Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 42

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 42
136 Hætturnar í hafdjúpunum. [Stefnir hann réði við. Missti hann brátt fótanna og alla stjórn á sér, og þaut upp eftir sjónum með höfuð- ið niður. Hann var svo heppinn að rekast ekki á áfangapallana á leið- inni, og því náðist hann lifandi. Annars hefði hann kafnað á skömmum tíma. Dan Hammett var kafari á ó- friðartímunum. Hann bjargaði peningaskáp úr klefa skipstjóraus á skipinu „Aruna“. Var péninga- skápurinn þegar í stað tekinn og farið með hann til flotamálastjórn- arinnar í London. Hefði Hammett haft gaman af að vita, hVað ,í þessum skáp var, en þess var eng- inn kostur. Við þetta starf reif Hammett gat á kafarabuxurnar, rétt fyrir ofan hnéð. Streymdi þar inn kolblár sjór og fylti óðum föt- in. Mátti nærri geta, hvernig færi, ef vatnið næði hjálminum. En hann lokaði fyrir loftstrauminn rg hélt þá þrýstingurinn vatninu úti, meðan hann var dreginn upp. Þessi sami kafari lokaðist líka einu sinni inni í lest á skipi á liafsbotni. Varð hann að húka þar í marga klukkutíma eg hefir vist- in ekki verið skemmtileg. Barg það honum, að loftrásin lokaðist aldrei. Mest er talað um kafara, þegar neðansjávarbátar sökkva með allri áhöfn. Einn slíkur viðburður var það, þegar kafbáturinn S 4 sökk í desembermánuði árið 1927 rétt úndan austurströnd Bandaríkj- anna. Miljónir manna stóðu á önd- inni meðan verið var — ])ví miður árangurslaust — að reyna að bjarga skjpshöfninni, sem var ]>arna læst inni í stálhylki, 100 fet undir sjávarmáli. Skal hér sagt nokkru ítarlegar frá þeim atburð- um, því naumast eru til betri dæmi um dugnað kafara og lífshættur þær, sem oft bíða þeirra á sjávar- botni. Allur heimurinn fylgdist með kjörum skipshafnaripnar á S 4, sem varð að bíða dauðans. En ]>eirra kjör voru róleg og kvala- laus ])egar ]>au eru borin saman við kjör kafaranna, sem voru að reyna að bjarga þeim. Allar ógnir lágu í leyni fyrir ])eim, og þar á meðal kvalafullur dauðdagi á hverri stundu, sem vera vildi. Sjór- inn var jökulkaldur og 200 punda kafarabúningur er ekki sérlega ]>ægileg vinnuföt. Kafbáturinn var sokkinn til hálfs í lausan sand og leir. Leir- inn var ískaldur eins og krap. Of- an í ])ennani leir urðu kafararnir að grafa göng, til þess að reyna að koma keðjum undir kjölinn.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.