Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.05.1999, Blaðsíða 46
430 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 þessari og því séu þessi mál enn verr komin. Það verður að teljast lítið að læknar verji að meðaltali 11,74 klukkustund- um í sjálfsnám á mánuði enda einungis um hálftími á virkurn vinnudegi. Hins vegar kjósa læknar að verja meiri tíma til símenntunar samanber að 70% þeirra telja eðlilegt að verja að jafnaði þremur til sex stundum á viku í sjálfsnám og fundi. Ljóst er að örva þarf sjálfsnám sem er homsteinn símenntunar lækna. Hvernig það verður gert er ekkert eitt afgerandi en benda má á að í kjarasamningum norskra lækna er beinlínis frátekinn tími á hverjum vinnudegi þar sem lækni ber að sinna við- haldsmenntun. Ef vinnuveit- andi lækna kemur þannig launalega að símenntunarmál- um þeirra er eðlilegt að ástund- unin verði skráð og vottuð. Taldi meirihluti (55%) lækna það best gert hjá Fræðslu- stofnun lækna, með ábending- um um hlut sérgreinarfélag- anna. Ráðstefnuferðir til ann- arra landa bundnar í kjarasamn- ingum lækna eru áberandi í þeim hluta viðhaldsmenntun- ar er snýr að lengri þingum og námskeiðum en hlutur lyfja- framleiðenda kemur þar næst á eftir. Telja 64% lækna hlut lyfjaframleiðenda í símenntun vera hæfilegan, meðan 20% telja hann vera of mikinn enda kom það fram í skriflegum ábendingum um starfssvið Fræðslustofnunar að henni bæri að taka að sér stefnu- mörkun til leiðbeiningar um samskipti lækna og lyfjafram- leiðenda. í könnuninni kom fram að tölvunotkun lækna er afgerandi. Höfðu 76% lækna aðgang að netinu á vinnustað og 65% aðgang heima. Telja má næsta víst að um þessar rásir fara fræðslumál lækna í framtíðinni enda er áhugi lækna mikill á öllu er viðkem- ur tölvum og margmiðlun. Lokaorð í könnuninni var leitað eftir hugmyndum lækna um Fræðslu- stofnun og bárust margar skýr- ar og greinargóðar ábendingar sem Fræðslustofnun mun vinna úr og leitast við að hafa að leiðarljósi í framtíðarstarfi sínu. Það helst kom fram að læknar vilja að Fræðslustofnun gegni lykilhlutverki í viðhalds- menntun lækna og að stofnun- in skrái og votti ástundun þeirra í nánum tengslum við sérgreinarfélögin. Pakkir Sérstakar þakkir til Mar- grétar Aðalsteinsdóttur ritara Fræðslustofnunar lækna og Ólafs Þ. Harðarsonar dósents við félagsvísindadeild Há- skóla íslands. ^Cipramil I -cinstxðir eiginleikar TÖFLUR; N 06AB04 Hvertafla inniheldur: Citalopramum INN, hýdróbrómíð, samsvarandi Citalopram- um INN 10 mg, 20 mg eða 40 mg. Eiginleikar: Cítalópram er tvíhringlaga ftalen-afleiða og er virkt gegn þunglyndi. Verkunarháttur lyfsins er vegna sértækrar hindrunar á upptöku serótóníns í heila. Lyfið hefur engin áhrif á endurupptöku noradrenalíns, dópamíns eða GABA. Lyfiðog umbrotsefni þess hafa því enga anddópamín-, andadren-, andserótónín-, og and- histamínvirka eða andkólínvirka eiginleika. Jafnvel við langtíma notkun hefur lyfð engin áhrif á fjölda viðtaka fyrir boðefni í miðtaugakerfi.Aðgengi eftir inntöku eryfir 80%. Hámarksblóðþéttni næst eftir 1-6 klst. Stöðug blóðþéttni næst eftir 1-2 vik- ur. Próteinbinding er um 80%. Dreifingarrúmmál er u.