Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1930, Side 98
192
Kviksettur.
[SteÆnir
Það eru til margar góðar rit-
vélar, en engin, er að öllu
samanlögðu, jafnast á við:
REMINGTON.
Verð er hér lægra en annarstaðar á Norðurlöndum.
REMINGTON ritvélaumboð
Pósthólf 275, sími 650,
Reykjavík.
„Hvernig eg veit það!“ æpti
hún. „Nú er eg alveg steinhissa!
Lítið í kring um yður! Allstaðar
um alla Lundbúnaborg, og það er
búið að vera í sex klukkutíma.“
Hún benti á mann, sem gekk
framhjá og bar slopp mikinn, og
var á hann letrað með stórum
stöfum: „Priam Farll dó snögg-
lega í Lundúnaboi’g í morgun.
Nákvæm frásögn“. Og nú sá hann
fjölda manna með samskonar
auglýsingar eða fregnmiða, í öll-
um regnbogans litum, og allstað-
ar var letrað, að Priam Farll væri
dáinn. Og svo að segja hvert
mannsbarn, sem kom út úr St.
Georges-húsinu, keypti blað af
einhverjum af þessum fregnmiða-
mönnum.
Hann roðnaði. Það var kynlegt,
að hann skyldi geta flækst um
götur borgarinnar langa stund án
þess að sjá, að borgin var full af
nafni hans. Svona var hann. Nú
skyldi hann, hvað hafði leiðbeint
Duncan Farll, að hann skyldi
koma svona fljótt.
„Þér ætlið þó víst ekki að segja,
að þér hafið ekki séð alla þessa
fregnmiða?“ sagði hún.
„Eg sá þá ekki,“ svaraði hann
í hjartans einfeldni.
„Svona hafið þér verið utan við
yður!“ sagði hún með hluttekn-
ing; „var hann góður húsbóndi?"
[Frh.].