Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Síða 95

Læknablaðið - 15.10.1998, Síða 95
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 795 Þorsteinn Njálsson Gagnagrunnur, ekki eins auðvelt og sýnist Líkt og mörgum kollegum er kunnugt varði ég doktors- ritgerð mína í nóvember 1995 þar sem ég vann með og lýsti gagnagrunni sem ég setti sam- an hér á landi. Þetta var í raun gagnabanki þar sem heilsu- farsupplýsingum 50 þúsund Islendinga var safnað saman á einn stað eða alls 250 þúsund samskiptum þessara íslend- inga við heilsugæsluna í land- inu. Þessum upplýsingum hafði verið safnað á hinum ýmsu heilsgæslustöðvum vítt og breitt um landið. Að söfn- uninni hafði verið staðið vís- indalega, gögnum safnað á skipulegan, skilgreindan og á framsækinn máta. Það sem gerði þessa söfnun mögulega var tilkoma svokallaðs Egils- staðakerfis sem nokkrir fram- sæknir kollegar okkar settu saman á árunum 1975 til 1977 þeirra á meðal Guðmundur Sigurðsson, Guðjón Magnús- son og Olafur Olafsson land- læknir. Egilsstaðakerfið bíður ekki upp á daglega notkun á heilsufarsupplýsingum á stofu læknis, en gerir mögulega vís- indalega úrvinnslu á gögnunr sem og skýrslugerð. Eg fór ekki fram á persónu- tengd gögn úr gagnagrunni viðkomandi heilsugæslu- stöðva, en vann upplýsingar á töfluformi frá hverri stöð. Eg sótti um leyfi Tölvunefndar, en nefndin sagði málið ekki koma sér við þar sem ég væri ekki að vinna með persónu- gögn, það er fæðingartölur og nöfn. Eg safnaði gögnunum og setti í tölvu til úrvinnslu. Upplýsingar í gagnabanka sem þessum eru þjóðfélagi okkar mjög mikilvægar og gagnlegar, mikið hægt af þeim að læra um meðferð og hvað mætti fara betur í okkar heil- brigðiskerfi. Vissulega hefði gagnsemi þeirra orðið enn meiri ef hægt hefði verið að rekja sjúkdómsferil hvers ein- staklings fyrir sig, skilja sam- hengi einkenna, greiningar, meðferðar og árangurs. Marg- ar rannsóknir og meðferðir eru heilbrigðiskerfinu okkur feiki- dýrar, en afleiðingamar geta orðið enn kostnaðarmeiri ef hagkvæmustu og bestu með- ferð er ekki beitt hverju sinni. Það er ekki þörf á að bera kennsl á einstaklinginn sem Jón Jónsson með kennitölu, heldur þarf hér eingöngu að vera hægt að rekja einstakling nr. 3334447. í gegnum gagna- bankann, ekki nafn eða kenni- tölu, og í flestum tilvikum er nóg að geta rakið nokkra ein- staklinga saman sem hóp, til dæmis allir karlar 55 ára með greininguna hjartasjúkdómur. Verðmæti slíkra upplýsinga felst í því þær geta haft áhrif á kostnað við greiningu sjúk- dóma, val á greiningaraðferð- um, val á meðferð og mat á endanlegum árangri. Þetta eru í sumum tilvikum upplýsingar sem geta skapað markað fyrir ákveðin lyf, en líka upplýsing- ar sem geta losað okkur við lyf af markaðnum sem eru gagns- laus eða jafnvel skaðleg. Upp- lýsingar sem þessar gætu stytt þann tíma sem tæki að greina sjúkdóm og gætu dregið úr fjölda rannsókna sem fram- kvæma þarf til þess. Upplýs- ingar sem þessar gætu dregið úr kostnaði við meðferð og hjálpað okkur við að nýta fjár- muni okkar betur. Það er hins vegar langt því frá að þessar upplýsingar séu nothæfar nákvæmlega eins og þær liggja fyrir í Egilsstaða- kerfinu. Umtalsverð vinna er fólgin í því að fara yfir gögnin og skilja hvað liggi að baki þeirra og skilja hvað er nýtan- legt í gögnunum. Beita verður ströngum vísindalegum að- ferðum til að meta gögnin. Það er því ekki hægt að nota gögnin án vandlegs undirbún- ings. Hér er ég þó að tala um gögn sem safnað er á vísinda- lega framsækinn hátt. Þetta eru gögn sem eru mjög öguð í eðli sínu. Mörgum kollega mínum þótti hann eða hún ekki safna sínum gögnum á nógu agaðan hátt en niður- staða mín eftir að hafa skoðað gögnin var hins vegar sú að læknar söfnuðu gögnum allir á líkan máta enda Egilsstaða- kerfið mjög vandað. Auðvelt ætti að vera að safna gögnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.