þ.b. 14 l/kg. Lyfið umbrotn- ar áður en það útskilst; um 30% í þvagi. Umbrotsefni hafa svipaða en vægari verk- un en cítalópram. Helmingunartími er um 36 klst. en er lengri hjá öldruðum. Lyfð hefur hvorki áhrif á leiðslukerfi hjartans né blóðþrýsting og eykur ekki áhrif alkó- hóls. Lyfið hefur væga róandi verkun. Ábendingar: Þunglyndi. Felmturköst með eða án víðáttufælni (panic disorder with or without agrophobia). Frábendingar: Engar þekktar. Varúð: Gæta skal varúðar við gjöf lyfsins við skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er ógleði allt að 7%. Algengar (> 1%): Almennar: Höfuðverkur, sviti, þreyta, slen, titringur, breytingar á þyngd og svimi. Æðakerfi: Þungur hjartsláttur. Miðtaugakerfi: Svefntruflanir, skyn- truflanir og órói. Meltingarfæri: Ógleði, breytingar á hægðavenjum, meltingaróþæg- indi og þurrkur í munni. Þvagfæri: Erfiðleikar við að tæma þvagblöðru. Augu: Sjónstill- ingarerfiðleikar. Sjaldgæfar (0.1 %-1 %): Almennar: Almenn lasleikatilfinning. Geispar. Miðtauga- kerfi: Æsingur, rugl, erfiðleikar við einbeitingu, minnkuð kynhvöt og truflun á sáðláti. Meltingarfæri: Aukið munnvatnsrennsli. Húð: Útbrot. Öndunarfæri: Nefstífla. Augu: Stækkað Ijósop. Mjög sjaldgæfar (< 0,1%): Miðtaugakerfi: Mania. Aukaverkanir eru oft tímabundnar og ganga yfir enda þótt meðferð sé haldið áfram. Milliverkanir: Varast ber samtímis gjöf MAO-hemla ogskulu að minnsta kosti líða 14 sólarhringar á milli þess að þessi tvö lyf séu gefin nema MAO-hemill hafi mjög skamman helmingunartíma. Lyfið hefur mjög væg hamlandi áhrif á cýtókróm P450-kerfið. Meðganga og brjóstagjöf: Reynsla af gjöf lyfsins hjá barnshafandi konum er mjög takmörkuð, en dýratilraunir benda ekki til fósturskemmandi áhrifa. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk en í dýratilraunum hefur lítið magn lyfsins fund- ist í mjólk. Skammtastærðir handa fullorðnum: Lyfið er gefið einu sinni á dag, en skammtar eru breytilegir. Þunglyndi: Upphafsskammtur er 20 mg á dag, en má auka í 40 mg á dag, ef þörf krefur. Ekki er mælt með hærri skömmtum en 60 mg á dag. Hjá sjúklingum eldri en 65 ára er ráðlagður skammtur helmingur ofangreindra skammta þ.e. 10 - 30 mg á dag, að hámarki 40 mg á dag. Mikilvægt er að gefa lyfið a.m.k. í 2-3 vikur áður en árangur meðferðarinnar er metinn. Meðferðarlengd 4-6 mánuðir eftir svörun sjúkl- ings. Felmturköst: Lágir skammtar eru notaðir í upphafi meðferðarvið felmturköstum til að draga úr líkum á versnun sjúkdómsins. Ráðlagður upphafsskammtur er þannig 10 mg á dag. Eftir einnar viku meðferð er skammturinn aukinn í 20 mg á dag. Venjulegur viðhaldsskammtur er 20-30 mg á dag. Ef svörun er ófullnægjandi má auka skammtinn en ekki er mælt með hærri skömmtum en 60 mg á dag. Viðmeð- ferð á felmturköstum nær árangur hámarki eftir u.þ.b. 3 mánuði og er viðvarandi við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað bömum. Pakkningar og hámarksverð frá apótekum í mars 1999: Töflur 10 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - 2.655-, 100 stk. (glas) - 7.604-.Töflur 20 mg: 28 stk. (þynnupakk- að) - 4.451-, 56 stk. (þynnupakkað) - 7,966-, 100 stk. (glas) - 13.430. Töflur 40 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - 7.516-, 56 stk. (þynnupakkað) - 13.905-, 100 stk. (glas) - 23.818-. Hámarksmagn sem má ávísa er sem svarar 30 daga skammti. Samþykktur sérlyfjaskrártexti dags. 4. september 1998. Markaðsleyfishafi: Lundbeck, Danmörku Umboð á íslandi: Austurbakki hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.