Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 30

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Page 30
124 Samvinna og sjálfstæði. [Stefnir nú eru orðnir svo margvíslegir við- skiftamöguleikar, að það ræður naumast neinum stefnuhvörfum um almennan efnahag hvort menn kaupa aðflutta vöru hjá kaupfé- lagi eða útvega sér hana á annan hátt. 1 það minnsta mundi það koma fram, ef almenn peningavið- skifti kæmust á. Eins og vikið hefir verið að þá hefir svo virzt, sem samvinnuhug- inyndir manna á landi hér miðuðu nær eingöngu við verzlunar sam- vinnu. Er svo að sjá sem flestir er að þeim málum hafa staðið, teldu hana næstum hið eina nauðsynlega. Vitanlegt er þó, að ýmislegt ann- •ið, sem við kemur efnahagsstarf- semi þjóðarinnar, þarf eigi síður umbóta, en verzlunin, þó hún hafi jafnan mikla þýðingu. Heilbrigð og viturleg samvinna og samtök getur því vissulega haft mikla þýð- ingu í fleiri greinum og mætti þar um segja margt. Hér skal þó aðeins vikið lauslega að einum þætti, sem er: Búnaðarsamvinna. Islenzkur landbúnaður er í margvíslegum kröggum og ýms- ir svartir skýflókar sveima um framtíðarhimin hans. Margt hef- ir að vísu verið reynt og gert hon- um til hagsbóta á síðustu árum og talsvert áunnizt. Þó er alkunn- ugt, að allar búnaðar umbætur eru í bernsku víðast á landinu. Flestum hugsandi mönnum er orðið ljóst, að landbúnaðurinn getur ekki lengur þrifizt, svo þrif geti heitið, nema á ræktuðu, vél- færu landi. Á þeirri leið er stutt komið og næstum ótæmandi verk- efni framundan. Matjurtarækt er í bernsku og þarf umbóta. Bú- peningurinn af öllum tegundum er lítt ræktaður með ólíkum eig- inleikum. Þar er óhemjumikið og fjölþætt og ginnandi umbótaverk fyrir höndum. Fóðurtryggingar eru mjög skammt á veg komnar víðast hvar. Þar hefir verið snöggasti bletturinn á íslenzkum landbún- aði fyr og síðar, og enn mun hann víðast standa berskjaldaður fyrir voða næstu harðinda. Þar er að- kallandi og ákaflega þýðingar- mikið verkefni fyrir höndum. Þá er vetrarkuldi og skamm- degismyrkur einn höfuðannmarki íslenzkra sveita. Þægindi og holl- ustu rafmagnsins þarf að veita hverju heimili á landinu. Þetta og ótal margt fleira kali- ar til framkvæmda hug og hend- ur allra íslenzkra sveitamanna og sveitavina. En einangrunin er dauðamark, og til alis þessa þarf

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.