Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 27

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 27
Stefnir] Samvinna og sjálfstæði. 121 og sum eftir reyndinni að dæma með ónógri fyrirhyggju. Hefir það eitt með öðru stutt þá viðskifta- reglu, að keppa meira eftir að fá mikil viðskifti, en hitt að fylgja hinu gullvæga boðorði um útrým- ing skuldaverzlunar, því vaxtar- skilyrði hinna nýju félaga byggð- ust meðal annars á því, að ná sem mestu þeirra viðskifta, sem aðrar verzlanir höfðu áður haft. Eldri félögin hafa flest fetað sömu slóð- ina og kaupmennirnir hafa senni- lega víðast gengið ýmist á undan eða eftir. — Er það þá eigi al- menningurinn í landinu, sem öll sökin hvílir á? kann einhver að 8Pyrja, og að því leyti má gefa ját- andi svar, að hann hefir skort þrelt og manndóm til að víkja frá sér þeirri forystu, sem á þessu sviði Btefndi til ófarnaðar. Því er sem 8é þannig varið án alls efa, að ein af höfuð orsökum óþarfrar eyðslu og þar með fátæktar og skulda er sú, að nokkur skulda- og vöruskiftaverzlun skuli eiga sér stað. Að kaupfélögin hafa horfið frá stefnu sinni í þessu efni er því ein megin orsök núverandi Bkulda. Verzlunarskuldir eru al- mennast tryggingarlausar frá ein- staklinga hálfu, í það minnsta í byrjun. Hver sem er að kalla má getur myndað þær í stórum stíl. Verzlanirnar keppa hver við aðra, og allar vilja koma út sínum vör- um. Að mega skrifa í reikninginn næstum ótakmarkað freistar kaup- fýsi almennings. — Fólkið keppir hvað við annað í fatnaði, veiting- um og öðru. Hver sem eigi fylgir straumnum er úthrópaður sem nirfill eða afturhaldsseggur. Þeir sem sjá hættuna dragast því með fjöldanum ofan í djúpið hvort þeir vilja eða ekki. Afleiðingin er sú að allur fjöld- inn kaupir margvíslega hluti, sem hann hefir eigi ráð á að kaupa, venur sig á þarfir, sem eigi eru nauðsynlegar, og strandar að lok- um á skeri skulda og fátæktar. Ef hönd selur hendi hljóta útgjöldin að miðast við tekjur ársins, eða þá að minnsta kosti við lánsfé sem bundið er við fyrirfram tryggingu. Hver og einn er því knúður til að- gæzlu og umhugsunar um að kaupa það eitt sem nauðsyn er á. Auk þess orsakar skuldaverzl- unin beinlínis óhagstæðari við- skifti, því áhættan er gífurleg fyr- ir verzlunarfyrirtækið, og þó skuld in greiðist einhvern tíma er biðin þó dýr. Verður því mismunurinn eðlilega stórum meiri, en nema mundi vöxtum af upphæðinni fyrir einstaklinginn, sem stendur í skil- um á tilteknum tíma.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.