Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 86

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 86
788 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 væri að ná fram, þegar hann gaf upplýsingarnar á viðkom- andi stöðum. Það er og hefur lengi verið meginmarkmið vestrænnar löggjafar um persónuvernd að sporna við því, að hægt sé að ná fram slíkri heildarmynd af þegnum þjóðfélagsins, sem hér var nefnd. Er það gert með því að banna í lögum sam- tengingu viðkvæmra persónu- upplýsinga, nema í algjörum undantekningartilvikum og að undangengnu umfangsmiklu hagsmunamati, þar sem aðal- áherslan liggur á því að tryggja, að einstaklingshags- munir séu ekki fyrir borð bornir. Ekki endilega vegna þess að þær upplýsingar sem fram koma, séu þeim manni til hnjóðs, sem þær varða, heldur miklu fremur vegna þess við- horfs, að þær upplýsingar eigi ekki að vera öðrum aðgengi- legar, sem sanngjamt er og eðlilegt að leynt fari. II.4. Tölvunefnd tekur fram, að drög þau, sem nú liggja fyrir að frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði, ganga lengra í þá átt að tryggja persónuvernd, heldur en frumvarp sama efnis, sem lagt var fram á síðasta löggjaf- arþingi gerði. I því sambandi telur Tölvunefnd þrjú atriði skipta mestu máli. I fyrsta lagi er í núverandi frumvarpsdrögum lagt til grundvallar, að einstaklingur- inn sjálfur eigi forræði á því, hvort upplýsingar um hann fari inn í hinn miðlæga gagna- grunn eða ekki, og felst í því mikil réttarbót. Eins og síðar verður rakið í umsögn þessari telur Tölvunefnd þó, að ýms- um álitaefnum í þessu sam- bandi sé ósvarað, og er þar um að ræða álitefni sem nauðsyn- legt er að tekin verði afstaða til í væntanlegri löggjöf. í öðru lagi telur Tölvunefnd miklu máli skipta fyrir per- sónuverndina það fyrirkomu- lag, sem frumvarpsdrögin gera ráð fyrir, sbr. 3. tl. 5. gr. þeirra, að skráning og úr- vinnsla heilsufarsupplýsinga verði framkvæmd eða henni stjórnað af fólki með starfs- réttindi á sviði heilbrigðis- þjónustu. Er það nánar áréttað í 2. mgr. 7. gr. frumvarpsdrag- anna, að það séu starfsmenn viðkomandi heilbrigðisstofn- ana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn, sem búa skulu upplýsingar til flutnings í gagnagrunninn. Kemur sú skýring fram í at- hugasemdum við 7. gr., að mikilvægt sé að tryggja, að starfsmenn væntanlegs rekstr- arleyfishafa fjalli ekki á neinu stigi um persónutengdar upp- lýsingar. í þriðja lagi telur Tölvu- nefnd það ótvírætt horfa til bóta, að eftirlit með fram- kvæmd væntanlegra laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði verði falið óháðum eftirlitsað- ila, þ.e.a.s. Tölvunefnd. Eigi að síður telur nefndin, að ýmsum spurningum varðandi hlutverk hennar sé ósvarað í frumvarpinu, og verður nánari grein gerð fyrir því síðar. Læknablaðið á netinu: http://www.icemed.is/laeknabladid
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.