læknis- fræði sé hætt að snúast um grundvallaratriði en sé að breytast í einskonar markaðs- þjónustu þar sem fólk kemur til þess að fá sér nýtt útlit eða kaupa sér glasabörn." - Víða um heim leikur trúin stórt hlutverk í þeirri siðfræði sem læknar stjórnast af, er ekki svo? „Jú, og þar er munurinn líka mikill eftir trúarbrögðum. Við hér á Norðurlöndum erum ein- faldlega ekki trúuð nema þá í þeim skilningi að við lítum á vísindin sem trúarbrögð og leggjum allt okkar traust á þau. Það mætti jafnvel líta á lækna sem presta framtíðarinnar sem skera úr um líf og dauða og boða fagnaðarerindið í formi lukkupilla og eilífs kynlífs. Trúin getur sett mönnum skorður og hún getur líka virk- að á svipaðan hátt og reglumar sem við setjum okkur, orðið læknum skjól fyrir ábyrgð." - En trúin setur líka mark sitt á umræður um hluti eins og fóstureyðingar og lfknardráp. „Jú, einn læknaneminn, kona frá Súdan, sagði frá því að umræður um slíkt væru óhugsandi meðal lækna í lönd- um múslima. En það er ekki bara trúin heldur líka þetta sem við ræddum um áðan, læknar í þessum löndum eru uppteknir við að bjarga lífi. Sú hugsun að enda líf er víðsfjarri þeim. Þeir eru ekki komnir á það stig sem við erum að skera úr um það hvaða líf sé þess virði að því sé lifað.“ Siðfræðikennslu þarf að auka í HÍ - A ráðstefnunni var líka fólk frá austanverðri Evrópu, hvemig voru viðhorf þess? „Eg verð að játa að mér gafst ekki ráðrúm til að tala mikið við það fólk, en það verður spennandi að fylgjast með því sem þar gerist. Sum þessara ríkja eru í þeirri stöðu að þurfa að byggja heilbrigðis- kerfið upp frá grunni. Þama var til dæmis geðlæknanemi frá Rúmeníu sem sagði að hennar heimaland væri á stigi þróunarríkjanna hvað geð- læknisþjónustu varðar, hún væri varla til. En sum ríki Austur-Evrópu eru þó lengra á veg komin á þessu sviði, til dæmis Tékkland og Ungverja- land.“ - Nú ert þú kominn heim og sestur aftur í Háskóla Islands, er mikið rætt um siðfræði í læknadeildinni? „Nei, þegar á heildina er lit- ið get ég ekki sagt að það eigi sér stað mikil umræða um sið- fræði meðal læknanema. Það hafa verið haldnir einhverjir umræðufundir um siðfræði lækna þar sem mætingin hefur verið þokkaleg, en það mætti vera meira. Læknanámið er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.