Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
415
sníkjudýrasjúkdómurinn meðal barna í Banda-
ríkjunum og tíðni hans er hærri meðal barna en
fullorðinna (2).
Lyme-sjúkdómurinn finnst út um allan heim.
I Evrópu er álitið að tugir þúsunda einstaklinga
sýkist af Lyme-sjúkdómnum á hverju sumri,
einkum í Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Frakk-
landi og Svíþjóð. Greint hefur verið frá tilfell-
um í nánast öllum löndum Evrópu (3,4). Lyme-
sjúkdómurinn hefur einnig greinst í Kína, Jap-
an og Ástralíu (5-7)
Lyme-sjúkdómurinn getur komið fram í
margbreytilegri mynd (protean) og er þar skír-
skotað til gríska guðsins Prótevs, sem var sjáv-
arguð og gat breytt sér í allra kvikinda líki og
þannig smogið úr greipum þeirra sem reyndu
að fanga hann. Þessi þjóðsagnakenndi blær
hefur skyggt á skilning manna á Lyme-sjúk-
dómnum, enda hefur B. burgdorferi haft yfir
sér ákveðna dulúð. Þó enn sé ýmislegt óljóst
um Lyme-sjúkdóminn, er hann þó áþreifanlegri
en Prótevs og auðsigranlegri. Klínísk einkenni
sjúkdómsins geta verið breytileg milli Banda-
ríkjanna annars vegar og Evrópu/Asíu hins
vegar. Líklegasta skýringin á því er mismun-
andi sýkingarhæfni ólíkra undirflokka B. burg-
dorferi. Algengasta birtingarmynd sjúkdóms-
ins í öllum heimsálfum er flökkuroði. Greining
á Lyme-sjúkdómi er fyrst og fremst byggð á
nákvæmri sjúkrasögu og líkamlegum einkenn-
um. Viðeigandi rannsóknir geta stutt klíníska
greiningu (8).
Sjúkratilfelli
Fjórtán ára gamall drengur leitaði til heilsu-
gæslulæknis vegna vökvasöfnunar í vinstri
hnélið. Fjórum dögum fyrir skoðun fór að bera
á vaxandi bólgu og vökva í hnénu. Drengurinn
hafði nokkru áður hlotið vægan hnykk á hnéð
við hjólabrettaiðkun. Á heilsugæslustöð var
stungið á liðnum og dregnir út 56 ml af ljós-
gulum liðvökva sem var sendur í ræktun.
Næsta dag leitaði drengurinn aftur til síns
heilsugæslulæknis, enda aftur kominn vökvi í
liðinn. Hann var hitalaus en verkjaði við að
stíga í fótinn. Blóðsýni sem tekin voru á heilsu-
gæslustöðinni sýndu hvít blóðkorn 12.500 x
10E9/L, CRP 10 mg/L, blóðflögur 366 x
10E9/L og blóðflöguskilun (hematocrit) 0,42
L/L. Ræktun var enn neikvæð. Hann var sendur
á Barnaspítala Hringsins til frekari skoðunar.
I fyrri sögu kom fram að hann hafði bólgnað
upp á hægri olnboga þremur mánuðum áður.
Þau meiðsli voru rakin til falls á hjólabretti.
Hann er almennt hraustur, á tvö yngri systkini,
sem bæði eru hraust. Móðir er með liðkvilla-
sóra og móðuramma með iktsýki. Systurdóttir
móður er með iktsýki frá bamsaldri. Drengur-
inn notar engin lyf að staðaldri en hefur of-
næmi fyrir grasi.
Drengurinn er búsettur á íslandi ásamt fjöl-
skyldu sinni. Hann bjó áður erlendis; í New
York, Bandaríkjunum fyrstu tvö ár ævinnar, í
Þýskalandi frá fimm til 11 ára aldurs og í Mary-
land, Bandaríkjunum frá 11 til 13 ára aldurs.
Fjölskyldan var tvívegis erlendis í leyfi það ár
sem hann veiktist, fyrst á Flórída, Bandaríkjun-
um sjö mánuðum fyrir upphaf veikindanna og í
Normandí, Frakklandi þremur mánuðum fyrir
upphaf veikindanna.
Við skoðun var pilturinn frísklegur, húð heil
og án útbrota. Hiti var 37°C, þyngd 55 kg og
hæð 170 cm. Mikill vökvi var í vinstra hné,
enginn roði á húð yfir liðnum. Hann gat ekki
rétt fyllilega úr hægri olnboga. Líffærastækk-
anir þreifuðust ekki og skoðun var að öðru leyti
eðlileg.
Röntgenmynd staðfesti vökvasöfnun í liðn-
um en engar beinbreytingar sáust. Mælingar á
ANA (anti-nuclear antibody), C3, C4, CH50 og
RF (rheumatoid factor) voru allar innan eðli-
legra marka. Veirumótefni gáfu ekki markverð-
ar upplýsingar. PCR (polymerase chain reac-
tion) fyrir klamydíu í þvagi var einnig nei-
kvætt. Antistreptólýsín O (ASO-títer) var lág-
ur, sem og mótefni gegn Yersenía (gerð 3 og 9).
Liðástunga á vinstra hné, leiddi í ljós mikið
af hvítum blóðkornum í liðvökvanum eða
55.400 x 10E6/L, einkjarnafrumur 10%, fjöl-
kjarnafrumur 90% , rauð blóðkorn voru 2.800 x
10E6/L og vottur af kalsíum-pýrófosfat krist-
öllum. Niðurstaða á liðvökvarannsókn benti til
bólgusvörunar, annað hvort sýkingar eða gigt-
sjúkdóms. Áverki var talinn ólíklegri orsök.
Liðvökvaræktanir voru allar neikvæðar og
voru sýklalyf ekki gefin.
Augnskoðun var eðlileg og segulómun stað-
festi frekar fyrri röntgengreiningu.
Á þriðja degi innlagnar var liðástunga end-
urtekin. Dregnir voru út 65 ml af liðvökva.
Fjöldi hvítra blóðkorna í liðvökvanum var
áfram mikill eða 58.400 x 10E6/L, einkjarna-
frumur 8%, fjölkjarnafrumur 92% og fjöldi
rauðra blóðkorna einnig aukinn eða 5.000 x
10E6/L. Gefin var Triamcinolonum innspýting
(20 mg).