Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 94

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 94
794 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 angenginnar umræðu og án þess að einstaklingar ættu kost á andmælum. Þetta virð- ist vera brot á sáttmála Evr- ópuráðsins frá 4. apríl 1997 um mannréttindi og líflækn- ingar. Þar segir að samnings- aðilar skuli sjá til þess að grundvallarspurningar er rísi vegna þróunar í líffræði sæti viðeigandi almannaumræðu, einkum í ljósi veigamikillar læknisfræðilegrar, félagslegr- ar, efnahagslegrar, siðferði- legrar og lagalegrar þýðingar, og að möguleg hagnýting þró- unarinnar gerist að höfðu samráði sem við hæfi er. Is- lendingar eru aðilar að þess- um sáttmála. III Tillögur Alvarlegir annmarkar á frumvarpinu valda því að Geðhjálp mælir eindregið með því að frumvarpið verði ekki samþykkt í sinni núver- andi mynd. Gera þarf grein fyrirnotagildi gagnagrunnsins áður en hægt er að taka af- stöðu til þess hvort réttlætan- legt er að hefja gerð hans og taka þær áhættur sem því fylgja. Þeir sem styðja frum- varpið þrátt fyrir ofangreinda annmarka eru hvattir til að beita sér fyrir leiðréttingu á þeim áður en frumvarpið hlýt- ur afgreiðlsu þingsins. Alvarlegasti galli frum- varpsins er að þar er ekki að finna ákvæði um að fá þurfi upplýst og óþvingað sam- þykki einstaklings fyrir því að heilsufarsupplýsingar um hann verði fluttar í gagna- grunninn. Verði frumvarpið engu að síður að lögum án þess að krafa sé gerð um samþykki einstaklingsins er mikilvægt að í frumvarpinu verði ákvæði um að einstaklingum verði gert kleift á raunhæfan hátt að koma í veg fyrir að upplýsing- ar um þá verði skráðar í gagnagrunninn. Það mætti gera til dæmis með því að þeir sem ekki vilja vera með geti skráð sig hjá landlækni og dulkóðunarmenn spyrðust fyrir um það hvort tiltekinn einstaklingur sé á þessum lista áður en upplýsingar um hann eru dulkóðaðar og sendar í gagnagrunninn. Eðlilegast væri að allir fengju sendar heim upplýsingar um þetta með þar til gerðu eyðublaði. Miklu skiptir að þessu verði breytt í frumvapinu því þögn er ekki sama og samþykki. I frumvarpinu þarf að vera krafa um að notaðar verði full- komnustu aðferðir til per- sónuverndar. I ljósi reynsl- unnar af erfðarannsóknum hérlendis hingað til (sjá að ofan) þarf miku ítarlegri ákvæði um vernd persónuupp- lýsinga, til dæmis í reglugerð með frumvarpinu. Geðhjálp leggur til að einkaleyfi verði ekki veitt, vegna þess að það getur hindr- að framfarir í meðferð alvar- legra sjúkdóma, og vegna þess að hagsmunir hinna skráðu eru ekki þeir sömu og hagsmunir eigenda gagna- grunnsins. Verði einkaleyfi engu að síður veitt er þess krafist að það verði veitt til mun styttri tíma en nú er gert ráð fyrir. Takmarka þarf betur að- gang til dæmis yfirvalda að upplýsingum í gagnagrunnin- unr svo þær verði ekki misnot- aðar eða notaðar andstætt hagsmunum einstaklingsins. I frumvarpinu þarf að geta þess að enginn megi nota gagna- grunninn til að fá upplýsingar um einstaklinga. I frumvarpinu þarf að vera ákvæði um hvernig tryggja megi að gagnagrunnurinn verði fyrst og fremst nýttur í þágu sjúklinga með alvarlega sjúkdóma. í frumvarpinu þarf að vera ákvæði um hvemig með- höndla skuli upplýsingar um látna. Setja mætti sérstaka reglugerð um þá. Um þá hljóta að gilda sérstakar, ítarlegar reglur þar eð þeir hafa ekki möguleika á að koma í veg fyrir að heilsufarsupplýsingar um þá verði notaðar. Enn fremur þarf að vera ákvæði í frumvarpinu um hvernig heimild skuli fengin fyrir þá sem ekki eru sjálfráða eða geta ekki gefið upplýst samþykki vegna ungs aldurs, geðsjúkdóms, heilabilunar eða af öðrum ástæðum. Mikil- vægt er að vernda réttindi og persónuupplýsingar þessa hóps sérstaklega.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.