Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 60

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 60
154 Últrafjólubláir geislar og jurtagróður. [Stefnir amans. Sé tilfinnanlegur skortur á sólarljósi, fara efnaskifti lík- amans meira og minna úr eðli- legum skorðum. í Bandaríkjum Ameríku hafa verið gjörðar tilraunir með börn úr fátækrahverfum stórborganna ium afkastasemi við námið, á þann hátt, að láta börnin fá heil- næmt fæði í skólanum, fæði, sem veitti líkama þeirra fullnægingu þeirra efna, sem hann þarfnað- ist. . Þetta verkaði undantekning- arlaust þannig á börnin, að þau urðu eljumeiri og afkastasamari við námið. Athygli, skilningur og táp tók miklum breytingum til hins betra. Börnin urðu ekki að- eins útlits betri, rjóðari í' kinnum og fjörmeiri, heldur urðu þau að dómi kennaranna blátt áfram greindari en áður. Áhrif sólarljóss á sálarlíf manna og dýra. Flestir munu hafa veitt því eft- irtekt, að sólarljós og birta hefir hin mestu áhrif á flest dýr. All- ar skepnur verða daufari, dapr- ari og fjörihinni í myrkri. Oft flykkjast þær saman í hópa á kvöldin, þegar nóttin er dimm. Er engu líkara en að þeim sæki geigur, og þau finni til meira ör- yggis, ef fleiri eru saman. Ef kuldi fylgir myrkrinu, sækir að þeim drungi og svefn. Það er kunnugt, að sum dýr liggja í dvala kaldasta hluta vetrarins, svo sem björninn. Er kallað, að hann liggi í híði óg er þá kallað- ur híðbjörn. Áhrif sólarljóss, birtu og yls á sálarlíf manna, eru ekki ósvipuð þessu, sem lýst hefir verið um dýr- in, en þau eru aðeins miklu greinilegri og ákveðnari, þar sem um menn er að ræða, og stendur það í sambandi við það, að sálar- líf þeírra er miklu þroskaðra. Sól- skin og hæfilegur hiti hefir örv- andi áhrif á sálargáfurnar. Undir. áhrifum þess verða menn glað- sinna og bjartsýnir, hugurinn reifur og starfsfús. Fólk, sem býr í sólríkum löndum, er miklu létt- lyndara, fjörugra og kvikara í hugsunum og hreyfingum en við Islendingar. í myrkri verða menn daufir eða fjörlitlir; hugsunin verður slóf- ari og stirðari en í birtu og yl. Þrek og hugdirfð þverr, og oft fyllir kvíði og vonleysi hugann. Margir verða þunglyndir eða jafnvel hugsjúkir í skammdeg- inu, en ná sér aftur, þegar dag- inn lengir. Engan efa tel eg á því, að hið langa skammdegi, skortur á ljósi

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.