Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Síða 14
VALDIMAR GUÐMUNDSSON
í VALLANESI.
Eg- sá nýlega mynd af forn-
kunningja mínum, Valdimar Guð-
mundssyni í Vallanesi í Skaga-
firði. Vöknuðu þá hjá mér gaml-
ar endurminningar, er eg lærði
sund hjá honum í Reykjalaug,
og er það einhver skemmtileg-
asti tími æfi minnar, er eg dvaldi
þar við laugina innan um
fjöruga stráka, og dag-
urinn gekk í söng og
glímur, bardaga og alls-
konar útileiki. Og ekki
var hætta á, að kenn-
arinn drægi úr fjörinu
og áhuganum. Datt mér
í hug, að gaman væri að
rifja upp, hvað Valdi-
mar hefði afrekað á
þessum 30 árum, sem lið-
in eru síðan, því að mér
þótti heldur ósennilegt,
að hann hefði haldið að
sér höndum. Fer hér á
eftir skrá um það, sem
sem eg hefi komist eftir
við þær eftirgrenslanir.
Valdimar, sem heitir fullu
nafni Hermundur Valdimar, er
fæddur 10. febr. 1878 á Mið-
Grund í Akrahreppi. Foreldrar
hans voru Guðmundur Sigurðsson
og Guðrún Eiríksdóttir hreppstj-
frá Djúpadal. Hann fluttist me5