Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 71

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 71
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 775 Vísindasiðanefnd Umsögn um drög að frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði í Vísindasiöanefnd eiga sæti Sigurður Guðmundsson for- maöur, skipaöur af ráöherra án tilnefningar, eftir tilnefningu eru skipaöir Tómas Helgason af LÍ, Reynir Tómas Geirs- son af læknadeild HÍ, Auðna Ágústsdóttir af Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræöinga, Mikael Karlsson af Siöfræöi- stofnun Hl, Björn Þ. Guðmundsson af lagadeild HÍ og Ein- ar Árnason af Líffræöistofnun HÍ. Varamenn eru eins skipaöir: Karl G. Kristinsson varafor- maður skipaöur af ráöherra án tilnefningar, Guðmundur Sigurðsson skipaður af LÍ, Ásgeir Haraldsson af lækna- deild HÍ, Krjstín Björnsdóttir af Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga, Ástríður Stefánsdóttir af Siöfræöistofnun HÍ, Davíð Þór Björgvinsson af lagadeild HÍ og Halldór Þorm- ar af Líffræðistofnun HÍ. I Vísindasiðanefnd hefur fjallað ítarlega um drög að frumvarpi um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Meginniður- staða nefndarinnar er þessi. Vísindasiðanefnd varar við gerð miðlægs gagnagrunns í því formi sem gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögunum. Vísinda- siðanefnd telur einkaleyfi (sér- leyfi) til að koma upp og reka gagnagrunna á heilbrigðissviði óviðunandi vegna mögulegrar skerðingar á rannsóknafrelsi sem í því felst. Vísindasiða- nefnd leggur til að fallið verði frá lagasetningu þessa efnis. II Helstu ástæður fyrir megin- niðurstöðu Vísindasiðanefnd- ar eru eftirfarandi. a) Nauðsyn persónuleyndar við færslu heilsufarsupplýs- inga er grundvallaratriði. Vísindasiðanefnd telur að persónuleynd og gagnaör- yggi sé best borgið í dreifð- um gagnagrunnum, í sam- ræmi við stefnumótun heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytis frá 1997. Engin dulkóðun getur komið í stað þess öryggis. Auk þess eru minni líkur til að margir dreifðir gagnagrunnar falli í hendur óviðkomandi heldur en einn miðlægur. b) Ekkert hefur komið fram sem bendir til að sömu vís- indalegu markmiðum verði ekki náð með aðskildum gagnagrunnum og með mið- lægum gagnagrunni. Unnt er að fallast á að miðlægur gagnagrunnur geti auðveld- að slíka vinnu en ekki að hann sé forsenda hennar. c) Friðhelgi einkalífsins er grundvallarmannréttindi. Stjórnvöld og löggjafi hafa ekki siðferðilegan rétt til að taka sér vald til að láta safna í einn stað jafn viðamiklum og viðkvæmum upplýsing- um um þegnana og hér er ætlunin. d) Enda þótt vel sé gengið frá dulkóðun upplýsinga, virðist vera unnt að komast fram hjá kóðanum á löglegan hátt. Sé ákveðið ættartré fengið úr einhverju af mörgum tiltækum ættfræðiritum hérlendis er unnt að bera það saman við dulkóðað ættartré í miðlægum gagnagrunni og leita eftir samsvörun. I litlu landi eins og okkar þarf ekki marga ættliði til að ættartré verði jafn einstök að lögun og fingraför. e)Eðlismunur er á ábyrgð í dreifðum og miðlægum gagnagrunnum. I dreifðum gagnagrunnum bera menn persónulega ábyrgð á upp- lýsingum en vegna stærðar miðlægs gagnagrunns yrði ábyrgð fólgin í vélrænu kerfi. Astæða er til að van- treysta fyrirkomulagi á vörslu viðkvæmra persónu- upplýsinga sem menn eru ekki ábyrgir fyrir heldur vélræn kerfi. Fari hins vegar svo ólíklega að haldið verði við áform um fyrirhugaða lagasetningu gerir Vísindasiðanefnd eftirfarandi meginathugasemdir við frum- varpsdrögin. m Álitamál sem vakna við umfjöllun um þau eru mý- mörg, en dæmi um það eru: Er þörf á miðlægum gagna- grunni, umfram marga smærri og dreifða?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.