Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 74

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 74
168 Hnapparnir sem hurfu. [Stefnir „Þakka yður kærlega fyrir“, sagði hann. „En getið þér ekki lofað mér að tala í síma?“ Síðan símaði hann til Becldey og boðaði komu sína. Að því búnu settist hann upp í trogið og skrönglaðist á stað. Það voru ekki nema um 7Q kíló- metrar til Beckley og venjulega var það farið á h. u. b. 2 tímum. En Dónald varð aftur og aftur að fara út úr bifreiðinni til þess að lagfæra eitt og annað, og hann var fulla 4 tíma á leiðinni. Loks komst hann þó alla leið, en þá var komið fram yfir mið- nætti og það var ekki að sjá, að nokkur lifandi sála væri á ferli í öllum bænum. Loks rakst hann þó á næturvörð, sem sýndist ekki vera alveg eins fast sofandi eins og aðrir, og hann vísaði honum a Belvedere gistihúsið. Það var allstórt hús, talsvert frá götunni og sást ekkert lífs- mark með neinu þar. Myrkur var í öllum gluggum og húsið alt ein- kennilega ömurlegt í náttmyrkr- inu. Donald hnyklaði brýrnar, og húsið sýndist hnykla brýrnar aft- ur á móti. Hann notaði nú vasaljós og fann þá rafmagnshnapp öðrumeg- in við dyrnar. Hann þrýsti á hann. Ekkert heyrðist, en það var náttúrlega ekki að marka. Senni- legast, að bjallan væri einhvers- staðar langt inni í húsinu, þar sem þjónustufólkið svæfi. — En hann beið og hringdi og beið, og ekkert stoðaði. Það var auðséð á öllu, að það var hætt að vonast eftir honum. Hann fór nú að litast um. Hann beindi geislanum frá vasaljósinu að gluggunum niðri og hvað sér hann þá? Það hafði gleymst að loka einum glugganum. Donald gekk að honum og lýsti inn í her- bergið. Þar var ekki nokkur lif- andi maður. Það var auðsjáan- lega einhverskonar setstofa eða reykskáli, því að þar var nóg af djúpum og þægilegum stólum, all- girnilegum fyrir dauðþrejrttan mann. Hann hló með sjálfum sér að þessu öllum saman og stökk því næst léttilega upp í gluggann og smeygði sér inn. Síðan lokaði hann glugganum vandlega og fór að búa um sig. Hann fann þar ljómandi góðan hægindastól, það voru meira að segja ágætir svæflar í honum- Síðan tók hann stórt skinn, sem slengt var á gólfið fyrir framan arininn og bjóst nú til þess, að sofa vært. Hann lokaði augunum og svefn- mókið sveif þegar á hann. En alt

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.