Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1999, Page 16

Læknablaðið - 15.05.1999, Page 16
404 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ofan vissra marka til að minnka neikvæð áhrif kalkhormóns á bein (3,4,20). Af samanburði á D-vítamínneyslu og 25- OH-D þéttni í blóði sjötugra kvenna benda nið- urstöður okkar til að að meðaltali þurfi 15-20 pg á dag af D-vítamíni til að tryggja 25-OH-D ofan áðurnefndra marka 50 nmól/L. Þetta gætu því verið æskileg lágmarks viðmiðunarmörk á D-vítamínneyslu fyrir þennan aldurshóp. Við höfum áður ályktað á svipuðum grunni að æskileg neyslumörk fyrir 16-25 ára stúlkur væru um 10 pg af D-vítamíni (8,22). Þörf er á að kanna þetta frekar hjá enn eldri aldurshóp- um sem oft hafa bæði verri D-vítamínnýtingu og minni D-vítamínmyndun í húð. I þessu sam- bandi er vert að minna á að ekki er hætta á fylgikvillum, svo sem auknu þvagkalki, fyrr en neyslan á D-vítamíni er meiri en 60 pg/dag (23). í samanburði við erlendar rannsóknir virðast 25-OH-D gildi sjötugra reykvískra kvenna vera mjög svipuð og birt hafa verið frá hinum Norð- urlöndunum (15,24,25), nokkru lægri en frá Bandaríkjunum þar sem margar fæðutegundir hafa verið D-vítamínbættar (26) en talsvert hærri en í mörgum Suður-Evrópuríkjum þar sem D-vítamínneyslan er lítil og einstakling- arnir því mjög háðir útiveru varðandi sinn D- vítamínbúskap (25). 25-OH-D gildi íslenskra stúlkna, allavega um miðjan vetur, eru hins vegar talsvert lægri en birt hafa verið frá hinum Norðurlöndunum (22). Við getum ekki fullyrt að svo lág gildi af 25- OH-D, eins og fundust í talsverðum hundraðs- hluta yngri og miðaldra kvenna, komi niður á magni og styrk beina þeirra en hækkandi gildi kalkhormóns samfara lægri 25-OH-D gildum, sem við fundum meðal sjötugra, gæti þó vissu- lega bent til þess að D-vítamínskorturinn kæmi niður á kalkbirgðum beinanna. Rannsóknir á hópum fólks með mjaðmarbrot hafa vissulega sýnt að lág 25-OH-D gildi eru algeng í þessum hópi, einnig á Islandi (26,27). Nýlegar rann- sóknir frá Frakklandi (meðal aldraðra á elli- heimili) (2,3) og Boston (meðal heimadvelj- andi karla og kvenna) (4) benda sterklega til þess að 15-20 pg af D-vítamíni á dag ásamt góðri kalkneyslu dragi verulega úr brotatíðni. Rannsókn frá Hollandi, þar sem kalk- og D- vítamínneyslan var betri fyrir, hafði 10 pg við- bótar D-vítamín hins vegar ekki áhrif að þessu leyti (28). Hér hafa matvæli ekki verið D-vítamínbætt, nema smjörlfki (síðan í stríðinu) og nýlega fjörmjólkin. D-vítamín í íslenskri fæðu fæst annars að mestu úr eggjum, feitum fiski, svo sem síld, en að stórum hluta úr lýsi þar sem ein teskeið (5 ml) af þorskalýsi inniheldur um 10 pg og ein teskeið af ufsalýsi um 20 pg, en hins vegar er hákarlalýsið D-vítamínsnautt*. Til þess að tryggja æskilega D-vítamínneyslu hér- lendis, á bilinu 10-20 pg eftir aldurshópum, væri væntanlega einfaldast að D-vítamínbæta mjólkurafurðir, sérstaklega að vetrinum, enda þótt aukin lýsisneysla kæmi að sjálfsögðu að sömu notum. Ekki er vitað hvers vegna Islendingar og aðr- ar Norðurlandaþjóðir hafa einna hæstu brota- tíðni í Evrópu (29). Endurtekinn skortur á D- vítamíni að vetri til vegna norðlægrar legu þessara landa kann að eiga sinn þátt í því. Vissulega er þörf á ítarlegri rannsóknum á D- vítamínbúskap íslendinga, þar með talið karla, því niðurstöður okkar á hópi miðaldra karla (óbirtar niðurstöður) bentu til mjög svipaðrar stöðu og fyrir samsvarandi aldurshóp kvenna. *1 iig af D-vítamíni=40 einingar. Pakkir Höfundar þakka Guðrúnu Kristinsdóttur rit- ara sem annaðist innkallanir í hóprannsóknir og vélritun þessarar greinar. Meinatæknum rannsóknardeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur er þökkuð samvinna. Margréti Guðnadóttur pró- fessor er þökkuð góð samvinna í sambandi við rannsóknir á 12-15 ára stúlkum. Höfundar þakka styrk frá RANNÍS og Vísindasjóði Borgarspítalans til þessarar rannsóknar. Eftirtalin hafa aðstoðað við söfnun gagna og er þakkað fyrir: Örnólfur Valdimarsson, Jón Örvar Kristinsson, Sindri Valdimarsson, Sigur- jón Stefánsson, Inga Þórarinsdóttir, Þórhalla Andrésdóttir og Heiða Knútsdóttir. HEIMILDIR 1. Bouillon R, Carmeliet G, Daci E, Segaert S, Verstuyf A. Vitamin D Metabolism and Action. Osteoporos Int 1998: 8: 513-9. 2. Chapuy MC, Areot ME, Duboeuf F, Brun J, Crouzet B, Amaud S, Delmas PD, Meunier PJ. Vitamin D3 and calcium to prevent hip fractures in elderly women. N Engl J Med 1992: 237: 1637-42. 3. Chapuy MC, Areot ME, Delmas PD, Meunier PJ. Effect of calcium and cholecalciferol treatment for three years on hip fractures in elderly women. BMJ 1994: 308: 1081-2.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.