Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Síða 99

Læknablaðið - 15.05.1999, Síða 99
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 477 Samningar Tryggingastofnunar ríkisins um meðferð íslenskra sjúklinga á bandarískum sjúkrahúsum Hægt hefur verið að annast hluta hjartaaðgerða á börnum á Landspítalanum frá því í mars 1997, en áður urðu öll börn sem þurftu á slíkum að- gerðum að halda að gangast undir þær erlendis. Undanfar- ið hefur fyrirkomulag hjarta- aðgerða á íslenskum bömum verið þannig að einföldustu aðgerðirnar hafa verið fram- kvæmdar á Landspítalanum, flóknari aðgerðir í Lundúnum og þær flóknustu í Boston. Þjónustan í Boston hefur verið dýrari en í Lundúnum. Nú hefur Tryggingastofnun ríkisins (TR) samið við Children’s Hospital í Boston um lægra verð en áður, með það fyrir augum að geta sent þangað öll börn sem þurfa á hjartaaðgerð að halda og ekki er unnt að sinna á Landspítal- anum. Children’s Hospital var á síðasta ári útnefndur besti barnaspítalinn í Bandaríkjun- um (1) og hefur raunar hlotið þessa útnefningu níu ár í röð. Þar er stærsta hjartaaðgerða- miðstöð fyrir börn þar í landi og eru framkvæmdar um eitt þúsund hjartaaðgerðir á ári. Þjónustu sjúkrahússins er þannig háttað að um 5% sjúk- linga þess koma erlendis frá, en um þriðjungur bama sem Höfundar starfa viö Tryggingastofnun ríkisins. gangast þar undir hjartaað- gerðir kemur frá útlöndum. Samningurinn hefur það í för með sér að hægt er að tryggja íslenskum börnum sem þurfa að gangast undir flóknar hjartaaðgerðir þjón- ustu þar sem árangurinn er bestur. Með samningnum er komið á beinni og virkari tengslum milli TR og banda- ríska sjúkrahússins, sem tryggir börnunum og aðstand- endum þeirra skilvirkari og persónulegri þjónustu en áður. Samvinna milli barnahjarta- lækna á Landspítalanum og barnahjartalækna og hjarta- skurðlækna á Children’s Hos- pital var hins vegar mjög góð fyrir og var raunar kveikjan að því að farið var út í þessar samningaviðræður. Samningurinn gefur jafn- framt bætta möguleika á með- ferð bama á Children’s Hos- pital á fleiri sviðum læknis- fræðinnar. Aðrar sterkar hliðar spítalans eru til dæmis með- ferð taugasjúkdóma og ill- kynja sjúkdóma og bæklunar- aðgerðir fyrir börn. TR hefur einnig náð sam- koinulagi við annað banda- rískt sjúkrahús, Mayo Clinic í Rochester, Minnesota, varð- andi meðferð íslenskra sjúk- linga. Þangað hafa undanfarið verið sendir sjúklingar með erfiða flogaveiki, sem þurft hafa að gangast undir sér- hæfðar aðgerðir á heila til að draga úr flogunum. Árangur þessara aðgerða hefur verið mjög góður, enda var þjónusta taugalækninga- og tauga- skurðdeilda sjúkrahússins út- nefnd sú besta í Bandaríkjun- um á síðasta ári (1). Þótt farið hafi verið út í viðræður við sjúkrahúsið vegna flogaveiki- aðgerðanna, þá er þetta sam- komulag ekki einskorðað við þær. Þarna er til dæmis boðið upp á árangursríkar aðgerðir við Parkinsons sjúkdómi og sjúkrahúsið er í fremstu röð á ýmsum öðrum sviðum læknis- fræðinnar, sem gæti komið ís- lenskum sjúklingum sem ekki er hægt að bjóða fullnægjandi meðferð hérlendis til góða. Meðferð á hátæknisjúkra- húsum í bestu röð er mjög kostnaðarsöm. Tilgangur TR með samningum við slík sjúkrahús er sá að tryggja ís- lenskum sjúklingum sem þarfnast mjög sérhæfðrar með- ferðar við erfiðum sjúkdóm- um sem besta meðferð á sem viðráðanlegustu verði. Er það mat okkar að mikið hafi áunn- ist í þá veru með framan- greindum samningum. Sigurður Thorlacius Una Björk Omarsdóttir Karl Steinar Guðnason HEIMILDIR 1. Exclusive rankings. 1998 Annual Guide. U.S.News & World Report, 27. júlí 1998.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.